Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. desember 2024 14:04 Brosið fer ekki af Hvergerðingum þessa dagana, ekki síst þeirra sem vinna í stjórnsýslunni því það átti engin von á svona myndarlegum styrk frá Evrópusambandinu til byggingar nýju skolphreinistöðvarinnar. Aðsend Mikil gleði ríkir í Hveragerði þessa dagana því Hveragerðisbær var að fá 342 miljóna króna styrk frá Evrópusambandinu vegna byggingar nýrrar skolphreinsistöðvar í bænum. Brosið fer ekki af Hvergerðingum þessa dagana, ekki síst þeirra sem vinna í stjórnsýslunni því það átti engin von á svona myndarlegum styrk frá Evrópusambandinu til byggingar nýju skolphreinistöðvarinnar og um leið að þróa heildstæðar úrgangslausnir og sýna framfarir í meðhöndlun á úrgangi. Einnig mun Hveragerðisbær sýna fram á nýtt eftirlit með seyru og örplasti en það hefur ekki verið gert áður hér á landi. Pétur G. Markan er bæjarstjóri í Hveragerði. „Eitt af okkar stóru verkefnum undanfarið hefur verið að skipuleggja og fara svo í kjölfarið í framkvæmdir á nýrri skolphreinsistöð, sem verður þá viðbót við skolphreinsistöðina, sem er í dag, sem er til fyrirmyndar á landsvísu, þriggja þrepa skolphreinsistöð, sem hefur þjónað vel en er komin tími á. Nú þurfum við að bæta við hana og þessi styrkur mun nýtast geysilega vel í þá uppbyggingu og það verkefni,” segir Pétur. Pétur segir að nýja skolphreinsistöðin verði á heimsmælikvarða því hún verði svo flott og fullkominn. „Svo er það bara þannig að það hlýtur að vera hluti af sjálfsmynd allra bæjarfélaga að vera með skólphreinsimálin sín í lagi og hér hafa þau verið í lagi og ég held að það mættu margir taka okkur til fyrirmyndar í þessu,” segir Pétur. Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði, sem er sérstaklega kátur þessa dagana með myndarlega styrkinn frá Evrópusambandinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En dugar styrkurinn frá Evrópusambandinu fyrir nýju skolphreinsistöðinni eða hvað ? „Nei, þetta dugar nú ekki til. Hlutur bæjarins verður mjög myndarlegur á endanum. Við höfum oft verið að horfa einhvers staðar í kringum milljarð í svona lokakostnað við stöðina. Þetta eru dýrar stöðvar, þetta er dýr innviðauppbygging,” segir Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði. Mikil ánægja hjá íbúum í blómabænum í Hveragerði með styrkinn til nýju skolphreinsistöðvarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Evrópusambandið Skólp Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Brosið fer ekki af Hvergerðingum þessa dagana, ekki síst þeirra sem vinna í stjórnsýslunni því það átti engin von á svona myndarlegum styrk frá Evrópusambandinu til byggingar nýju skolphreinistöðvarinnar og um leið að þróa heildstæðar úrgangslausnir og sýna framfarir í meðhöndlun á úrgangi. Einnig mun Hveragerðisbær sýna fram á nýtt eftirlit með seyru og örplasti en það hefur ekki verið gert áður hér á landi. Pétur G. Markan er bæjarstjóri í Hveragerði. „Eitt af okkar stóru verkefnum undanfarið hefur verið að skipuleggja og fara svo í kjölfarið í framkvæmdir á nýrri skolphreinsistöð, sem verður þá viðbót við skolphreinsistöðina, sem er í dag, sem er til fyrirmyndar á landsvísu, þriggja þrepa skolphreinsistöð, sem hefur þjónað vel en er komin tími á. Nú þurfum við að bæta við hana og þessi styrkur mun nýtast geysilega vel í þá uppbyggingu og það verkefni,” segir Pétur. Pétur segir að nýja skolphreinsistöðin verði á heimsmælikvarða því hún verði svo flott og fullkominn. „Svo er það bara þannig að það hlýtur að vera hluti af sjálfsmynd allra bæjarfélaga að vera með skólphreinsimálin sín í lagi og hér hafa þau verið í lagi og ég held að það mættu margir taka okkur til fyrirmyndar í þessu,” segir Pétur. Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði, sem er sérstaklega kátur þessa dagana með myndarlega styrkinn frá Evrópusambandinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En dugar styrkurinn frá Evrópusambandinu fyrir nýju skolphreinsistöðinni eða hvað ? „Nei, þetta dugar nú ekki til. Hlutur bæjarins verður mjög myndarlegur á endanum. Við höfum oft verið að horfa einhvers staðar í kringum milljarð í svona lokakostnað við stöðina. Þetta eru dýrar stöðvar, þetta er dýr innviðauppbygging,” segir Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði. Mikil ánægja hjá íbúum í blómabænum í Hveragerði með styrkinn til nýju skolphreinsistöðvarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Evrópusambandið Skólp Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira