Körfubolti

Enn eitt tapið og Martin í minna hlut­verki en vana­lega

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Martin Hermannsson hefur ekki verið í byrjunarliðinu og fengið færri mínútur en hann er vanur í síðustu tveimur leikjum. 
Martin Hermannsson hefur ekki verið í byrjunarliðinu og fengið færri mínútur en hann er vanur í síðustu tveimur leikjum.  Soeren Stache/picture alliance via Getty Images

Alba Berlin tapaði með fimm stigum, 90-85, á útivelli gegn Olympiacos í EuroLeague. Martin Hermannsson hefur ekki verið í byrjunarliði Alba síðustu þrjá leiki og spilað færri mínútur en hann er vanur.

Alba Berlin er í neðsta sæti EuroLeague með aðeins þrjá sigra í sextán leikjum. Auk þess hefur liðinu ekki gengið vel heima fyrir, situr í fjórtanda sæti af sautján í deildinni og féll úr leik í bikarkeppninni á dögunum.

Martin Hermannsson hafði verið lykilmaður frá því hann sneri aftur til félagsins í janúar en undanfarna tvo leiki í EuroLeague hefur hann þurft að sætta sig við minna hlutverk.

Martin spilaði aðeins fimmtán mínútur í kvöld og sautján mínútur síðast en hafði að meðaltali spilað um 25 mínútur í leik.

Hann er vissulega að stíga upp úr meiðslum, sem héldu honum frá keppni í heilan mánuð í nóvember, en spilaði samt sínar vanalegu 25 mínútur í fyrstu tveimur leikjunum eftir að hann sneri til baka. Ástæðan fyrir aukinni bekkjarsetu er því ólíklega annað en ákvörðun þjálfarans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×