Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. desember 2024 07:12 Móðir grætur eftir að hafa fundið einn sona sinna í líkhúsi í Damaskus. AP/Hussein Malla Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. Í yfirlýsingu sem birt var á Telegram segir Ahmed Hussein al-Sharaa, einnig þekktur sem Abu Mohammed al-Jolani, leiðtogi uppreisnarhópsins HTS, að hinir seku verði eltir uppi í Sýrlandi og erlend ríki beðin um að framselja þá sem flýja þangað. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa uppreisnarmenn unnið að því síðustu tvær vikur að leita að herforingjum og öðrum embættismönnum stjórnar forsetans Bashar al-Assad. Margir þeirra eru sagðir hafa flúið land en talið er að sumir þeirra séu í felum við ströndina, þar sem stuðningur við Assad er mestur. Guardian segir að nokkur myndskeið sem séu í dreifingu á samfélagsmiðlum virðist sýna dráp á mönnum í herklæðum víðsvegar um Sýrland. Þá hafa þúsundir freistað þess að flýja landið inn í Líbanon og uppreisnarmenn leitað að meðlimum her- og öryggissveita Assad og fjölskyldum þeirra við landamærin. Leit stendur enn yfir í fangelsum landsins að einstaklingum sem hafa horfið á síðustu árum. Fjöldi líka hefur fundist sem sýna ummerki pyntinga. Þá söfnuðust þúsundir saman í al-Midan í Damaskus í gær, þar sem orðrómur hafði farið af stað um að hengja ætti einn höfuðpauranna á bakvið fjöldamorðið í Tadamon. Það átti sér stað árið 2013 en upptökur hermanna Assad leiddu í ljós að að minnsta kosti 288 einstaklingar, þar af tólf börn, hefðu verið skotnir og látnir falla í gryfjur sem síðan var kveikt í. Enn ríkir algjör óvissa um framtíð stjórnskipunar í landinu í kjölfar brotthvarfs Assad. Sýrland Hernaður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Í yfirlýsingu sem birt var á Telegram segir Ahmed Hussein al-Sharaa, einnig þekktur sem Abu Mohammed al-Jolani, leiðtogi uppreisnarhópsins HTS, að hinir seku verði eltir uppi í Sýrlandi og erlend ríki beðin um að framselja þá sem flýja þangað. Samkvæmt umfjöllun Guardian hafa uppreisnarmenn unnið að því síðustu tvær vikur að leita að herforingjum og öðrum embættismönnum stjórnar forsetans Bashar al-Assad. Margir þeirra eru sagðir hafa flúið land en talið er að sumir þeirra séu í felum við ströndina, þar sem stuðningur við Assad er mestur. Guardian segir að nokkur myndskeið sem séu í dreifingu á samfélagsmiðlum virðist sýna dráp á mönnum í herklæðum víðsvegar um Sýrland. Þá hafa þúsundir freistað þess að flýja landið inn í Líbanon og uppreisnarmenn leitað að meðlimum her- og öryggissveita Assad og fjölskyldum þeirra við landamærin. Leit stendur enn yfir í fangelsum landsins að einstaklingum sem hafa horfið á síðustu árum. Fjöldi líka hefur fundist sem sýna ummerki pyntinga. Þá söfnuðust þúsundir saman í al-Midan í Damaskus í gær, þar sem orðrómur hafði farið af stað um að hengja ætti einn höfuðpauranna á bakvið fjöldamorðið í Tadamon. Það átti sér stað árið 2013 en upptökur hermanna Assad leiddu í ljós að að minnsta kosti 288 einstaklingar, þar af tólf börn, hefðu verið skotnir og látnir falla í gryfjur sem síðan var kveikt í. Enn ríkir algjör óvissa um framtíð stjórnskipunar í landinu í kjölfar brotthvarfs Assad.
Sýrland Hernaður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“