Draumur eða martröð Íslands á EM? „Þær eru rugl góðar“ Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2024 07:01 Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir verður í Sviss næsta sumar, á sínu fjórða stórmóti þrátt fyrir að vera aðeins 29 ára gömul. vísir/Anton Það ræðst í dag hvaða lið verða andstæðingar Íslands á EM í fótbolta í Sviss næsta sumar. Vísir fékk nokkrar af stelpunum okkar til að setja saman sína drauma- og martraðarriðla. Eftir magnað sumar þar sem Ísland vann sigra gegn Þýskalandi, Austurríki og Póllandi, eru stelpurnar okkar í fyrsta sinn í næsefsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn í dag. Það ætti að gefa liðinu aukna möguleika á að komast upp úr sínum riðli og í 8-liða úrslit, þegar flautað verður til leiks í Sviss í júlí. Hér að neðan má sjá styrkleikaflokkana og mun Ísland fá einn mótherja úr flokki 1, einn úr flokki 3 og einn úr flokki 4. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM-dráttinn í dag. Ísland er í flokki 2 og getur ekki dregist gegn liði úr þeim flokki. Dregið verður í fjóra fjögurra liða riðla, og komast efstu tvö lið hvers riðils í 8-liða úrslit.Vísir/UEFA Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Hildur Antonsdóttir og Diljá Ýr Zomers verða væntanlega í EM-hópnum næsta sumar og Vísir fékk þær til að setja hver um sig saman óskariðil sem og martraðarriðil, en það ræðst svo síðar í dag hvernig riðill Íslands mun líta út og þá hvort þeim verður að ósk sinni. Ljóst er að þær vilja helst gestgjafa Sviss úr efsta flokki en óttast mest, skiljanlega, heimsmeistara Spánar Ísland mun hins vegar sleppa við ríkjandi Evrópumeistara Englands sem eru í sama styrkleikaflokki og stelpurnar okkar. Glódís: Gaman að spila opnunarleikinn Draumariðill væri Sviss, Belgía og Wales. Það væri gaman að spila opnunarleikinn við Sviss og sleppa við stóru liðin úr þriðja styrkleikaflokki. Martraðarriðill væri þá Spánn, Holland og Finnland eða Portúgal. Heimsmeistarar, fyrrverandi Evrópumeistarar og svo lið sem við höfum átt í erfiðleikum með undanfarið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir stigu léttan dans þegar Ísland hafði tryggt sig inn á EM, fimmta skiptið í röð.vísir/Anton Karólína: Spánn með þær bestu og Portúgal vanmetið Draumur: Sviss sem slakasta liðið úr potti 1. Belgía því við mættum þeim á síðasta EM og það var skemmtilegt að spila við þær. Finnland því það væri gaman að mæta einu af Norðurlöndunum. Við erum í góðum séns ef við mætum þeim á góðum degi. Martröð: Spánn því þær eru rugl góðar, með bestu leikmenn heims innanborðs. Holland því það er frábært lið með marga spennandi leikmenn. Portúgal því það er mjög vanmetið lið og erfitt að spila við þær. Hildur Antonsdóttir fagnaði vel með Ingibjörgu Sigurðardóttur eftir mark þeirrar síðarnefndu gegn Þjóðverjum í sumar.vísir/Anton Hildur: Belgía hentar okkur Draumur: Sviss því það er stemming að vera í sama riðli og heimaþjóðin og samkvæmt FIFA-listanum eru þær mun neðar en hin þrjú liðin. Belgía hentar okkar leikstíl svo það væri best að spila á móti þeim, og svo eru nokkrar stelpur þar sem voru með mér í Fortuna Sittard svo það væri gaman að mæta þeim. Wales því okkur hefur gengið ágætlega á móti þeim síðasta árið svo held það væri best að fá þær. Martröð: Spánn. Mjög vel spilandi lið sem inniheldur nokkra af bestu leikmönnum heims. Væri erfitt að mæta þeim en gaman. Svíþjóð því Svíar standa sig alltaf vel á stórmótum. Þær eru mjög sterkar í föstum leikatriðinum en við erum það líka svo þetta yrði áhugaverður leikur. Portúgal því þær eru frekar líkar Spáni sem lið, margir hæfileikaríkir leikmenn og liðið vel spilandi. Diljá Ýr Zomers með boltann í sigrinum magnaða gegn Þýskalandi í sumar.vísir/Anton Diljá: Til í leik við föðurþjóðina Allt væri draumadráttur þar sem það væri draumur að fá að spila leik á EM. En ef ég ætti að velja draumadrátt fyrir riðil á EM þá væri það Sviss, unnum þær í fyrra og eigum að geta gert það aftur, svo væri það Belgía þar sem það væri gaman að mæta liðsfélögum, og Wales þar sem við unnum einnig tvo góða sigra á móti þeim í fyrra. Martraðardráttur væri svo Spánn (væri samt draumur samt að mæta besta liði heims) en svo myndi ég segja Holland eða Svíþjóð. Það eru bæði vel spilandi lið með mjög góða einstaklinga en væri samt gaman að mæta Hollandi þar sem ég er hálfhollensk [innsk.: pabbi Diljár er hollenskur] og á fjölskyldu og vini þar. Sama með Svíþjóð, væri einnig gaman að spila við þær þar sem ég myndi þá mæta mörgum gömlum liðsfélögum. Svo væri það Pólland, þegar Eva Pajor er heit þá eru þær erfiðar og myndu 100% vilja hefna fyrir töpin fyrr á árinu. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Fleiri fréttir Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Þjálfararáðning bíði líklega nýs árs Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið 156 prósent hærra verðlaunafé í boði fyrir stelpurnar okkar Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Sjá meira
Eftir magnað sumar þar sem Ísland vann sigra gegn Þýskalandi, Austurríki og Póllandi, eru stelpurnar okkar í fyrsta sinn í næsefsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn í dag. Það ætti að gefa liðinu aukna möguleika á að komast upp úr sínum riðli og í 8-liða úrslit, þegar flautað verður til leiks í Sviss í júlí. Hér að neðan má sjá styrkleikaflokkana og mun Ísland fá einn mótherja úr flokki 1, einn úr flokki 3 og einn úr flokki 4. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM-dráttinn í dag. Ísland er í flokki 2 og getur ekki dregist gegn liði úr þeim flokki. Dregið verður í fjóra fjögurra liða riðla, og komast efstu tvö lið hvers riðils í 8-liða úrslit.Vísir/UEFA Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Hildur Antonsdóttir og Diljá Ýr Zomers verða væntanlega í EM-hópnum næsta sumar og Vísir fékk þær til að setja hver um sig saman óskariðil sem og martraðarriðil, en það ræðst svo síðar í dag hvernig riðill Íslands mun líta út og þá hvort þeim verður að ósk sinni. Ljóst er að þær vilja helst gestgjafa Sviss úr efsta flokki en óttast mest, skiljanlega, heimsmeistara Spánar Ísland mun hins vegar sleppa við ríkjandi Evrópumeistara Englands sem eru í sama styrkleikaflokki og stelpurnar okkar. Glódís: Gaman að spila opnunarleikinn Draumariðill væri Sviss, Belgía og Wales. Það væri gaman að spila opnunarleikinn við Sviss og sleppa við stóru liðin úr þriðja styrkleikaflokki. Martraðarriðill væri þá Spánn, Holland og Finnland eða Portúgal. Heimsmeistarar, fyrrverandi Evrópumeistarar og svo lið sem við höfum átt í erfiðleikum með undanfarið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir stigu léttan dans þegar Ísland hafði tryggt sig inn á EM, fimmta skiptið í röð.vísir/Anton Karólína: Spánn með þær bestu og Portúgal vanmetið Draumur: Sviss sem slakasta liðið úr potti 1. Belgía því við mættum þeim á síðasta EM og það var skemmtilegt að spila við þær. Finnland því það væri gaman að mæta einu af Norðurlöndunum. Við erum í góðum séns ef við mætum þeim á góðum degi. Martröð: Spánn því þær eru rugl góðar, með bestu leikmenn heims innanborðs. Holland því það er frábært lið með marga spennandi leikmenn. Portúgal því það er mjög vanmetið lið og erfitt að spila við þær. Hildur Antonsdóttir fagnaði vel með Ingibjörgu Sigurðardóttur eftir mark þeirrar síðarnefndu gegn Þjóðverjum í sumar.vísir/Anton Hildur: Belgía hentar okkur Draumur: Sviss því það er stemming að vera í sama riðli og heimaþjóðin og samkvæmt FIFA-listanum eru þær mun neðar en hin þrjú liðin. Belgía hentar okkar leikstíl svo það væri best að spila á móti þeim, og svo eru nokkrar stelpur þar sem voru með mér í Fortuna Sittard svo það væri gaman að mæta þeim. Wales því okkur hefur gengið ágætlega á móti þeim síðasta árið svo held það væri best að fá þær. Martröð: Spánn. Mjög vel spilandi lið sem inniheldur nokkra af bestu leikmönnum heims. Væri erfitt að mæta þeim en gaman. Svíþjóð því Svíar standa sig alltaf vel á stórmótum. Þær eru mjög sterkar í föstum leikatriðinum en við erum það líka svo þetta yrði áhugaverður leikur. Portúgal því þær eru frekar líkar Spáni sem lið, margir hæfileikaríkir leikmenn og liðið vel spilandi. Diljá Ýr Zomers með boltann í sigrinum magnaða gegn Þýskalandi í sumar.vísir/Anton Diljá: Til í leik við föðurþjóðina Allt væri draumadráttur þar sem það væri draumur að fá að spila leik á EM. En ef ég ætti að velja draumadrátt fyrir riðil á EM þá væri það Sviss, unnum þær í fyrra og eigum að geta gert það aftur, svo væri það Belgía þar sem það væri gaman að mæta liðsfélögum, og Wales þar sem við unnum einnig tvo góða sigra á móti þeim í fyrra. Martraðardráttur væri svo Spánn (væri samt draumur samt að mæta besta liði heims) en svo myndi ég segja Holland eða Svíþjóð. Það eru bæði vel spilandi lið með mjög góða einstaklinga en væri samt gaman að mæta Hollandi þar sem ég er hálfhollensk [innsk.: pabbi Diljár er hollenskur] og á fjölskyldu og vini þar. Sama með Svíþjóð, væri einnig gaman að spila við þær þar sem ég myndi þá mæta mörgum gömlum liðsfélögum. Svo væri það Pólland, þegar Eva Pajor er heit þá eru þær erfiðar og myndu 100% vilja hefna fyrir töpin fyrr á árinu.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Fleiri fréttir Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Þjálfararáðning bíði líklega nýs árs Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið 156 prósent hærra verðlaunafé í boði fyrir stelpurnar okkar Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Sjá meira