Verð á kaffi sögulega hátt Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2024 22:59 Morgunbollinn verður sífellt dýrari. EPA Verð á kaffi hefur tekið stökk og hefur aldrei verið hærra. Verðhækkanirnar má rekja til áætlana um minni uppskeru á kaffibaunum en undanfarin ár vegna mikilla þurrka og rigninga. Kaffiframleiðendur segjast aldrei hafa séð annað eins. Í dag hækkaði verð á arabica kaffibaunum, sem er vinsælasta tegund kaffibauna, upp í 3,44 Bandaríkjadali á pund. Það jafngildir 479 krónum á hver 453 grömm. Í umfjöllun Guardian segir að verð á kaffibaununum hafi hækkað um 80 prósent á árinu. Þá hefur verð á robusta kaffibaunum, sem eru ódýrari og eru meðal annars notaðar í neskaffi, næstum tvöfaldast á árinu. Í lok nóvember var verð á slíkum kaffibaunum 5694 Bandaríkjadalir á tonn. Verðhækkanirnar eru til komnar vegna spáa um minni uppskeru á kaffibaunum í ár eftir að óveður reið yfir í Brasilíu og Víetnam, þar sem kaffibaunir eru ræktaðar í stórum stíl, og eyðilagði plantekrur. Þá heldur eftirspurn eftir kaffi áfram að aukast milli ára. Svipuð staða vegna kakóbauna Matvælaframleiðandinn Nestlé, sem á bæði vörumerkin Nescafé og Nespresso, tilkynnti í síðasta mánuði að verð á kaffi komi til með að hækka og skammtastærðir komi í leið til með að minnka. Verð á Nescafé hefur hækkað um fimmtán prósent á núliðnu ári á breskum markaði, að því er kemur fram í umfjöllun Guardian. Þá tilkynnti ítalski kaffiframleiðandinn Lavazza í sumar að verð á kaffi yrði áfram „mjög hátt“ og að ólíklega tæki það við sér fyrr en um mitt ár 2025. Giuseppe Lavazza forstjóri Lavazza sagðist þá aldrei hafa séð aðra eins verðhækkun og að framleiðandinn væri undir gríðarlegu álagi. Verðmet á kaffi var síðast slegið árið 1977 þegar snjókoma í Brasilíu olli því að plantekrur eyðilögðust. Auk kaffibauna hefur gríðarleg verðhækkun orðið á kakói, hráefninu sem súkkulaði er unnið úr. Íslendingar hafa þegar þurft að bera hallann af þeirri verðhækkun en verð á súkkulaði hækkaði um 123 prósent á einu ári. Drykkir Tengdar fréttir Konfektið í hæstu hæðum Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 4. desember 2024 20:02 Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju og Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu-Lindu, segja von á svipuðum verðhækkunum hjá þeim og hjá Nóa Síríus. Neytendur muni finna fyrir þeim um til dæmis páskana. Þeir fóru yfir alls kyns súkkulaðitengt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 9. desember 2024 11:17 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig „Þetta eru fordæmalausir tímar sem við erum að upplifa, og við þurfum að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Hinrik Hinriksson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Nóa Siríus. 5. desember 2024 14:55 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Í dag hækkaði verð á arabica kaffibaunum, sem er vinsælasta tegund kaffibauna, upp í 3,44 Bandaríkjadali á pund. Það jafngildir 479 krónum á hver 453 grömm. Í umfjöllun Guardian segir að verð á kaffibaununum hafi hækkað um 80 prósent á árinu. Þá hefur verð á robusta kaffibaunum, sem eru ódýrari og eru meðal annars notaðar í neskaffi, næstum tvöfaldast á árinu. Í lok nóvember var verð á slíkum kaffibaunum 5694 Bandaríkjadalir á tonn. Verðhækkanirnar eru til komnar vegna spáa um minni uppskeru á kaffibaunum í ár eftir að óveður reið yfir í Brasilíu og Víetnam, þar sem kaffibaunir eru ræktaðar í stórum stíl, og eyðilagði plantekrur. Þá heldur eftirspurn eftir kaffi áfram að aukast milli ára. Svipuð staða vegna kakóbauna Matvælaframleiðandinn Nestlé, sem á bæði vörumerkin Nescafé og Nespresso, tilkynnti í síðasta mánuði að verð á kaffi komi til með að hækka og skammtastærðir komi í leið til með að minnka. Verð á Nescafé hefur hækkað um fimmtán prósent á núliðnu ári á breskum markaði, að því er kemur fram í umfjöllun Guardian. Þá tilkynnti ítalski kaffiframleiðandinn Lavazza í sumar að verð á kaffi yrði áfram „mjög hátt“ og að ólíklega tæki það við sér fyrr en um mitt ár 2025. Giuseppe Lavazza forstjóri Lavazza sagðist þá aldrei hafa séð aðra eins verðhækkun og að framleiðandinn væri undir gríðarlegu álagi. Verðmet á kaffi var síðast slegið árið 1977 þegar snjókoma í Brasilíu olli því að plantekrur eyðilögðust. Auk kaffibauna hefur gríðarleg verðhækkun orðið á kakói, hráefninu sem súkkulaði er unnið úr. Íslendingar hafa þegar þurft að bera hallann af þeirri verðhækkun en verð á súkkulaði hækkaði um 123 prósent á einu ári.
Drykkir Tengdar fréttir Konfektið í hæstu hæðum Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 4. desember 2024 20:02 Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju og Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu-Lindu, segja von á svipuðum verðhækkunum hjá þeim og hjá Nóa Síríus. Neytendur muni finna fyrir þeim um til dæmis páskana. Þeir fóru yfir alls kyns súkkulaðitengt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 9. desember 2024 11:17 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig „Þetta eru fordæmalausir tímar sem við erum að upplifa, og við þurfum að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Hinrik Hinriksson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Nóa Siríus. 5. desember 2024 14:55 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Konfektið í hæstu hæðum Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 4. desember 2024 20:02
Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju og Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu-Lindu, segja von á svipuðum verðhækkunum hjá þeim og hjá Nóa Síríus. Neytendur muni finna fyrir þeim um til dæmis páskana. Þeir fóru yfir alls kyns súkkulaðitengt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 9. desember 2024 11:17
Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig „Þetta eru fordæmalausir tímar sem við erum að upplifa, og við þurfum að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Hinrik Hinriksson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Nóa Siríus. 5. desember 2024 14:55