Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Jón Þór Stefánsson skrifar 17. desember 2024 15:59 Skúbb Ísgerð er til húsa við Laugarásveg. Vísir Framkvæmdastjóri Skúbb Ísgerðar hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að honum sé skylt að fjarlægja ljósaskilti sem er við ísbúð Skúbb, sem er við Laugarásveg í Reykjavík. Í kærunni segir að nágranni heyi stríð gegn ísbúðinni. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur borist erindi vegna málsins. Ákvörðun byggingarfulltrúa er á þann veg að verði skiltið ekki fjarlægt mun Skúbb þurfa að greiða dagsektir. Í stjórnsýslukæru eigandans til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að byggingarfulltrúanum hafi borist ábending frá íbúa á Laugarásvegi 1, sem er sama húsnæði og ísbúðin er starfrækt í. Þessi nágranni er sagður hafa „kvartað til allra yfirvalda með engum árangri“, en hann hafi þó fundið „glufu“ þar sem leyfi vegna skiltsins vantaði. „Sá einstaklingur er mikið í nöp við ísbúðina Skúbb,“ segir í kærunni þar sem nágranninn er sakaður um ýmislegt. „Umræddur einstaklingur hefur unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, starfsfólk Skúbb er hrætt við þennan einstakling vegna hótanna í garð þeirra. Viðkomandi notar bílastæði sem ætluð eru viðskiptavinum þjónustukjarna og margt fleira er hægt að telja upp.“ Innan úr ísbúð Skúbbs.Vísir/Vilhelm Fram kemur að ísbúðin hafi gert ráðstafanir til að merkja ísbúðina með öðrum hætti, en enn sé beðið eftir því sem pantað hafi verið. Að mati framkvæmdastjórans hefur ljósaskiltabannið mikil áhrif á fyrirtækið þar sem viðskiptavinir gætu haldið að búið væri að loka ísbúðinni yrði það tekið í burtu. Þá segir hann að fella ætti ákvörðunina úr gildi vegna tómlætis. Skiltið hafi verið upp í meira en fimm ár áður en kvartað var yfir því. „Enginn hafði gert athugasemdir fyrr en tiltekinn einstaklingur fór í stríð við ísbúðina Skúbb.“ Ís Nágrannadeilur Reykjavík Stjórnsýsla Auglýsinga- og markaðsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur borist erindi vegna málsins. Ákvörðun byggingarfulltrúa er á þann veg að verði skiltið ekki fjarlægt mun Skúbb þurfa að greiða dagsektir. Í stjórnsýslukæru eigandans til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að byggingarfulltrúanum hafi borist ábending frá íbúa á Laugarásvegi 1, sem er sama húsnæði og ísbúðin er starfrækt í. Þessi nágranni er sagður hafa „kvartað til allra yfirvalda með engum árangri“, en hann hafi þó fundið „glufu“ þar sem leyfi vegna skiltsins vantaði. „Sá einstaklingur er mikið í nöp við ísbúðina Skúbb,“ segir í kærunni þar sem nágranninn er sakaður um ýmislegt. „Umræddur einstaklingur hefur unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, starfsfólk Skúbb er hrætt við þennan einstakling vegna hótanna í garð þeirra. Viðkomandi notar bílastæði sem ætluð eru viðskiptavinum þjónustukjarna og margt fleira er hægt að telja upp.“ Innan úr ísbúð Skúbbs.Vísir/Vilhelm Fram kemur að ísbúðin hafi gert ráðstafanir til að merkja ísbúðina með öðrum hætti, en enn sé beðið eftir því sem pantað hafi verið. Að mati framkvæmdastjórans hefur ljósaskiltabannið mikil áhrif á fyrirtækið þar sem viðskiptavinir gætu haldið að búið væri að loka ísbúðinni yrði það tekið í burtu. Þá segir hann að fella ætti ákvörðunina úr gildi vegna tómlætis. Skiltið hafi verið upp í meira en fimm ár áður en kvartað var yfir því. „Enginn hafði gert athugasemdir fyrr en tiltekinn einstaklingur fór í stríð við ísbúðina Skúbb.“
Ís Nágrannadeilur Reykjavík Stjórnsýsla Auglýsinga- og markaðsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira