Fótbolti

Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Olivia Thomas fagnar lokaflautinu ásamt liðsfélögum sínum í fótboltaliði University of North Carolina.
Olivia Thomas fagnar lokaflautinu ásamt liðsfélögum sínum í fótboltaliði University of North Carolina. Getty/Andy Mead

Olivia Thomas sá öðrum fremur til þess að University of North Carolina vann bandaríska háskólameistaratitilinn í kvennafótboltanum í ár.

Thomas skoraði eina mark úrslitaleiksins á móti Wake Forest og þetta var alvöru mark.

Tar Heels, sem er gælunafn Norður-Karólínu skólans, var að vinna sinn fyrsta háskólatitil í tólf ár en þann 22. í sögunni.

Sigurmarkið hennar Thomas skoraði hún með stórglæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu en markið má sjá hér fyrir neðan. „Bend til like Beckham“ skrifaði einhver en David Beckham hefði verið stoltur af slíku markið og mikilvægið gerði það síðan enn merkilegra.

Þetta var fjórða mark hennar Thomas í úrslitakeppnini og níunda markið hennar á tímabilinu.

Ísland átti fulltrúa í silfurliði Wake Forest en Víkingurinn Kristín Erla Johnson var í byrjunarliði liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×