Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Bjarki Sigurðsson skrifar 20. desember 2024 21:01 Sigurður G. Guðjónsson er lögmaður Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri. Vísir/Einar Lögmaður segir aðgerðir Eflingar gegn Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði vera fordæmalausar. Kjör starfsmanna í dagvinnu séu ósanngjörn en enginn vilji hlusta á samtökin. Stéttarfélagið Efling og Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hér eftir SVEIT, hafa staðið í ákveðnum deilum allt frá því samtökin voru stofnuð sumarið 2021. Markmið SVEIT allt frá upphafi hefur verið að jafna kaup og kjör dagvinnufólks og þeirra í kvöld- og helgarvinnu. Deilan harðnaði þegar SVEIT skrifaði undir kjarasamning við nýtt stéttarfélag sem kallast Virðing. Efling segir Virðingu vera gervistéttarfélag, búið til af SVEIT svo samtökin nái sínu fram. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður SVEIT, segir aðgerðir Eflingar í kjölfarið fordæmalausar. „Það er bara í eðli formannsins og ákveðinna hópa innan Eflingar að það sé betra að vera með hnefann á lofti og láta fólk frá Eflingu ryðjast inn á veitingastaði eins og menn hafa orðið vitni að. Þar sem kemur hópur fólks í gulum vestum og hefur truflað afgreiðslu,“ segir Sigurður. Hann segir ungt fólk í hlutastarfi sem staldrar stutt við á hverjum vinnustað fá talsvert betri kjör en þeir sem eru í dagvinnu á veitingastöðum. Það sé afar ósanngjarnt. „Þetta hafa veitingahúsaeigendur ítrekað reyunt að ræða við Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin en það er bara ekki hlustað á þau. Það á bara að búa til einhvern heildarkjarasamning sem allir eiga að vera bundnir að, án tillits til þess hvernig sá kjarasamningur kemur niður á rekstrinum sem á hlut að máli. Það verður alltaf að horfa á heildarmyndina þegar verið er að gera kjarasamninga en ekki svona „general módel“,“ segir Sigurður. Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Stéttarfélagið Efling segir forsvarsmenn Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri og stéttarfélagsins Virðingar á harðahlaupum undan sjálfum sér. Síðarnefndu félögin saka Eflingu og áróður, árósir og vankunnáttu í ættfræði. Þá eigi Efling hagsmuna upp á milljarða að gæta. 17. desember 2024 17:10 Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13 SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka til endurskoðunar kjarasamninga þá sem í gildi eru við stéttarfélagið Virðingu. SVEIT vonast til þess að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum á meðan endurskoðun stendur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá SVEIT. 11. desember 2024 14:14 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Stéttarfélagið Efling og Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hér eftir SVEIT, hafa staðið í ákveðnum deilum allt frá því samtökin voru stofnuð sumarið 2021. Markmið SVEIT allt frá upphafi hefur verið að jafna kaup og kjör dagvinnufólks og þeirra í kvöld- og helgarvinnu. Deilan harðnaði þegar SVEIT skrifaði undir kjarasamning við nýtt stéttarfélag sem kallast Virðing. Efling segir Virðingu vera gervistéttarfélag, búið til af SVEIT svo samtökin nái sínu fram. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður SVEIT, segir aðgerðir Eflingar í kjölfarið fordæmalausar. „Það er bara í eðli formannsins og ákveðinna hópa innan Eflingar að það sé betra að vera með hnefann á lofti og láta fólk frá Eflingu ryðjast inn á veitingastaði eins og menn hafa orðið vitni að. Þar sem kemur hópur fólks í gulum vestum og hefur truflað afgreiðslu,“ segir Sigurður. Hann segir ungt fólk í hlutastarfi sem staldrar stutt við á hverjum vinnustað fá talsvert betri kjör en þeir sem eru í dagvinnu á veitingastöðum. Það sé afar ósanngjarnt. „Þetta hafa veitingahúsaeigendur ítrekað reyunt að ræða við Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin en það er bara ekki hlustað á þau. Það á bara að búa til einhvern heildarkjarasamning sem allir eiga að vera bundnir að, án tillits til þess hvernig sá kjarasamningur kemur niður á rekstrinum sem á hlut að máli. Það verður alltaf að horfa á heildarmyndina þegar verið er að gera kjarasamninga en ekki svona „general módel“,“ segir Sigurður.
Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Stéttarfélagið Efling segir forsvarsmenn Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri og stéttarfélagsins Virðingar á harðahlaupum undan sjálfum sér. Síðarnefndu félögin saka Eflingu og áróður, árósir og vankunnáttu í ættfræði. Þá eigi Efling hagsmuna upp á milljarða að gæta. 17. desember 2024 17:10 Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13 SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka til endurskoðunar kjarasamninga þá sem í gildi eru við stéttarfélagið Virðingu. SVEIT vonast til þess að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum á meðan endurskoðun stendur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá SVEIT. 11. desember 2024 14:14 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Stéttarfélagið Efling segir forsvarsmenn Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri og stéttarfélagsins Virðingar á harðahlaupum undan sjálfum sér. Síðarnefndu félögin saka Eflingu og áróður, árósir og vankunnáttu í ættfræði. Þá eigi Efling hagsmuna upp á milljarða að gæta. 17. desember 2024 17:10
Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13
SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka til endurskoðunar kjarasamninga þá sem í gildi eru við stéttarfélagið Virðingu. SVEIT vonast til þess að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum á meðan endurskoðun stendur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá SVEIT. 11. desember 2024 14:14