Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. desember 2024 18:49 Þó nokkrir hafa áhyggjur af því hvort að pakkar þeirra skili sér erlendis frá fyrir hátíðirnar. getty/Jordan Lye „Það hefur verið mesta umræðan um vörur erlendis frá. Þar er tappinn bara flugvélar. Það er bara ekki meira pláss í vélunum. Þeir sem hafa þurft að bíða svona lengi, í tíu daga eða eitthvað svoleiðis. Það eru þá flugvélarnar sem eru fullar.“ Þetta segir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp, í samtali við Reykjavík síðdegis um áhyggjur fólks sem bíður eftir pökkum og vörum sem það hefur pantað erlendis frá fyrir jólin. Þó nokkrir neytendur séu orðnir stressaðir. Hrólfur ítrekar að fólk þurfi ekki að hafa of miklar áhyggjur þrátt fyrir biðina og bendir á að það fari alltaf skip frá Danmörku á föstudögum sem skilar sér í höfn í Þorlákshöfn á mánudögum. „Það kom skip í gær, með helling af pökkum sem að berast núna í þessari viku,“ segir hann og bætir við að miðað við stöðuna eins og hún er núna telji hann að fólk fái pakkana sína fyrir jól. Bólar enn ekkert á jólagjöf barnabarnsins Ef miða má við umræðuna á samfélagsmiðlum og þá sér í lagi í hópum á Facebook eru þó nokkrir áhyggjufullir yfir því hvort að vörur sem þeir hafa pantað erlendis frá muni skila sín til landsins í tæka tíð áður en jólin ganga í garð. Einn neytandi segir frá raunum sínum á hópnum Markaðsnördar á Facebook. Hann hafði pantað gjöf fyrir barnabarn sitt þann 5. desember á afslætti. Vörurnar sem hann pantaði áttu að berast innan tveggja til þriggja virkra daga en í dag, tólf dögum síðar, bólar enn ekkert á þeim. Maðurinn hafi sent kvörtun á bæði Boozt og Dropp og fengið þau svör að vegna fjölda pantana hafi stór hluti verið sendur með skipaflutningi í stað þess að vera sendur með flugvél. Vegna þessa taki sendingarnar lengri tíma en vanalega. Ekki var hægt að gefa nákvæman tímaramma um hvenær sendingin muni berast. Neytandi þessi tekur fram í færslunni að ekki sé við Dropp að sakast þar sem fyrirtækið komi ekki að innflutningi. Dropp taki við sendingum þegar þær eru komnar til landsins og dreifi þeim um landið. Tvöfalda starfsmannafjölda í nóvember og desember Hrólfur ítrekar að ástæða seinkunar á vörusendingum sé ekki vegna tafa hér á landi. „Netverslun eykst gífurlega í nóvember og desember, þannig að aðfangakeðjurnar eru bara ekki gerðar fyrir að fá allt í einu tuttugufalt magn á einum degi. Þannig að afhendingartími sem fólk er búið að venjast, kannski tveir til þrír dagar, sem er góð þjónusta gengur engan veginn upp þegar að allir fara á sama kvöldi og panta sér jólagjafirnar,“ segir hann og vísar í tilboðsdaga líkt og dag einhleypa, svartan föstudag og stafrænan mánudag. Allt árið sé Dropp að undirbúa fyrir nóvember og desember sem séu lang stærstu mánuðirnir. Fyrirtækið tvöfaldi starfsmannafjölda og bílaflotan fyrir þessa mánuði. Hver er tíminn sem að þið lofið? „Venjulega er það sem við fáum til okkar fyrir klukkan tvö á daginn tilbúið fyrir klukkan fimm á höfuðborgarsvæðinu þannig að fólk geti sótt það á leið heim úr vinnu. 80 prósent sækir á milli fimm og sjö. Flestir eru að sækja á leiðinni heim.“ Neytendur Jól Pósturinn Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Þetta segir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp, í samtali við Reykjavík síðdegis um áhyggjur fólks sem bíður eftir pökkum og vörum sem það hefur pantað erlendis frá fyrir jólin. Þó nokkrir neytendur séu orðnir stressaðir. Hrólfur ítrekar að fólk þurfi ekki að hafa of miklar áhyggjur þrátt fyrir biðina og bendir á að það fari alltaf skip frá Danmörku á föstudögum sem skilar sér í höfn í Þorlákshöfn á mánudögum. „Það kom skip í gær, með helling af pökkum sem að berast núna í þessari viku,“ segir hann og bætir við að miðað við stöðuna eins og hún er núna telji hann að fólk fái pakkana sína fyrir jól. Bólar enn ekkert á jólagjöf barnabarnsins Ef miða má við umræðuna á samfélagsmiðlum og þá sér í lagi í hópum á Facebook eru þó nokkrir áhyggjufullir yfir því hvort að vörur sem þeir hafa pantað erlendis frá muni skila sín til landsins í tæka tíð áður en jólin ganga í garð. Einn neytandi segir frá raunum sínum á hópnum Markaðsnördar á Facebook. Hann hafði pantað gjöf fyrir barnabarn sitt þann 5. desember á afslætti. Vörurnar sem hann pantaði áttu að berast innan tveggja til þriggja virkra daga en í dag, tólf dögum síðar, bólar enn ekkert á þeim. Maðurinn hafi sent kvörtun á bæði Boozt og Dropp og fengið þau svör að vegna fjölda pantana hafi stór hluti verið sendur með skipaflutningi í stað þess að vera sendur með flugvél. Vegna þessa taki sendingarnar lengri tíma en vanalega. Ekki var hægt að gefa nákvæman tímaramma um hvenær sendingin muni berast. Neytandi þessi tekur fram í færslunni að ekki sé við Dropp að sakast þar sem fyrirtækið komi ekki að innflutningi. Dropp taki við sendingum þegar þær eru komnar til landsins og dreifi þeim um landið. Tvöfalda starfsmannafjölda í nóvember og desember Hrólfur ítrekar að ástæða seinkunar á vörusendingum sé ekki vegna tafa hér á landi. „Netverslun eykst gífurlega í nóvember og desember, þannig að aðfangakeðjurnar eru bara ekki gerðar fyrir að fá allt í einu tuttugufalt magn á einum degi. Þannig að afhendingartími sem fólk er búið að venjast, kannski tveir til þrír dagar, sem er góð þjónusta gengur engan veginn upp þegar að allir fara á sama kvöldi og panta sér jólagjafirnar,“ segir hann og vísar í tilboðsdaga líkt og dag einhleypa, svartan föstudag og stafrænan mánudag. Allt árið sé Dropp að undirbúa fyrir nóvember og desember sem séu lang stærstu mánuðirnir. Fyrirtækið tvöfaldi starfsmannafjölda og bílaflotan fyrir þessa mánuði. Hver er tíminn sem að þið lofið? „Venjulega er það sem við fáum til okkar fyrir klukkan tvö á daginn tilbúið fyrir klukkan fimm á höfuðborgarsvæðinu þannig að fólk geti sótt það á leið heim úr vinnu. 80 prósent sækir á milli fimm og sjö. Flestir eru að sækja á leiðinni heim.“
Neytendur Jól Pósturinn Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira