Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. desember 2024 18:49 Þó nokkrir hafa áhyggjur af því hvort að pakkar þeirra skili sér erlendis frá fyrir hátíðirnar. getty/Jordan Lye „Það hefur verið mesta umræðan um vörur erlendis frá. Þar er tappinn bara flugvélar. Það er bara ekki meira pláss í vélunum. Þeir sem hafa þurft að bíða svona lengi, í tíu daga eða eitthvað svoleiðis. Það eru þá flugvélarnar sem eru fullar.“ Þetta segir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp, í samtali við Reykjavík síðdegis um áhyggjur fólks sem bíður eftir pökkum og vörum sem það hefur pantað erlendis frá fyrir jólin. Þó nokkrir neytendur séu orðnir stressaðir. Hrólfur ítrekar að fólk þurfi ekki að hafa of miklar áhyggjur þrátt fyrir biðina og bendir á að það fari alltaf skip frá Danmörku á föstudögum sem skilar sér í höfn í Þorlákshöfn á mánudögum. „Það kom skip í gær, með helling af pökkum sem að berast núna í þessari viku,“ segir hann og bætir við að miðað við stöðuna eins og hún er núna telji hann að fólk fái pakkana sína fyrir jól. Bólar enn ekkert á jólagjöf barnabarnsins Ef miða má við umræðuna á samfélagsmiðlum og þá sér í lagi í hópum á Facebook eru þó nokkrir áhyggjufullir yfir því hvort að vörur sem þeir hafa pantað erlendis frá muni skila sín til landsins í tæka tíð áður en jólin ganga í garð. Einn neytandi segir frá raunum sínum á hópnum Markaðsnördar á Facebook. Hann hafði pantað gjöf fyrir barnabarn sitt þann 5. desember á afslætti. Vörurnar sem hann pantaði áttu að berast innan tveggja til þriggja virkra daga en í dag, tólf dögum síðar, bólar enn ekkert á þeim. Maðurinn hafi sent kvörtun á bæði Boozt og Dropp og fengið þau svör að vegna fjölda pantana hafi stór hluti verið sendur með skipaflutningi í stað þess að vera sendur með flugvél. Vegna þessa taki sendingarnar lengri tíma en vanalega. Ekki var hægt að gefa nákvæman tímaramma um hvenær sendingin muni berast. Neytandi þessi tekur fram í færslunni að ekki sé við Dropp að sakast þar sem fyrirtækið komi ekki að innflutningi. Dropp taki við sendingum þegar þær eru komnar til landsins og dreifi þeim um landið. Tvöfalda starfsmannafjölda í nóvember og desember Hrólfur ítrekar að ástæða seinkunar á vörusendingum sé ekki vegna tafa hér á landi. „Netverslun eykst gífurlega í nóvember og desember, þannig að aðfangakeðjurnar eru bara ekki gerðar fyrir að fá allt í einu tuttugufalt magn á einum degi. Þannig að afhendingartími sem fólk er búið að venjast, kannski tveir til þrír dagar, sem er góð þjónusta gengur engan veginn upp þegar að allir fara á sama kvöldi og panta sér jólagjafirnar,“ segir hann og vísar í tilboðsdaga líkt og dag einhleypa, svartan föstudag og stafrænan mánudag. Allt árið sé Dropp að undirbúa fyrir nóvember og desember sem séu lang stærstu mánuðirnir. Fyrirtækið tvöfaldi starfsmannafjölda og bílaflotan fyrir þessa mánuði. Hver er tíminn sem að þið lofið? „Venjulega er það sem við fáum til okkar fyrir klukkan tvö á daginn tilbúið fyrir klukkan fimm á höfuðborgarsvæðinu þannig að fólk geti sótt það á leið heim úr vinnu. 80 prósent sækir á milli fimm og sjö. Flestir eru að sækja á leiðinni heim.“ Neytendur Jól Pósturinn Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira
Þetta segir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp, í samtali við Reykjavík síðdegis um áhyggjur fólks sem bíður eftir pökkum og vörum sem það hefur pantað erlendis frá fyrir jólin. Þó nokkrir neytendur séu orðnir stressaðir. Hrólfur ítrekar að fólk þurfi ekki að hafa of miklar áhyggjur þrátt fyrir biðina og bendir á að það fari alltaf skip frá Danmörku á föstudögum sem skilar sér í höfn í Þorlákshöfn á mánudögum. „Það kom skip í gær, með helling af pökkum sem að berast núna í þessari viku,“ segir hann og bætir við að miðað við stöðuna eins og hún er núna telji hann að fólk fái pakkana sína fyrir jól. Bólar enn ekkert á jólagjöf barnabarnsins Ef miða má við umræðuna á samfélagsmiðlum og þá sér í lagi í hópum á Facebook eru þó nokkrir áhyggjufullir yfir því hvort að vörur sem þeir hafa pantað erlendis frá muni skila sín til landsins í tæka tíð áður en jólin ganga í garð. Einn neytandi segir frá raunum sínum á hópnum Markaðsnördar á Facebook. Hann hafði pantað gjöf fyrir barnabarn sitt þann 5. desember á afslætti. Vörurnar sem hann pantaði áttu að berast innan tveggja til þriggja virkra daga en í dag, tólf dögum síðar, bólar enn ekkert á þeim. Maðurinn hafi sent kvörtun á bæði Boozt og Dropp og fengið þau svör að vegna fjölda pantana hafi stór hluti verið sendur með skipaflutningi í stað þess að vera sendur með flugvél. Vegna þessa taki sendingarnar lengri tíma en vanalega. Ekki var hægt að gefa nákvæman tímaramma um hvenær sendingin muni berast. Neytandi þessi tekur fram í færslunni að ekki sé við Dropp að sakast þar sem fyrirtækið komi ekki að innflutningi. Dropp taki við sendingum þegar þær eru komnar til landsins og dreifi þeim um landið. Tvöfalda starfsmannafjölda í nóvember og desember Hrólfur ítrekar að ástæða seinkunar á vörusendingum sé ekki vegna tafa hér á landi. „Netverslun eykst gífurlega í nóvember og desember, þannig að aðfangakeðjurnar eru bara ekki gerðar fyrir að fá allt í einu tuttugufalt magn á einum degi. Þannig að afhendingartími sem fólk er búið að venjast, kannski tveir til þrír dagar, sem er góð þjónusta gengur engan veginn upp þegar að allir fara á sama kvöldi og panta sér jólagjafirnar,“ segir hann og vísar í tilboðsdaga líkt og dag einhleypa, svartan föstudag og stafrænan mánudag. Allt árið sé Dropp að undirbúa fyrir nóvember og desember sem séu lang stærstu mánuðirnir. Fyrirtækið tvöfaldi starfsmannafjölda og bílaflotan fyrir þessa mánuði. Hver er tíminn sem að þið lofið? „Venjulega er það sem við fáum til okkar fyrir klukkan tvö á daginn tilbúið fyrir klukkan fimm á höfuðborgarsvæðinu þannig að fólk geti sótt það á leið heim úr vinnu. 80 prósent sækir á milli fimm og sjö. Flestir eru að sækja á leiðinni heim.“
Neytendur Jól Pósturinn Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira