„Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. desember 2024 15:30 Edda Björgvins og Anna Svava vita hvað skiptir máli þegar kemur að jólunum. Edda Björgvins nýtur lífsins þessi jólin í faðmi fjölskyldunnar á Tenerife. Hún og Anna Svava Knútsdóttir eru sammála um að í raun sé fjölskyldan að koma út í „stórgróða“ með því að halda jólin frekar í útlöndum, eða svona því sem næst. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þær Edda og Anna jólin og jólahefðirnar nú þegar einungis einn dagur er til jóla. Edda segist aldrei hafa haldið sín jól á Tenerife áður en er himinlifandi með þetta. Töskurnar ekki fullar af Ora „Oh hvað ég skil þetta vel núna þegar ég prófa þetta,“ segir Edda um Tene jólin. „Þetta er allskonar tilraunastarfsemi hjá fjölskyldunni. Ég er með hluta af fjölskyldunni hérna. Hversu mikið þorir maður að brjóta hefðir og getur og hvað fær maður út úr því og hvað er gott að sakna þá þess sem maður myndi líka vilja gera.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Edda eyðir jólunum í útlöndum, hún hefur meðal annars verið í Los Angeles en þetta er í fyrsta sinn sem hún er á Tene. Hún er stödd á Adeje svæðinu og segist hvergi annars staðar myndu vilja vera. En fór hún út með töskur fullar af Ora baunum og öðrum íslenskum jólamat? „Heyrðu, ég fór með þrjár töskur fullar einmitt af laufabrauði, flatkökur og hangikjöti,“ segir hún í gríni. „Nei, það verða allt öðruvísi jól og við fundum bara fallegan veitingastað og ætlum að borða hérna og láta dekra við okkur. Það er engin jólahefð nema við verðum saman á aðfangadag. Sem skiptir öllu máli. Við reyndum að fá alla en það gekk ekki alveg.“ Jólasveinapoka í stað jólagjafa Þá segist Edda hafa fengið þá stórkostlegu hugmynd að gefa jólasveinapoka inn á heimili fjölskyldumeðlima sinna sem ekki eru staddir á Tene, í stað þess að vera með höfuðverk og í grátkasti yfir því hvað hún eigi að gefa sumum í fjölskyldunni sinni. „Nú eru það bara þrjú heimili sem fengu jólasveinapoka frá mér, af því hinir eru á nærliggjandi hótelum og allt í kring og með mér og oní þessum poka er svo mikið af skemmtilegu allskonar stöffi, gátum og leikjum, ég hef aldrei skemmt mér eins vel fyrir jólin að búa til jólasveinapoka á hvert heimili, það var æði.“ Anna Svava segist sjálf hafa prófað það að fara til útlanda yfir jólin. Hún segir í gríni að það sé í raun þannig að maður græði á því að fara út, svona því sem næst að minnsta kosti. Krakkarnir vilji jólagjafir og allskonar dót og í útlöndum sé hægt að segja nei fram á síðustu stundu. „Svo kemur aðfangadagur, þú þarft hvorteðer að kaupa þetta á einhverjum tímapunkti, þá bara ókei, þá fá þau bara þetta í jólagjöf, og það er bara pakki til þeirra, einn pakki eða tveir eða eitthvað og svo bara sleppum við öllu hinu. Og þá ertu eiginlega kominn út í plús sko.“ Edda segist hjartanlega sammála. „Maður er í stórgróða!“ Jól Bítið Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Fleiri fréttir „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þær Edda og Anna jólin og jólahefðirnar nú þegar einungis einn dagur er til jóla. Edda segist aldrei hafa haldið sín jól á Tenerife áður en er himinlifandi með þetta. Töskurnar ekki fullar af Ora „Oh hvað ég skil þetta vel núna þegar ég prófa þetta,“ segir Edda um Tene jólin. „Þetta er allskonar tilraunastarfsemi hjá fjölskyldunni. Ég er með hluta af fjölskyldunni hérna. Hversu mikið þorir maður að brjóta hefðir og getur og hvað fær maður út úr því og hvað er gott að sakna þá þess sem maður myndi líka vilja gera.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Edda eyðir jólunum í útlöndum, hún hefur meðal annars verið í Los Angeles en þetta er í fyrsta sinn sem hún er á Tene. Hún er stödd á Adeje svæðinu og segist hvergi annars staðar myndu vilja vera. En fór hún út með töskur fullar af Ora baunum og öðrum íslenskum jólamat? „Heyrðu, ég fór með þrjár töskur fullar einmitt af laufabrauði, flatkökur og hangikjöti,“ segir hún í gríni. „Nei, það verða allt öðruvísi jól og við fundum bara fallegan veitingastað og ætlum að borða hérna og láta dekra við okkur. Það er engin jólahefð nema við verðum saman á aðfangadag. Sem skiptir öllu máli. Við reyndum að fá alla en það gekk ekki alveg.“ Jólasveinapoka í stað jólagjafa Þá segist Edda hafa fengið þá stórkostlegu hugmynd að gefa jólasveinapoka inn á heimili fjölskyldumeðlima sinna sem ekki eru staddir á Tene, í stað þess að vera með höfuðverk og í grátkasti yfir því hvað hún eigi að gefa sumum í fjölskyldunni sinni. „Nú eru það bara þrjú heimili sem fengu jólasveinapoka frá mér, af því hinir eru á nærliggjandi hótelum og allt í kring og með mér og oní þessum poka er svo mikið af skemmtilegu allskonar stöffi, gátum og leikjum, ég hef aldrei skemmt mér eins vel fyrir jólin að búa til jólasveinapoka á hvert heimili, það var æði.“ Anna Svava segist sjálf hafa prófað það að fara til útlanda yfir jólin. Hún segir í gríni að það sé í raun þannig að maður græði á því að fara út, svona því sem næst að minnsta kosti. Krakkarnir vilji jólagjafir og allskonar dót og í útlöndum sé hægt að segja nei fram á síðustu stundu. „Svo kemur aðfangadagur, þú þarft hvorteðer að kaupa þetta á einhverjum tímapunkti, þá bara ókei, þá fá þau bara þetta í jólagjöf, og það er bara pakki til þeirra, einn pakki eða tveir eða eitthvað og svo bara sleppum við öllu hinu. Og þá ertu eiginlega kominn út í plús sko.“ Edda segist hjartanlega sammála. „Maður er í stórgróða!“
Jól Bítið Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Fleiri fréttir „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Sjá meira