Talsverðar líkur á hvítum jólum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. desember 2024 12:02 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Jólasnjór hylur nú götur á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land nú þegar átta dagar eru til jóla. Og þá er ekki úr vegi að spyrja veðurfræðing hvort jólin verði hvít eða rauð í ár, spár liggja fyrir. „Við erum með þennan fallega jólasnjó og bætir heldur á næstu daga um vestanvert landið. Svo eru allar líkur á að hann taki upp á föstudag í skammvinnri leysingu sem gengur hér yfir landið. Það er gangur í veðurkerfunum og mikið um að vera um norðanvert Atlantshafið en við sleppum að mestu við leysinguna upp frá því,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku. „Þannig að ég met það svo að það verði talsverð úrkoma hér dagana fyrir jólin og víðast hvar þá fellur hún sem snjór. Og það má segja að það séu talsvert miklar líkur á að það verði snjór hér yfir Þorláksmessu og aðfangadag.“ Raunveruleiki bílaeigenda nú í morgun og væntanlega næstu daga.vísir/vilhelm Ef horft er á Suðvesturhluta landsins þá gera safnspár ráð fyrir að 70 prósent líkur séu á hvítum jólum og 30 prósent líkur á að jólin verði rauð. Erfitt sé að segja til um ferðaveður milli landshluta yfir hátíðarnar. „Það verður nú bara að skýrast þegar nær dregur en eins og þú segir þá er talsverður atgangur en við virðumst nú ætla að sleppa við það versta sem stefnir meira á Skotland, Færeyjar og vestur Noreg þannig maður er svona hóflega bjartsýnn á framhaldið.“ Fallegur jólasnjór, en fylgir honum einhver lægð? „Nei lægðirnar eru ekki hjá okkur, ekki þannig. Þær fara nú hjá kannski og einhver úrkoma með þeim og meira kannski einhver éljagangur. Ekki ósvipað og er núna, en þetta er staðan í dag, 16. desember og það getur auðvitað ýmislegt breyst næstu fimm til sex daga eins og alltaf í þessum veðurspám.“ Veður Jól Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
„Við erum með þennan fallega jólasnjó og bætir heldur á næstu daga um vestanvert landið. Svo eru allar líkur á að hann taki upp á föstudag í skammvinnri leysingu sem gengur hér yfir landið. Það er gangur í veðurkerfunum og mikið um að vera um norðanvert Atlantshafið en við sleppum að mestu við leysinguna upp frá því,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku. „Þannig að ég met það svo að það verði talsverð úrkoma hér dagana fyrir jólin og víðast hvar þá fellur hún sem snjór. Og það má segja að það séu talsvert miklar líkur á að það verði snjór hér yfir Þorláksmessu og aðfangadag.“ Raunveruleiki bílaeigenda nú í morgun og væntanlega næstu daga.vísir/vilhelm Ef horft er á Suðvesturhluta landsins þá gera safnspár ráð fyrir að 70 prósent líkur séu á hvítum jólum og 30 prósent líkur á að jólin verði rauð. Erfitt sé að segja til um ferðaveður milli landshluta yfir hátíðarnar. „Það verður nú bara að skýrast þegar nær dregur en eins og þú segir þá er talsverður atgangur en við virðumst nú ætla að sleppa við það versta sem stefnir meira á Skotland, Færeyjar og vestur Noreg þannig maður er svona hóflega bjartsýnn á framhaldið.“ Fallegur jólasnjór, en fylgir honum einhver lægð? „Nei lægðirnar eru ekki hjá okkur, ekki þannig. Þær fara nú hjá kannski og einhver úrkoma með þeim og meira kannski einhver éljagangur. Ekki ósvipað og er núna, en þetta er staðan í dag, 16. desember og það getur auðvitað ýmislegt breyst næstu fimm til sex daga eins og alltaf í þessum veðurspám.“
Veður Jól Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira