Hákon kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið í 3-2 sigri á austurríska félaginu Sturm Graz.
Hákon skoraði með þrumuskoti utarlega úr vítateignum en markið hans kom á 81. mínútu leiksins.
Osame Sahraoui og Mitchel Bakker komu Lille í 2-0 í fyrri hálfleiknum en gestunum tókst að jafna með marki í uppbótatíma fyrri hálfleiks og öðru marki í byrjun þess seinni.
Mörk Graz skoruðu Otar Kiteishvili og Mika Biereth.
Hákon kom inn á völlinn á 80. mínútu og aðeins mínútu síðar var hann búin að skora.
Markið skoraði hann eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Jonathan David.
Þetta er fyrsta mark hans í Meistaradeildinni á þessu tímabili en hann skoraði fyrir FC Kaupmannahöfn á móti Dortmund í nóvember 2022.
Eftir þennan mikilvæga sigur er Lille í sjötta sætinu með þrettán stig.
Atletico Madrid vann á sama tíma 3-1 sigur á Slovan Bratislava. Antoine Griezmann skoraði tvö mörk og Julián Álvarez kom liðinu í 1-0. Atletico er í tíunda sæti með tólf stig.