Innherji

Sala eigna og bjartari rekstrar­á­ætlun hækkar verðmatið á Heimum

Hörður Ægisson skrifar
Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima, hefur sagt að félagið muni áfram nýta tækifæri til eignasölu sé hún skynsamlegt út frá hagsmunum hluthafa. Eftir mikla hækkun á hlutabréfaverði Heima að undanförnu er markaðsvirði félagsins núna í fyrsta sinn í nokkurn tíma hærra en bókfært virði eigin fjár. 
Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima, hefur sagt að félagið muni áfram nýta tækifæri til eignasölu sé hún skynsamlegt út frá hagsmunum hluthafa. Eftir mikla hækkun á hlutabréfaverði Heima að undanförnu er markaðsvirði félagsins núna í fyrsta sinn í nokkurn tíma hærra en bókfært virði eigin fjár.  Reginn

Þrátt fyrir mikla siglingu á hlutabréfaverði Heima í Kauphöllinni að undanförnu, meðal annars drifið áfram af endurkaupum, væntingum um frekari vaxtalækkanir og bættri rekstrarafkomu, þá er fasteignafélagið enn nokkuð undirverðlagt á markaði, að mati greinenda. Verðmatið á Heimum hefur verið hækkað en félagið gaf nýlega út jákvæða afkomuviðvörun og seldi frá sér eignir utan kjarnasvæða.


Tengdar fréttir

Er­lendur sjóður fjár­festi í Al­vot­ech fyrir meira en tvo milljarða

Hlutabréfasjóðir hjá Redwheel, alþjóðlegt sjóðastýringarfélag sem hefur nýverið byggt upp stöðu Heimum, fjárfestu á sambærilegum tíma fyrir jafnvirði meira en tvo milljarða króna í líftæknilyfjafélaginu Alvotech á íslenska markaðinum undir lok síðustu viku. Eftir skarpt verðfall á hlutabréfaverði félagsins hefur það rétt úr kútnum að undanförnu samtímis meðal annars fregnum um aukið innflæði erlendra sjóða í bréfin og góðum gangi í sölu á stærsta lyfi Alvotech í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×