Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2024 15:21 Ekki liggur fyrir hvenær Kári Kristján Kristjánsson og félagar í ÍBV mæta FH í bikarleik. Eða hvort þeir mæta þeim ef dómi Dómstóls HSÍ verður snúið við. vísir/anton Mótanefnd HSÍ hefur frestað leik ÍBV og FH í átta liða úrslitum Powerade bikars karla í handbolta vegna þess að enn er ekki komin niðurstaða í kærumál Hauka og ÍBV. Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn fer fram en það gæti ekki verið fyrr en í febrúar. Haukar unnu ÍBV, 37-29, í sextán liða úrslitum Powerade bikarsins sunnudaginn 17. nóvember. Eyjamenn kærðu hins vegar Haukar fyrir að nota ólöglegan leikmann og var í kjölfarið dæmdur 0-10 sigur. ÍBV dróst svo gegn FH í átta liða úrslitum Powerade bikarsins. Haukar áfrýjuðu dómi Dómstóls HSÍ en ekki er enn komin niðurstaða í það mál. ÍBV og FH áttu að mætast í Eyjum næsta miðvikudag en leiknum hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma. Eins og venjulega verður ekkert spilað í Olís-deild karla í janúar vegna stórmóts hjá karlalandsliðinu. Leikur ÍBV og FH gæti því ekki farið fram fyrr en í febrúar á nýju ári. Fyrstu deildarleikirnir í Olís-deild karla á nýju ári verða þriðjudaginn 4. febrúar. Leika á undanúrslit Powerade bikars karla 26. febrúar. Ný regla Eyjamenn kærðu Hauka fyrir að brjóta nýja reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við klukkutíma fyrir leik. Fulltrúar beggja liða mættu á svokallaðan „tæknifund“ með eftirlitsmanni leiksins en Haukar segja að hann hafi hafist seinna en áætlað var vegna þess að eftirlitsmaður hafi mætt seint auk þess sem fulltrúi ÍBV hafi vikið af fundinum um tíma, áður en eftirlitsmaður mætti. Leikskýrslurnar voru slegnar tímanlega inn í „HB ritara“, tölvukerfið sem notað er til að fylla út skýrslur. Erfiðlega gekk þó að prenta út skýrslu til yfirferðar en þegar það tókst loks var innan við klukkutími í leik. Fulltrúi Hauka tók þá eftir því að nafn Helga Marinós Kristóferssonar var á skýrslunni en þar átti Andri Fannar Elísson að vera í hans stað. Hann breytti því skýrslunni en eftirlitsmaður HSÍ sagðist þá þurfa að geta þess í skýrslu um leikinn. Dómstóll HSÍ dæmdi ÍBV í vil en Haukar áfrýjuðu úrskurðinum. Og enn hefur ekki fengið niðurstaða í það mál eins og fyrr sagði. Telja að skýrslan sé ekki rétt Eftir að ÍBV hafði verið dæmdur sigur ræddi Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, við Vísi þar sem hann sagði meðal annars telja að skýrsla eftirlitsmannsins hafi ekki verið rétt. „Mikil vonbrigði. Mjög svekktir með þetta og kom okkur mjög mikið á óvart miðað við hvernig þetta var allt saman,“ sagði Ásgeir Örn. „Mér fannst við vinna leikinn sannfærandi og eiga það fyllilega skilið að fara áfram. Það er í anda leiksins að betra liðið eigi að komast áfram. Maður getur sett spurningamerki við það hvernig maður vill komast áfram í bikarnum en það er ekki mitt að dæma um það. Mér finnst þessi skýrsla sem var send inn af eftirlitsmanni, held að hún sé bara alls ekki sönn. Held hún sé bara ekki rétt.“ Leikur Hauka og ÍBV dró dilk á eftir sér vegna þess sem gerðist innan vallar. Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV, var nefnilega dæmdur í tveggja leikja bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Skarphéðins Ívars Einarssonar, leikmanns Hauka. Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Þetta er bara algjör þvæla. En fyrst að menn vilja fara þessa leið þá getum við haldið áfram að eyða tíma í þessa vitleysu,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, eftir að félaginu var dæmt 10-0 tap gegn ÍBV. 27. nóvember 2024 12:03 ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Eyjamenn bíða nú eftir niðurstöðu Dómstóls HSÍ eftir að hafa kært Hauka fyrir að nota ólöglegan leikmann, í leik liðanna í Powerade-bikar karla í handbolta fyrir viku. 24. nóvember 2024 11:44 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Haukar unnu ÍBV, 37-29, í sextán liða úrslitum Powerade bikarsins sunnudaginn 17. nóvember. Eyjamenn kærðu hins vegar Haukar fyrir að nota ólöglegan leikmann og var í kjölfarið dæmdur 0-10 sigur. ÍBV dróst svo gegn FH í átta liða úrslitum Powerade bikarsins. Haukar áfrýjuðu dómi Dómstóls HSÍ en ekki er enn komin niðurstaða í það mál. ÍBV og FH áttu að mætast í Eyjum næsta miðvikudag en leiknum hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma. Eins og venjulega verður ekkert spilað í Olís-deild karla í janúar vegna stórmóts hjá karlalandsliðinu. Leikur ÍBV og FH gæti því ekki farið fram fyrr en í febrúar á nýju ári. Fyrstu deildarleikirnir í Olís-deild karla á nýju ári verða þriðjudaginn 4. febrúar. Leika á undanúrslit Powerade bikars karla 26. febrúar. Ný regla Eyjamenn kærðu Hauka fyrir að brjóta nýja reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við klukkutíma fyrir leik. Fulltrúar beggja liða mættu á svokallaðan „tæknifund“ með eftirlitsmanni leiksins en Haukar segja að hann hafi hafist seinna en áætlað var vegna þess að eftirlitsmaður hafi mætt seint auk þess sem fulltrúi ÍBV hafi vikið af fundinum um tíma, áður en eftirlitsmaður mætti. Leikskýrslurnar voru slegnar tímanlega inn í „HB ritara“, tölvukerfið sem notað er til að fylla út skýrslur. Erfiðlega gekk þó að prenta út skýrslu til yfirferðar en þegar það tókst loks var innan við klukkutími í leik. Fulltrúi Hauka tók þá eftir því að nafn Helga Marinós Kristóferssonar var á skýrslunni en þar átti Andri Fannar Elísson að vera í hans stað. Hann breytti því skýrslunni en eftirlitsmaður HSÍ sagðist þá þurfa að geta þess í skýrslu um leikinn. Dómstóll HSÍ dæmdi ÍBV í vil en Haukar áfrýjuðu úrskurðinum. Og enn hefur ekki fengið niðurstaða í það mál eins og fyrr sagði. Telja að skýrslan sé ekki rétt Eftir að ÍBV hafði verið dæmdur sigur ræddi Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, við Vísi þar sem hann sagði meðal annars telja að skýrsla eftirlitsmannsins hafi ekki verið rétt. „Mikil vonbrigði. Mjög svekktir með þetta og kom okkur mjög mikið á óvart miðað við hvernig þetta var allt saman,“ sagði Ásgeir Örn. „Mér fannst við vinna leikinn sannfærandi og eiga það fyllilega skilið að fara áfram. Það er í anda leiksins að betra liðið eigi að komast áfram. Maður getur sett spurningamerki við það hvernig maður vill komast áfram í bikarnum en það er ekki mitt að dæma um það. Mér finnst þessi skýrsla sem var send inn af eftirlitsmanni, held að hún sé bara alls ekki sönn. Held hún sé bara ekki rétt.“ Leikur Hauka og ÍBV dró dilk á eftir sér vegna þess sem gerðist innan vallar. Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV, var nefnilega dæmdur í tveggja leikja bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Skarphéðins Ívars Einarssonar, leikmanns Hauka.
Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Tengdar fréttir „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Þetta er bara algjör þvæla. En fyrst að menn vilja fara þessa leið þá getum við haldið áfram að eyða tíma í þessa vitleysu,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, eftir að félaginu var dæmt 10-0 tap gegn ÍBV. 27. nóvember 2024 12:03 ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Eyjamenn bíða nú eftir niðurstöðu Dómstóls HSÍ eftir að hafa kært Hauka fyrir að nota ólöglegan leikmann, í leik liðanna í Powerade-bikar karla í handbolta fyrir viku. 24. nóvember 2024 11:44 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
„Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Þetta er bara algjör þvæla. En fyrst að menn vilja fara þessa leið þá getum við haldið áfram að eyða tíma í þessa vitleysu,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, eftir að félaginu var dæmt 10-0 tap gegn ÍBV. 27. nóvember 2024 12:03
ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Eyjamenn bíða nú eftir niðurstöðu Dómstóls HSÍ eftir að hafa kært Hauka fyrir að nota ólöglegan leikmann, í leik liðanna í Powerade-bikar karla í handbolta fyrir viku. 24. nóvember 2024 11:44
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti