„Ég var alveg smeykur við þennan leik” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 10. desember 2024 21:47 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, er að gera góða hluti með sitt lið. VísirJón Gautur Hannesson „Þetta var naumur sigur en við gleðjumst yfir því,” sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir að liðið hans fór með 66-60 sigur af hólmi gegn Grindavík í kvöld. Njarðvíkingar byrjuðu mun betur og voru þær komnar með 15 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. Brittany Dinkins var þar fremst í flokki og setti hún 22 stig í fyrri hálfleik. „Hún var frábær í fyrri hálfleik, maður sá svo sem alveg að það voru vond teikn á lofti. Það voru bara tvær stelpur sem voru að bera upp sóknarleikinn hjá okkur, við fáum held ég bara stig frá þremur leikmönnum sem er ekki gott. Grindavík setti þá bara allan þunga í það að reyna að tvöfalda á Brittany og koma boltanum úr hennar höndum í seinni hálfleik. Ég verð að vera ánægður í ljósi þess að mér fannst við spila vel fyrstu sjö mínúturnar sem við vorum undir og síðustu þrjár,” sagði Einar. Grindvíkingar komu sterklega til baka í seinni hálfleik og voru komnir með 8 stiga forskot þegar u.þ.b. sjö mínútur voru eftir. Einar vill þó ekki meina að það hafi verið breytingar hjá þjálfarateyminu sem skóp sigurinn. „Okkur vantaði í raun bara stig úr fleiri áttum. Ena, Bo og Hulda voru búnar að hafa mjög hægt um sig í dag. Sérstaklega Bo og Hulda, voru með skot sem voru bara ekki að detta. Þær mega eiga það að þær stigu upp á þessum síðustu þrem til fjórum mínútum sem að létti á okkur. Á sama tíma var liðið mjög sterkt varnarlega síðustu fimm mínúturnar,” sagði Einar. Grindavík var á fjögurra leikja taphrinu fyrir þennan leik og Njarðvík taldir sigurstranglegri. Það var því frekar óvænt að sjá Grindavík leiða þegar lítið var eftir en Njarðvíkingar náðu á endanum að fara með þetta yfir línuna. „Ég var alveg smeykur við þennan leik, ég get alveg sagt það opinberlega núna. Að vinna leik á laugardaginn í hasarnum sem var á síðustu sekúndunum þar. Það var mikið adrenalín, mikið fjör og mikil gleði. Það er alveg erfitt að gíra sig upp í næsta leik þar á eftir, þó að ég og Óli séum búnir að vera að mala í eyrun á þeim að leikurinn í kvöld væri hrikalega mikilvægur. Þá eru þær mannlegar, og ég er ekki að segja að þær hafi verið saddar eða kærulausar, en það var bara ekki gott orkustig yfir okkur. Ég er rosalega ánægður með að koma til baka með þeim hætti sem þær gerðu, þá sýndu þær bara áræðni og þor í restina til þess að klára þennan leik,” sagði Einar. Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Njarðvíkingar byrjuðu mun betur og voru þær komnar með 15 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. Brittany Dinkins var þar fremst í flokki og setti hún 22 stig í fyrri hálfleik. „Hún var frábær í fyrri hálfleik, maður sá svo sem alveg að það voru vond teikn á lofti. Það voru bara tvær stelpur sem voru að bera upp sóknarleikinn hjá okkur, við fáum held ég bara stig frá þremur leikmönnum sem er ekki gott. Grindavík setti þá bara allan þunga í það að reyna að tvöfalda á Brittany og koma boltanum úr hennar höndum í seinni hálfleik. Ég verð að vera ánægður í ljósi þess að mér fannst við spila vel fyrstu sjö mínúturnar sem við vorum undir og síðustu þrjár,” sagði Einar. Grindvíkingar komu sterklega til baka í seinni hálfleik og voru komnir með 8 stiga forskot þegar u.þ.b. sjö mínútur voru eftir. Einar vill þó ekki meina að það hafi verið breytingar hjá þjálfarateyminu sem skóp sigurinn. „Okkur vantaði í raun bara stig úr fleiri áttum. Ena, Bo og Hulda voru búnar að hafa mjög hægt um sig í dag. Sérstaklega Bo og Hulda, voru með skot sem voru bara ekki að detta. Þær mega eiga það að þær stigu upp á þessum síðustu þrem til fjórum mínútum sem að létti á okkur. Á sama tíma var liðið mjög sterkt varnarlega síðustu fimm mínúturnar,” sagði Einar. Grindavík var á fjögurra leikja taphrinu fyrir þennan leik og Njarðvík taldir sigurstranglegri. Það var því frekar óvænt að sjá Grindavík leiða þegar lítið var eftir en Njarðvíkingar náðu á endanum að fara með þetta yfir línuna. „Ég var alveg smeykur við þennan leik, ég get alveg sagt það opinberlega núna. Að vinna leik á laugardaginn í hasarnum sem var á síðustu sekúndunum þar. Það var mikið adrenalín, mikið fjör og mikil gleði. Það er alveg erfitt að gíra sig upp í næsta leik þar á eftir, þó að ég og Óli séum búnir að vera að mala í eyrun á þeim að leikurinn í kvöld væri hrikalega mikilvægur. Þá eru þær mannlegar, og ég er ekki að segja að þær hafi verið saddar eða kærulausar, en það var bara ekki gott orkustig yfir okkur. Ég er rosalega ánægður með að koma til baka með þeim hætti sem þær gerðu, þá sýndu þær bara áræðni og þor í restina til þess að klára þennan leik,” sagði Einar.
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira