Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Árni Jóhannsson skrifar 18. desember 2024 21:31 Grindavík - Stjarnan Bónus deild kvenna Haust 2024 Þorleifur Ólafsson Vísir / Pawel Cieslikiewicz Gengi Grindavíkur í Bónus deild kvenna hefur ekki verið upp á marga fiska og ekki skánaði það í kvöld þegar liðið tapaði sjötta leiknum í röð. Valur vann 69-67 þar sem úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins þegar Alyssa Marie Cerino fékk vinalegt skopp á hringnum til að tryggja Val sigurinn. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt vonbrigðum sínum en gat ekki komið því í orð hversu súr þessi niðurstaða var. „Þetta er bara pirrandi“, sagði Þorleifur og hélt svo áfram þegar hann var spurður að því hvað hafi klikkað í lok leiksins. „Gat ekki beðið um meira. Við gerðum lokaskotið erfitt en það fór ofan í og svo náðum við ekki að framkvæma okkar lokasókn nógu vel. Þetta er bara erfitt en þetta var ekki bara í restina. Við missum hausinn nokkrum sinnum en náum alltaf að koma til baka og ég er ánægður með það. Ég er ánægður með íslensku stelpurnar. Þær voru frábærar, við fengum framlag frá þeim stigalega og þær voru að leggja sig fram. Isabella var þó frábær og var að frákasta vel eins og hún á að gera“, sagði hann en Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 23 stig og tók 19 fráköst ásamt ýmsu fleira en hún var með 37 í framlag í kvöld. Þorleifur var þá spurður að því hvort hann gæti tekið eitthvað út úr leiknum þó að sigur hafi ekki unnist. „Ég sá breytingar á sóknarleik liðsins. Við bjuggum til skot sem voru opin en vildu ekki ofan í. Svo vorum við að fara í kött til að opna en oft og tíðum höfum við verið í því að standa og horfa á. Ég sá breytingu sem skilaði sér ekki í stigum en það er hægt að byggja ofan á þetta.“ Grindvíkingar hafa átt erfitt þennan fyrri part vetrar en mikil meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Var þessi fyrri partur af vetrinum ekki bara hræðilegur? „Jú, í raun og veru. Í öllu. Mikið af meiðslum, mikið af veikindum. Byrjar á því að Isabella misstígur sig á landsliðsæfingu og svo koll af kolli. Mér fannst við vera að komast á sprett en þá meiðast Hulda og Alexis. Svo var ég mjög jákvæður í gær og fannst við líklega vera að fara að rúlla þessum leik upp en þá meiðist Alexis aftur. Ég er ekki að fela mig bakvið þetta en þetta er samt erfitt. Erfitt fyrir stelpurnar að geta ekki sýnt sitt rétta andlit með fullskipað lið.“ „Þetta er erftitt fyrir mig upp á að skipuleggja okkur og við erum með leikmann sem er rosalega góður en hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Þetta er ákveðin svona skita. Við ætluðum okkur meira og hvað er það sem orsakar? Það er mikið sem hægt er að líta til og það lítum við á núna og reynum að mæta klárar eftir áramót.“ Verða þá einhverjar breytingar eftir áramót? „Ekki eins og staðan er núna. Ég ætla samt ekki að ljúga en ég er farinn að líta í kringum mig. Markaðurinn er erfiður og mjög lélegur en ég er ekki að fara í einhverjar skiptingar þar sem ég er búinn að skipta um 6-7 leikmenn fyrir febrúar. Það er á hreinu.“ Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Valur vann Grindavík í lokaleik ársins í Bónus-deild kvenna í körfubolta með tveimur stigum 69-67 þar sem sigurinn réðst á síðustu andartökunum. 18. desember 2024 18:30 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt vonbrigðum sínum en gat ekki komið því í orð hversu súr þessi niðurstaða var. „Þetta er bara pirrandi“, sagði Þorleifur og hélt svo áfram þegar hann var spurður að því hvað hafi klikkað í lok leiksins. „Gat ekki beðið um meira. Við gerðum lokaskotið erfitt en það fór ofan í og svo náðum við ekki að framkvæma okkar lokasókn nógu vel. Þetta er bara erfitt en þetta var ekki bara í restina. Við missum hausinn nokkrum sinnum en náum alltaf að koma til baka og ég er ánægður með það. Ég er ánægður með íslensku stelpurnar. Þær voru frábærar, við fengum framlag frá þeim stigalega og þær voru að leggja sig fram. Isabella var þó frábær og var að frákasta vel eins og hún á að gera“, sagði hann en Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 23 stig og tók 19 fráköst ásamt ýmsu fleira en hún var með 37 í framlag í kvöld. Þorleifur var þá spurður að því hvort hann gæti tekið eitthvað út úr leiknum þó að sigur hafi ekki unnist. „Ég sá breytingar á sóknarleik liðsins. Við bjuggum til skot sem voru opin en vildu ekki ofan í. Svo vorum við að fara í kött til að opna en oft og tíðum höfum við verið í því að standa og horfa á. Ég sá breytingu sem skilaði sér ekki í stigum en það er hægt að byggja ofan á þetta.“ Grindvíkingar hafa átt erfitt þennan fyrri part vetrar en mikil meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Var þessi fyrri partur af vetrinum ekki bara hræðilegur? „Jú, í raun og veru. Í öllu. Mikið af meiðslum, mikið af veikindum. Byrjar á því að Isabella misstígur sig á landsliðsæfingu og svo koll af kolli. Mér fannst við vera að komast á sprett en þá meiðast Hulda og Alexis. Svo var ég mjög jákvæður í gær og fannst við líklega vera að fara að rúlla þessum leik upp en þá meiðist Alexis aftur. Ég er ekki að fela mig bakvið þetta en þetta er samt erfitt. Erfitt fyrir stelpurnar að geta ekki sýnt sitt rétta andlit með fullskipað lið.“ „Þetta er erftitt fyrir mig upp á að skipuleggja okkur og við erum með leikmann sem er rosalega góður en hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Þetta er ákveðin svona skita. Við ætluðum okkur meira og hvað er það sem orsakar? Það er mikið sem hægt er að líta til og það lítum við á núna og reynum að mæta klárar eftir áramót.“ Verða þá einhverjar breytingar eftir áramót? „Ekki eins og staðan er núna. Ég ætla samt ekki að ljúga en ég er farinn að líta í kringum mig. Markaðurinn er erfiður og mjög lélegur en ég er ekki að fara í einhverjar skiptingar þar sem ég er búinn að skipta um 6-7 leikmenn fyrir febrúar. Það er á hreinu.“
Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Valur vann Grindavík í lokaleik ársins í Bónus-deild kvenna í körfubolta með tveimur stigum 69-67 þar sem sigurinn réðst á síðustu andartökunum. 18. desember 2024 18:30 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Valur vann Grindavík í lokaleik ársins í Bónus-deild kvenna í körfubolta með tveimur stigum 69-67 þar sem sigurinn réðst á síðustu andartökunum. 18. desember 2024 18:30