Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2024 08:50 Framkvæmdastjóri móðurfélags The Onion segir félagið enn staðráðið í því að eignast Infowars. Getty/Mario Tama Dómari í Houston í Bandaríkjunum hefur ógilt söluna á Infowars, heimasíðu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones, til háðsmiðilsins The Onion. Infowars og tengdar eignir voru boðnar upp á dögunum, eftir að Jones var dæmdur til að greiða fjölskyldum einstaklinganna sem skotnir voru til bana í Sandy Hook árið 2012 samtals 1,4 milljarð Bandaríkjadollara í miskabætur. Jones hélt því fram í mörg ár að skotárásin hefði aldrei átt sér stað og að umræddar fjölskyldur væru leikarar sem hefðu verið fengnir til að hjálpa til við að setja harmleikinn á svið. Dómarinn Christopher M. Lopez komst að þeirri niðurstöðu að jafnvel þótt enginn hefði gert neitt rangt þegar Infowars var selt The Onion hefði skiptastjóri þrotabúsins, Christopher Murray, ekki gert allt sem hann gat til að hámarka virði eigna þrotabúsins. Aðeins tveir buðu í eignirnar; The Onion og First United American Companies, sem hefur tengsl við Jones. Málareksturinn fyrir dóminum varðaði að stórum hluta það hvort fjölskyldurnar sem fengu dæmdar bætur hefðu mátt ráðstafa þeim til að taka þátt í uppboðinu með The Onion. Infowars var slegið The Onion á sjö milljónir dollara, þar af kom 1,75 milljón frá móðurfélagi The Onion en restin frá fjölskyldunum. Þannig virðast þær í raun hafa ætlað að afsala sér umræddri upphæð en bróðurparturinn af ágóða sölunnar á Infowars mun renna í þeirra vasa upp í miskabæturnar sem þeim voru dæmdar. Tilboð First United American Companies hljóðaði upp á 3,5 milljónir dollara. Lopez sagði að skiljanlega væri málið tilfinningaþrungið, bæði fyrir fjölskyldurnar og fyrir stuðningsmenn Jones. Hins vegar hefði mátt standa betur að því að hámarka virði eignanna, til dæmis með því að bjóða Infowars upp fyrir opnum tjöldum og leyfa aðilum að keppast um bitann. Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Infowars og tengdar eignir voru boðnar upp á dögunum, eftir að Jones var dæmdur til að greiða fjölskyldum einstaklinganna sem skotnir voru til bana í Sandy Hook árið 2012 samtals 1,4 milljarð Bandaríkjadollara í miskabætur. Jones hélt því fram í mörg ár að skotárásin hefði aldrei átt sér stað og að umræddar fjölskyldur væru leikarar sem hefðu verið fengnir til að hjálpa til við að setja harmleikinn á svið. Dómarinn Christopher M. Lopez komst að þeirri niðurstöðu að jafnvel þótt enginn hefði gert neitt rangt þegar Infowars var selt The Onion hefði skiptastjóri þrotabúsins, Christopher Murray, ekki gert allt sem hann gat til að hámarka virði eigna þrotabúsins. Aðeins tveir buðu í eignirnar; The Onion og First United American Companies, sem hefur tengsl við Jones. Málareksturinn fyrir dóminum varðaði að stórum hluta það hvort fjölskyldurnar sem fengu dæmdar bætur hefðu mátt ráðstafa þeim til að taka þátt í uppboðinu með The Onion. Infowars var slegið The Onion á sjö milljónir dollara, þar af kom 1,75 milljón frá móðurfélagi The Onion en restin frá fjölskyldunum. Þannig virðast þær í raun hafa ætlað að afsala sér umræddri upphæð en bróðurparturinn af ágóða sölunnar á Infowars mun renna í þeirra vasa upp í miskabæturnar sem þeim voru dæmdar. Tilboð First United American Companies hljóðaði upp á 3,5 milljónir dollara. Lopez sagði að skiljanlega væri málið tilfinningaþrungið, bæði fyrir fjölskyldurnar og fyrir stuðningsmenn Jones. Hins vegar hefði mátt standa betur að því að hámarka virði eignanna, til dæmis með því að bjóða Infowars upp fyrir opnum tjöldum og leyfa aðilum að keppast um bitann.
Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“