Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2024 08:55 Gisele Pelicot tjáði sig við fréttafólk í dómshúsinu í Avignon í dag. Þar sagðist hún ekki sjá eftir því að hafa stigið fram og þakkaði fyrir stuðninginn. AP/Lewis Joly Dominique Pelicot hefur verið sakfelldur í öllum ákæruliðum fyrir að nauðga eiginkonu sinni í mörg ár og byrla henni ólyfjan svo aðrir menn gætu nauðgað henni. Enginn af hinum mönnunum fimmtíu var sýknaður að fullu. Í einu tilfelli var einn sýknaður af ákæru um nauðgun en sakfelldur fyrir annarskonar kynferðisbrot. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér neðst. Dómar mannanna voru í öllum tilfellum, nema í tilfelli Dominique, undir kröfum saksóknara og það töluvert. Börn Dominique og Gisele Pelicot segjast óánægð með úrskurð dómaranna fimm í málinu. Þyngstu dómarnir á eftir þeim sem Dominique Pelicot fékk, voru dómar fjögurra manna. Einn þeirra, Romain Vandevelde, fékk fimmtán ára dóm en hann er HIV smitaður og nauðgaði Gisele að minnsta kosti sex sinnum. Þrír menn voru þar að auki dæmdir til þrettán ára fangelsisvistar en þeir höfðu allir einnig nauðgað Gisele sex sinnum. Þeir heita Charly Arbo, Jérôme Vilela og Dominique D. Dominique er sagður hafa brostið í grát í dómsal í morgun, auk annarra sakborninga. Nauðgað að minnsta kosti 92 sinnum Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Dominique Pelicot (71) byrlaði eiginkonu sinni Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld og hafa þau vakið gífurlega athygli á heimsvísu. Hún hefur verið hyllt sem hetja fyrir kröfu sína og það að hafa krafist þess að réttarhöldin yrðu opin. Sjá einnig: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Saksóknarar höfðu farið fram á að Dominique Pelicot yrði dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Í máli annars manns sem nauðgaði ekki Gisele Pelicot heldur eigin konu og byrlaði henni ólyfjan svo Dominique gæti nauðgað henni, fór saksóknarar fram á sjö ára fangelsisvist. Einn maður til viðbótar var ákærður fyrir að hafa munnmök við sofandi Gisele og var farið fram á fjögurra ára fangelsisvist í hans tilfelli. Heilt yfir fóru saksóknarar fram á að ellefu menn yrðu dæmdir í tíu ára fanglesi, tveir yrðu dæmdir í ellefu ára fangelsi, sex menn yrðu dæmdir í þrettán ára fangelsi, sex í fjórtán ára fangelsi, þrír í fimmtán ára fangelsi, fjórir í sextán ára fangelsi, þrír í sautján ára fangelsi og einn yrði dæmdur í átján ára fangelsi. Hér að neðan verður fylgst með dómsuppkvaðningunni í Vaktinni á Vísi. Ef hún sést ekki þarf líklega að endurhlaða síðuna.
Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér neðst. Dómar mannanna voru í öllum tilfellum, nema í tilfelli Dominique, undir kröfum saksóknara og það töluvert. Börn Dominique og Gisele Pelicot segjast óánægð með úrskurð dómaranna fimm í málinu. Þyngstu dómarnir á eftir þeim sem Dominique Pelicot fékk, voru dómar fjögurra manna. Einn þeirra, Romain Vandevelde, fékk fimmtán ára dóm en hann er HIV smitaður og nauðgaði Gisele að minnsta kosti sex sinnum. Þrír menn voru þar að auki dæmdir til þrettán ára fangelsisvistar en þeir höfðu allir einnig nauðgað Gisele sex sinnum. Þeir heita Charly Arbo, Jérôme Vilela og Dominique D. Dominique er sagður hafa brostið í grát í dómsal í morgun, auk annarra sakborninga. Nauðgað að minnsta kosti 92 sinnum Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Dominique Pelicot (71) byrlaði eiginkonu sinni Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld og hafa þau vakið gífurlega athygli á heimsvísu. Hún hefur verið hyllt sem hetja fyrir kröfu sína og það að hafa krafist þess að réttarhöldin yrðu opin. Sjá einnig: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Saksóknarar höfðu farið fram á að Dominique Pelicot yrði dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Í máli annars manns sem nauðgaði ekki Gisele Pelicot heldur eigin konu og byrlaði henni ólyfjan svo Dominique gæti nauðgað henni, fór saksóknarar fram á sjö ára fangelsisvist. Einn maður til viðbótar var ákærður fyrir að hafa munnmök við sofandi Gisele og var farið fram á fjögurra ára fangelsisvist í hans tilfelli. Heilt yfir fóru saksóknarar fram á að ellefu menn yrðu dæmdir í tíu ára fanglesi, tveir yrðu dæmdir í ellefu ára fangelsi, sex menn yrðu dæmdir í þrettán ára fangelsi, sex í fjórtán ára fangelsi, þrír í fimmtán ára fangelsi, fjórir í sextán ára fangelsi, þrír í sautján ára fangelsi og einn yrði dæmdur í átján ára fangelsi. Hér að neðan verður fylgst með dómsuppkvaðningunni í Vaktinni á Vísi. Ef hún sést ekki þarf líklega að endurhlaða síðuna.
Frakkland Mál Dominique Pelicot Erlend sakamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira