Hópur Bylgjuhlustenda ásamt leikurum mætti til að upplifa söguna um hins eina sanna konungs á sunnudaginn var í Sambíóunum Kringlunni.
Ljónsunginn Múfasa er einn og týndur á gresjunni. Hann hittir annan viðkunnalegan ljónsunga, Taka, sem er af konungsættum. Þessi kynni setja af stað víðattumikið ferðalag ólíkra vina í leit að örlögum sínum.
Elsta dóttir Beyoncé og Jay-Z þreytir frumraun sína í kvikmyndum með því að ljá rödd sína Kiöru, dóttur Simbu og Nölu, sem er túlkuð af heimsfrægri móður sinni. Myndin er tileinkuð James Earl Jones sem lék Múfasa frá árunum 1994 til 2019 en hann lést 93 ára að aldri þann 9. September.
Þessi eru meðal helstu leikara sem ljá rödd sína í myndinni
Múfasa: Gunnar Hrafn Kristjánsson
Taka: Jónmundur Grétarsson
Sarabía: Íris Tanja Flygering
Rafíkí: Guðmundur Ólafsson
Kíros: Magnús Jónsson
Púmba: Hannes Óli Ágústsson
Tímon: Ævar Þór Benediktsson
Simbi: Þorvaldur Davíð Halldórsson
Nala: Íris Hólm Jónsdóttir