Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. desember 2024 00:07 Slysið varð þegar flugliðinn renndi sér niður neyðarrennu á námskeiði á vegum Icelandair. Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Sjóvá vegna slyss sem flugliði Icelandair lenti í árið 2020 er hún renndi sér niður neyðarrennu á námskeiði á vegum félagsins og slasaðist. Í dómi Héraðsdóms segir að konan, sem hafði starfað hjá Icelandair frá árinu 1977, hafi sótt námskeiðið þann 19. mars 2020. Tilgangur þess hafi verið að æfa viðbrögð starfsfólks við neyðaraðstæðum. Meðal annars hafi æfing í að renna sér niður neyðarrennu úr flugvélarlíkani verið á dagskrá. Þegar konan renndi sér niður neyðarrennuna hafi hún lent illa og ökklabrotnað, bæði á innan- og utanverðum ökkla. Hún hafi verið óvinnufær í rúmlega tvö ár vegna slyssins og varanleg örorka verið metin tíu prósent. Daginn sem slysið varð var Icelandair með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá, sem hafnaði bótaskyldu í málinu. Konan vísaði ágreiningnum til úrskurðarnefndar vátryggingarmála en nefndin kvað upp þann úrskurð að hún ætti ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu Icelandair hjá Sjóvá. Rennan brött og sleip Flugliðinn stefndi Sjóvá vegna þessa og byggði fyrir dómi á því að vegna skorts á öryggisráðstöfunum við æfinguna, vanbúnaðar neyðarrennunnar og ófullnægjandi áhættumats bæri Icelandair skaðabótaábyrgð á slysinu. Þá sagði hún rennuna hafa verið of sleipa og bratta. Öryggi starfsfólks hafi ekki verið tryggt heldur sett í óþarfa hættu. Þá hafi aðbúnaður rennunnar verið óásættanlegur, bæði skoðunarskýrsla Vinnueftirlitsins og úrbætur Icelandair í kjölfarið bæru vott um það. Í dóminum er minnst á fjögur önnur slys sem starfsmenn Icelandair höfðu orðið fyrir við þjálfun í neyðarrennu fyrir umrætt slys. Þau voru á tímabilinu 26. mars 2019 til 9. mars 2020. Í lögregluskýrslu frá slysdegi kemur fram að búið væri að kaupa sérstakan dúk til að leggja yfir rennuna og hann ætti að hægja á ferð þeirra sem renna sér niður. Fram kemur í málsástæðum konunnar að dúkurinn hafi borist til landsins í desember 2020, og þá verið tekinn í notkun. Þá hafi verið ákveðið að hætta þjálfun í neyðarrennu í kjölfar slyssins, nema fyrir nýliða. Slík þjálfun teldist ekki nauðsynleg endurmenntunarþjálfun samkvæmt reglugerð. Í málsástæðum konunnar segir jafnframt að Vinnueftirlitið hafi sett fram skoðunarskýrslu hálfu ári eftir slysið og með henni sannað skaðabótaskyldu Icelandair og hættueiginleika rennunnar. Þrátt fyrir ítrekuð slys í rennunni hafi Icelandair ekki gripið til ráðstafana fyrr en eftirlitið krafðist þess. Konan bar það líka fyrir sig að vegna sóttvarnarreglna sem voru í gildi daginn sem námskeiðið fór fram hafi enginn staðið við enda rennunnar þegar starfsmenn renndu sér niður. Henni hafi verið kennt að ef til nauðlendingar kæmi í raun skyldi fyrsti farþegi vera beðinn um að standa neðst og aðstoða þá sem á eftir kæmu. Ekki skylda að neinn stæði við endann Fyrir dómi bar Sjóvá fyrir sig að ekki væri búið að sanna að brotið hafi verið gegn gildandi lögum og reglum á umræddri æfingu. Að auki væri ósannað að aðrar eða frekari ráðstafanir við framkvæmd æfingarinnar hafi komið í veg fyrir slysið. Með því að láta aðstæður á námskeiðinu líkjast raunverulegu neyðarástandi hafi Icelandair verið að uppfylla þjálfunarskyldur sínar gagnvart starfsmönnum. Starfsmennirnir hafi ekki verið látnir stökkva niður rennuna úr standandi stöðu, eins og við raunverulegar neyðaraðstæður, heldur sitjandi. Að auki hafi dýna verið staðsett fyrir neðan rennuna, sem væri ekki raunin í raunverulegum neyðaraðstæðum. Þá hafi ekki verið skylda að neinn stæði við enda rennunnar, þrátt fyrir að kveðið væri á um slíkt í leiðbeiningum. Að auki væri órökstutt að slysið megi rekja til ófullnægjandi áhættumats. Í skýrslu Vinnueftirlitsins hafi komið fram að Icelandair hafi gert skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði þrátt fyrir að í skýrslunni stæði að áætlunina skyldi bæta. Ekki fengist sannað að slysið hafi að einhverju leyti stafað af áhættumatinu hvort né heldur hvaða þættir áhættumatsins hafi átt að vera orsakavaldur slyssins. Sérstakra úrbóta þörf Í niðurstöðum Héraðsdóms segir að með skýrslu Vinnueftirlitsins, framlögðum tilkynningum um slys í neyðarrennunni og framburði vitna fyrir dómi sé sýnt fram á að Icelandair hafi átt að vera ljóst að sérstakra úrbóta á rennunni væri þörf. Ekki var fallist á málsástæður Sjóvá um að fyrri slys í rennunni hafi verið ólík umræddu slysi. Icelandair hefði mátt vita af aukinni slysatíðni í rennunni og átt að grípa til ráðstafana til að draga úr slysahættu. Slysið teldist því sennileg afleiðing þess að Icelandair gætti ekki öryggisráðstafana með því að halda námskeiðið og láta starfsmenn sína renna sér niður neyðarrennuna þrátt fyrir hættuna sem því fylgdi. Því bæri Icelandair ábyrgð samkvæmt reglunni um vinnuveitendaábyrgð og bæri að bæta konunni tjónið úr ábyrgðartryggingu félagsins hjá Sjóvá. Sem fyrr segir viðurkenndi Héraðsdómur að slysið væri bótaskylt úr ábyrgðartryggingu sem Icelandair hafði í gildi hjá Sjóvá daginn sem slysið varð. Þá var Sjóvá gert að greiða 1,1 milljón króna í málskostnað. Tryggingar Sjóvá Icelandair Fréttir af flugi Dómsmál Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms segir að konan, sem hafði starfað hjá Icelandair frá árinu 1977, hafi sótt námskeiðið þann 19. mars 2020. Tilgangur þess hafi verið að æfa viðbrögð starfsfólks við neyðaraðstæðum. Meðal annars hafi æfing í að renna sér niður neyðarrennu úr flugvélarlíkani verið á dagskrá. Þegar konan renndi sér niður neyðarrennuna hafi hún lent illa og ökklabrotnað, bæði á innan- og utanverðum ökkla. Hún hafi verið óvinnufær í rúmlega tvö ár vegna slyssins og varanleg örorka verið metin tíu prósent. Daginn sem slysið varð var Icelandair með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá, sem hafnaði bótaskyldu í málinu. Konan vísaði ágreiningnum til úrskurðarnefndar vátryggingarmála en nefndin kvað upp þann úrskurð að hún ætti ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu Icelandair hjá Sjóvá. Rennan brött og sleip Flugliðinn stefndi Sjóvá vegna þessa og byggði fyrir dómi á því að vegna skorts á öryggisráðstöfunum við æfinguna, vanbúnaðar neyðarrennunnar og ófullnægjandi áhættumats bæri Icelandair skaðabótaábyrgð á slysinu. Þá sagði hún rennuna hafa verið of sleipa og bratta. Öryggi starfsfólks hafi ekki verið tryggt heldur sett í óþarfa hættu. Þá hafi aðbúnaður rennunnar verið óásættanlegur, bæði skoðunarskýrsla Vinnueftirlitsins og úrbætur Icelandair í kjölfarið bæru vott um það. Í dóminum er minnst á fjögur önnur slys sem starfsmenn Icelandair höfðu orðið fyrir við þjálfun í neyðarrennu fyrir umrætt slys. Þau voru á tímabilinu 26. mars 2019 til 9. mars 2020. Í lögregluskýrslu frá slysdegi kemur fram að búið væri að kaupa sérstakan dúk til að leggja yfir rennuna og hann ætti að hægja á ferð þeirra sem renna sér niður. Fram kemur í málsástæðum konunnar að dúkurinn hafi borist til landsins í desember 2020, og þá verið tekinn í notkun. Þá hafi verið ákveðið að hætta þjálfun í neyðarrennu í kjölfar slyssins, nema fyrir nýliða. Slík þjálfun teldist ekki nauðsynleg endurmenntunarþjálfun samkvæmt reglugerð. Í málsástæðum konunnar segir jafnframt að Vinnueftirlitið hafi sett fram skoðunarskýrslu hálfu ári eftir slysið og með henni sannað skaðabótaskyldu Icelandair og hættueiginleika rennunnar. Þrátt fyrir ítrekuð slys í rennunni hafi Icelandair ekki gripið til ráðstafana fyrr en eftirlitið krafðist þess. Konan bar það líka fyrir sig að vegna sóttvarnarreglna sem voru í gildi daginn sem námskeiðið fór fram hafi enginn staðið við enda rennunnar þegar starfsmenn renndu sér niður. Henni hafi verið kennt að ef til nauðlendingar kæmi í raun skyldi fyrsti farþegi vera beðinn um að standa neðst og aðstoða þá sem á eftir kæmu. Ekki skylda að neinn stæði við endann Fyrir dómi bar Sjóvá fyrir sig að ekki væri búið að sanna að brotið hafi verið gegn gildandi lögum og reglum á umræddri æfingu. Að auki væri ósannað að aðrar eða frekari ráðstafanir við framkvæmd æfingarinnar hafi komið í veg fyrir slysið. Með því að láta aðstæður á námskeiðinu líkjast raunverulegu neyðarástandi hafi Icelandair verið að uppfylla þjálfunarskyldur sínar gagnvart starfsmönnum. Starfsmennirnir hafi ekki verið látnir stökkva niður rennuna úr standandi stöðu, eins og við raunverulegar neyðaraðstæður, heldur sitjandi. Að auki hafi dýna verið staðsett fyrir neðan rennuna, sem væri ekki raunin í raunverulegum neyðaraðstæðum. Þá hafi ekki verið skylda að neinn stæði við enda rennunnar, þrátt fyrir að kveðið væri á um slíkt í leiðbeiningum. Að auki væri órökstutt að slysið megi rekja til ófullnægjandi áhættumats. Í skýrslu Vinnueftirlitsins hafi komið fram að Icelandair hafi gert skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði þrátt fyrir að í skýrslunni stæði að áætlunina skyldi bæta. Ekki fengist sannað að slysið hafi að einhverju leyti stafað af áhættumatinu hvort né heldur hvaða þættir áhættumatsins hafi átt að vera orsakavaldur slyssins. Sérstakra úrbóta þörf Í niðurstöðum Héraðsdóms segir að með skýrslu Vinnueftirlitsins, framlögðum tilkynningum um slys í neyðarrennunni og framburði vitna fyrir dómi sé sýnt fram á að Icelandair hafi átt að vera ljóst að sérstakra úrbóta á rennunni væri þörf. Ekki var fallist á málsástæður Sjóvá um að fyrri slys í rennunni hafi verið ólík umræddu slysi. Icelandair hefði mátt vita af aukinni slysatíðni í rennunni og átt að grípa til ráðstafana til að draga úr slysahættu. Slysið teldist því sennileg afleiðing þess að Icelandair gætti ekki öryggisráðstafana með því að halda námskeiðið og láta starfsmenn sína renna sér niður neyðarrennuna þrátt fyrir hættuna sem því fylgdi. Því bæri Icelandair ábyrgð samkvæmt reglunni um vinnuveitendaábyrgð og bæri að bæta konunni tjónið úr ábyrgðartryggingu félagsins hjá Sjóvá. Sem fyrr segir viðurkenndi Héraðsdómur að slysið væri bótaskylt úr ábyrgðartryggingu sem Icelandair hafði í gildi hjá Sjóvá daginn sem slysið varð. Þá var Sjóvá gert að greiða 1,1 milljón króna í málskostnað.
Tryggingar Sjóvá Icelandair Fréttir af flugi Dómsmál Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent