Orkuverð til bænda hafi allt að tvöfaldast Árni Sæberg skrifar 16. desember 2024 09:11 Gunnlaugur Karlsson er forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Vísir Gunnlaugur Karlsson, forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir raforkuverð til garðyrkjubænda hafa hækkað um allt að hundrað prósent á örfáum árum. Haldi þróunin áfram gætu bændur lagt upp laupana. Þetta sagði Gunnlaugur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan: Hann segir verðhækkanir á raforku hafa komið aftan að öllum fyrirtækjum landsins og raunar öllum sem nota raforku. Þær séu til komnar vegna breytts fyrirkomulags á sölu Landsvirkjunar og skorts á orku. „Nú er kominn svo mikill skortur að þessir smásölusamningar, það vantar orku inn í þá, þá rýkur verðið upp. Í stað þess að hækka sína gjaldskrá, gera einhverjar breytingar á henni eins og verið hefur, vísitöluþróun eða eitthvað slíkt, þá fóru þeir þá leið að búa til eitthvað skrifborð úti í bæ, sem einhver fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins situr við. Ég kalla það nú gullslegið skrifborð. Þar fer orkan í gegn og þetta heitir orðið uppboðsmarkaður.“ Hækkar að meðaltali um fjórðung Gunnlaugur segir að áhrif á garðyrkjubændur sé að meðaltali 25 prósent hækkun raforkuverðs nú um áramótin. Ýmsar plöntur þurfi ljós á daginn þegar verðið sé miklu hærra og fari enn hækkandi. „Þetta er þá í rauninni á örfáum árum, þessi hluti af orkunni, um hundrað prósent hækkun. Og þetta er ekki það versta. Nú erum við að tala um 2025 og það er bara 2025. Menn hafa enga framtíðarsýn, svo mun þetta bara hækka enn meira. Það er verið að bjóða þjóðinni upp á það að við vitum ekkert hvað rafmagnið kostar árið 2026 og svo framvegis.“ Ekki endalaust hægt að velta hækkunum út í verðlagið Gunnlaugur segir áhrif verðhækkana á raforku birtast fyrst hjá heimilunum. Þau þurfi að greiða hærra verð fyrir raforkuna sjálfa og allt sem framleitt er með notkun rafmagns. Þá segir hann að ekki sé endilega hægt að hækka verð á framleiddum vörum til þess að mæta hækkandi raforkuverði. „Þetta getur haft þau áhrif að einhverjir verði ekki samkeppnishæfir og verði bara að hætta. Við erum í rauninni að sópa út einhverjum greinum. Þetta hefur auðvitað áhrif á kostnað við reksturinn og þó að menn hafi verið útsjónarsamir, aukið framleiðni, náð meiri árangri, verið með betri lýsingu og aukið framleiðni í sínum gróðurhúsum, til dæmis, þá eru auðvitað einhver takmörk á því hversu lengi þetta getur haldið áfram svona.“ Landbúnaður Verðlag Orkumál Bítið Garðyrkja Tengdar fréttir Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. 15. desember 2024 13:07 Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. 12. desember 2024 13:30 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Innlent Fleiri fréttir Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Sjá meira
Þetta sagði Gunnlaugur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan: Hann segir verðhækkanir á raforku hafa komið aftan að öllum fyrirtækjum landsins og raunar öllum sem nota raforku. Þær séu til komnar vegna breytts fyrirkomulags á sölu Landsvirkjunar og skorts á orku. „Nú er kominn svo mikill skortur að þessir smásölusamningar, það vantar orku inn í þá, þá rýkur verðið upp. Í stað þess að hækka sína gjaldskrá, gera einhverjar breytingar á henni eins og verið hefur, vísitöluþróun eða eitthvað slíkt, þá fóru þeir þá leið að búa til eitthvað skrifborð úti í bæ, sem einhver fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins situr við. Ég kalla það nú gullslegið skrifborð. Þar fer orkan í gegn og þetta heitir orðið uppboðsmarkaður.“ Hækkar að meðaltali um fjórðung Gunnlaugur segir að áhrif á garðyrkjubændur sé að meðaltali 25 prósent hækkun raforkuverðs nú um áramótin. Ýmsar plöntur þurfi ljós á daginn þegar verðið sé miklu hærra og fari enn hækkandi. „Þetta er þá í rauninni á örfáum árum, þessi hluti af orkunni, um hundrað prósent hækkun. Og þetta er ekki það versta. Nú erum við að tala um 2025 og það er bara 2025. Menn hafa enga framtíðarsýn, svo mun þetta bara hækka enn meira. Það er verið að bjóða þjóðinni upp á það að við vitum ekkert hvað rafmagnið kostar árið 2026 og svo framvegis.“ Ekki endalaust hægt að velta hækkunum út í verðlagið Gunnlaugur segir áhrif verðhækkana á raforku birtast fyrst hjá heimilunum. Þau þurfi að greiða hærra verð fyrir raforkuna sjálfa og allt sem framleitt er með notkun rafmagns. Þá segir hann að ekki sé endilega hægt að hækka verð á framleiddum vörum til þess að mæta hækkandi raforkuverði. „Þetta getur haft þau áhrif að einhverjir verði ekki samkeppnishæfir og verði bara að hætta. Við erum í rauninni að sópa út einhverjum greinum. Þetta hefur auðvitað áhrif á kostnað við reksturinn og þó að menn hafi verið útsjónarsamir, aukið framleiðni, náð meiri árangri, verið með betri lýsingu og aukið framleiðni í sínum gróðurhúsum, til dæmis, þá eru auðvitað einhver takmörk á því hversu lengi þetta getur haldið áfram svona.“
Landbúnaður Verðlag Orkumál Bítið Garðyrkja Tengdar fréttir Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. 15. desember 2024 13:07 Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. 12. desember 2024 13:30 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Innlent Fleiri fréttir Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Sjá meira
Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. 15. desember 2024 13:07
Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. 12. desember 2024 13:30