Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Lovísa Arnardóttir skrifar 23. desember 2024 06:52 Vegir eru víða lokaðir, ófærir eða á óvissustigi. Vísir/Vilhelm Gul viðvörun er í gildi á stórum hluta landsins og víða hvasst og hált. Þrengsli eru lokuð og Krýsuvíkurvegur. Allt norðanvert Snæfellsnes er ófært og fjöldi vega á Vesturlandi á óvissustigi og verða það þar til klukkan 21 í kvöld. Á Norðurlandi er hálka á flestum leiðum og vegir á óvissustigi sömuleiðis til klukkan 21 í kvöld. Ekki er búið að uppfæra fleiri landshluta á vef Vegagerðar en mælt er með að fylgjast með vef Vegagerðar eftir nýjustu upplýsingum um færð vega. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að þegar þær eru skrifaðar, um klukkan 6, er enn stödd lægð um 600 kílómetrum vestur af Reykjanesi. Þessi lægð hafi í nótt sent megin skilakerfi sitt norðaustur yfir landið og að í skilunum hafi verið suðaustan stormur með slyddu og snjókomu. En fór svo í rigningu við suður- og vesturströndina þegar hlýnaði. „Handan skilanna er hægari suðvestanátt með skúrum og hita 2 til 7 stig. Nú kl. 6 hefur vindur snúist til suðvestanáttar í Keflavík og mun snúast annars staðar eftir því sem líður á morguninn og skilin færast til norðausturs,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þar kemur svo fram að lægðin færist norðaustur og nálgist þannig landið. Síðdegis í dag bætist því aftur í vind og að það megi búast við allhvössum vindi sunnantil og hvassviðri og stormi á bæði Norðurlandi og Vestfjörðum. Þá kólni smám saman og það sé útlit fyrir slydduél eða él á vesturhelmingi landsins. Önnur lægð á leið yfir jólin Í fyrramálið, á aðfangadag, eru svo samkvæmt hugleiðingunum horfur á sunnan kalda eða strekkingi. Slydda eða snjókoma verður viðloðandi, en þurrt veður á norðaustanverðu landinu. Þá segir að síðdegis á morgun geri spár ráð fyrir að önnur lægð dýpki fyrir vestan land. Þá herðir á vindinum og með fylgja él. Á aðfangadagskvöld er því útlit fyrir suðvestan storm með dimmum éljum á sunnan- og vestanverðu landinu. Á Norðaustur- og Austurlandi verður heldur hægari vindur og úrkomulaust. Þá frystir á öllu landinu. „Einnig er vert að nefna að horfur eru á að óveðrið á aðfangadagskvöld verði langvarandi og haldist áfram með litlum breytingum á jólanótt og á jóladag. Af ofansögðu er ljóst að það er líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið. Í hvössum vindi og éljum eru akstursskilyrði erfið og færð getur auðveldlega spillst, sérílagi á tímum þegar snjómokstur er af skornum skammti,“ segir að lokum. Nánar um veður á vef Veðurstofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Færð á vegum Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Sjá meira
Á Norðurlandi er hálka á flestum leiðum og vegir á óvissustigi sömuleiðis til klukkan 21 í kvöld. Ekki er búið að uppfæra fleiri landshluta á vef Vegagerðar en mælt er með að fylgjast með vef Vegagerðar eftir nýjustu upplýsingum um færð vega. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að þegar þær eru skrifaðar, um klukkan 6, er enn stödd lægð um 600 kílómetrum vestur af Reykjanesi. Þessi lægð hafi í nótt sent megin skilakerfi sitt norðaustur yfir landið og að í skilunum hafi verið suðaustan stormur með slyddu og snjókomu. En fór svo í rigningu við suður- og vesturströndina þegar hlýnaði. „Handan skilanna er hægari suðvestanátt með skúrum og hita 2 til 7 stig. Nú kl. 6 hefur vindur snúist til suðvestanáttar í Keflavík og mun snúast annars staðar eftir því sem líður á morguninn og skilin færast til norðausturs,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þar kemur svo fram að lægðin færist norðaustur og nálgist þannig landið. Síðdegis í dag bætist því aftur í vind og að það megi búast við allhvössum vindi sunnantil og hvassviðri og stormi á bæði Norðurlandi og Vestfjörðum. Þá kólni smám saman og það sé útlit fyrir slydduél eða él á vesturhelmingi landsins. Önnur lægð á leið yfir jólin Í fyrramálið, á aðfangadag, eru svo samkvæmt hugleiðingunum horfur á sunnan kalda eða strekkingi. Slydda eða snjókoma verður viðloðandi, en þurrt veður á norðaustanverðu landinu. Þá segir að síðdegis á morgun geri spár ráð fyrir að önnur lægð dýpki fyrir vestan land. Þá herðir á vindinum og með fylgja él. Á aðfangadagskvöld er því útlit fyrir suðvestan storm með dimmum éljum á sunnan- og vestanverðu landinu. Á Norðaustur- og Austurlandi verður heldur hægari vindur og úrkomulaust. Þá frystir á öllu landinu. „Einnig er vert að nefna að horfur eru á að óveðrið á aðfangadagskvöld verði langvarandi og haldist áfram með litlum breytingum á jólanótt og á jóladag. Af ofansögðu er ljóst að það er líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið. Í hvössum vindi og éljum eru akstursskilyrði erfið og færð getur auðveldlega spillst, sérílagi á tímum þegar snjómokstur er af skornum skammti,“ segir að lokum. Nánar um veður á vef Veðurstofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Færð á vegum Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Sjá meira