Körfubolti

Ræddu mögu­legan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andri Már og Tómas ræddu málin í Körfuboltakvöldi Extra.
Andri Már og Tómas ræddu málin í Körfuboltakvöldi Extra.

Sérstakur jólaþáttur Körfuboltakvölds Extra verður á dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld.

Þar munu þeir Andri Már Eggertsson og Tómas Steindórsson mæta fyrir hönd ritstjórnar Extra þáttarins og ræða ákveðna verðlaunaflokka fyrir fyrri hlutann í Bónus-deild karla.

En í upphafi þáttarins voru þjálfaramál Hauka rædd. Þátturinn var tekin upp í hádeginu í dag.

Í gærkvöldi hætti Friðrik Ingi Rúnarsson sem þjálfari Keflavíkur. Þeir Andri og Tómas hafa aftur á móti heimildir fyrir því að Friðrik Ingi sé næsti þjálfari Hauka í efstu deild karla. Liðið situr í neðsta sæti deildarinnar.

„Það sem er verið að tala um núna er að Friðrik Ingi hætti sem þjálfari Keflavíkur til þess að taka við Haukum. Sem mér finnst persónulega stórfurðuleg ákvörðun,“ segir Andri Már Eggertsson. Þeir Tyson Jolly og Steve Ho You Fat spila báðir með Haukum annað kvöld gegn ÍR en síðan fara þeir frá liðinu.

„Ef Friðrik Ingi er að taka við Haukunum þá fær hann allavega einn eða tvo í staðinn. Ég held að hann nenni ekki að taka við þessu með enn þá þynnri hóp en Mate var með þarna,“ segir Tómas.

„Hann hlýtur að vera leita í eitthvað starfsöryggi þarna og fá einhvern lengri samning.“

Bónuskörfuboltakvöld Extra fer í loftið klukkan 18:30 í kvöld. 

Klippa: Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×