Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2024 08:04 Eygló Fanndal Sturludóttir leyfði fylgjendum Weight Lifting House að fylgjast með æfingu á HM í Barein. @WeightLiftingHouse Læknaneminn Eygló Fanndal Sturludóttir keppir í dag á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Manama í Barein. Hún keppir nú í A-hópi í fyrsta sinn og vill sýna fyrir sjálfri sér og öðrum að hún eigi heima meðal þeirra bestu. Eygló keppir í -71 kg flokki klukkan 14:30 í dag, og er í hópi með til að mynda Ólympíumeistaranum Oliviu Reeves frá Bandaríkjunum. Þegar Eygló byrjar að snara (e. snatch) og jafnhenda (e. clean & jerk) verða stelpurnar í B-hópnum, sem Eygló tilheyrði áður, búnar að ljúka sér af og komið að þeim níu bestu í þyngdarflokknum. Eygló var gripin í skemmtilegt viðtal af Weightlifting House, sem sjá má hér að neðan, þar sem fylgst var með æfingu hennar á HM. Þar lýsti hún álaginu sem fylgir því að vera í læknanámi samhliða því að æfa til að komast á Ólympíuleika og hvernig sér liði að vera meðal þeirra bestu í heimi. Þrátt fyrir að vera Evrópumeistari U23 ára og hafa í haust lyft þyngdum sem hefðu skilað silfri á EM fullorðinna, og 6. sæti á Ólympíuleikunum í París, þá kveðst Eygló finna stundum fyrir „imposter syndrome“ á HM, það er að segja þeirri tilfinningu að hún eigi ekki heima þarna í hópi þeirra bestu. „Hvað er ég að gera hérna?“ „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í A-hópnum á HM. Markmiðið var að komast í A-hópinn, læra og undirbúa hausinn fyrir það. Það kemur alveg fyrir að maður finni fyrir loddaralíðan (e. Imposter syndrome). Maður er á æfingasvæðinu og sér stelpur eins og Oliviu og hugsar með sér: Hvað er ég að gera hérna? Af hverju er ég hér? Markmiðið núna er auðvitað að lyfta eins þungu og ég get en líka bara að venjast því að vera innan um sterkustu stelpurnar og líða eins og ég eigi heima hérna. Ég vil bara æfa, verða sterkari og koma mér í hóp tíu bestu eða hvað sem þarf því ég vil komast til Los Angeles 2028,“ segir Eygló í viðtalinu við WH, en hún er með skýrt markmið um að komast á næstu Ólympíuleika eftir að hafa rétt misst af farseðlinum til Parísar. Eins og fyrr segir átti Eygló frábært haust og varð Evrópumeistari 23ja ára og yngri í sínum flokki, og setti um leið Norðurlandamet í fullorðinsflokki. Hún lyfti þá 104 kg í snörun og 133 kg í jafnhendingu, eða samtals 237 kg. Árangur Eyglóar var sá besti á mótinu. Eygló verður þriðja íslenska lyftingakonan til að keppa á HM í Barein. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 17. sæti í -59 kg flokki. Hún lyfti 82 kg í snörun og 105 kg í jafnhendingu, eða samtals 187 kg. Þetta var fimmta heimsmeistaramót Þuríðar en hún hefur best náð 10. sæti, árið 2017, sem er jafnframt besti árangur íslenskra kvenna á HM til þessa. Amalía Ósk Sigurðardóttir keppti svo í -64 kg flokki í gær og hafnaði í 37. sæti. Hún snaraði 80 kg og jafnhenti 100 kg, og lyfti því samtals 180 kg. Eygló keppir svo eins og fyrr segir klukkan 14:30 í dag. Lyftingar Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Fleiri fréttir Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Sjá meira
Eygló keppir í -71 kg flokki klukkan 14:30 í dag, og er í hópi með til að mynda Ólympíumeistaranum Oliviu Reeves frá Bandaríkjunum. Þegar Eygló byrjar að snara (e. snatch) og jafnhenda (e. clean & jerk) verða stelpurnar í B-hópnum, sem Eygló tilheyrði áður, búnar að ljúka sér af og komið að þeim níu bestu í þyngdarflokknum. Eygló var gripin í skemmtilegt viðtal af Weightlifting House, sem sjá má hér að neðan, þar sem fylgst var með æfingu hennar á HM. Þar lýsti hún álaginu sem fylgir því að vera í læknanámi samhliða því að æfa til að komast á Ólympíuleika og hvernig sér liði að vera meðal þeirra bestu í heimi. Þrátt fyrir að vera Evrópumeistari U23 ára og hafa í haust lyft þyngdum sem hefðu skilað silfri á EM fullorðinna, og 6. sæti á Ólympíuleikunum í París, þá kveðst Eygló finna stundum fyrir „imposter syndrome“ á HM, það er að segja þeirri tilfinningu að hún eigi ekki heima þarna í hópi þeirra bestu. „Hvað er ég að gera hérna?“ „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í A-hópnum á HM. Markmiðið var að komast í A-hópinn, læra og undirbúa hausinn fyrir það. Það kemur alveg fyrir að maður finni fyrir loddaralíðan (e. Imposter syndrome). Maður er á æfingasvæðinu og sér stelpur eins og Oliviu og hugsar með sér: Hvað er ég að gera hérna? Af hverju er ég hér? Markmiðið núna er auðvitað að lyfta eins þungu og ég get en líka bara að venjast því að vera innan um sterkustu stelpurnar og líða eins og ég eigi heima hérna. Ég vil bara æfa, verða sterkari og koma mér í hóp tíu bestu eða hvað sem þarf því ég vil komast til Los Angeles 2028,“ segir Eygló í viðtalinu við WH, en hún er með skýrt markmið um að komast á næstu Ólympíuleika eftir að hafa rétt misst af farseðlinum til Parísar. Eins og fyrr segir átti Eygló frábært haust og varð Evrópumeistari 23ja ára og yngri í sínum flokki, og setti um leið Norðurlandamet í fullorðinsflokki. Hún lyfti þá 104 kg í snörun og 133 kg í jafnhendingu, eða samtals 237 kg. Árangur Eyglóar var sá besti á mótinu. Eygló verður þriðja íslenska lyftingakonan til að keppa á HM í Barein. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 17. sæti í -59 kg flokki. Hún lyfti 82 kg í snörun og 105 kg í jafnhendingu, eða samtals 187 kg. Þetta var fimmta heimsmeistaramót Þuríðar en hún hefur best náð 10. sæti, árið 2017, sem er jafnframt besti árangur íslenskra kvenna á HM til þessa. Amalía Ósk Sigurðardóttir keppti svo í -64 kg flokki í gær og hafnaði í 37. sæti. Hún snaraði 80 kg og jafnhenti 100 kg, og lyfti því samtals 180 kg. Eygló keppir svo eins og fyrr segir klukkan 14:30 í dag.
Lyftingar Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Fleiri fréttir Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti