Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2024 10:35 Fjöldi fólks hefur reynt að finna fjölskyldumeðlimi sína eða upplýsingar um þá í Saydnaya fangelsinu. AP/Hussein Malla Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. Saydnaya hefur um árabil gengið undir nafninu „Sláturhúsið“ en þar er talið að Assad-liðar hafi látið tugi þúsunda manna „hverfa“. Aðgerðasinnar og andstæðingar Assad-fjölskyldunnar hafa verið fluttir þangað, og til annarra alræmdra fangelsa í Sýrlandi, í massavís í gegnum árin þar sem þeir hafa verið pyntaðir og myrtir í dýflissum, sem grafnar voru djúpt í jörðu. Mannréttindasamtökin Amnesty International telja að allt að þrettán þúsund manns hafi verið hengdir í Saydnaya frá árunum 2011 til 2015. Fréttakona CNN ræddi við Maysoon Labut sem fór til Saydnaya á mánudaginn í leit að þremur bræðrum sínum og tengdasyni. Orðrómur var þá á kreiki um að enn væri ekki búið að opna dýpstu kima fangelsisins og þar mætti finna fjölda fólks sem hefði verið handtekið af Assad-liðum í gegnum árin. Ekkert slíkt svæði hefur fundist og hefur öllum föngum verið sleppt. Einn aðgerðasinni sagði í samtali við CNN að áætlað væri að um þrjú þúsund manns hafi verið sleppt úr fangelsinu. Margra er þó enn saknað og leitar fólk í von og óvon að upplýsingum um þá í gagnasöfnum fangelsisins. Fólk hefur einnig lesið veggjakrot í klefum fangelsisins í leit að nöfnum fjölskyldumeðlima. CNN's @clarissaward reports from inside Syria's Saydnaya prison, dubbed the 'human slaughterhouse' by Amnesty International, as family members desperately search for records of loved ones.Watch her full report here https://t.co/KfwOqDmaso pic.twitter.com/TXYgjxdDUS— Lauren Cone (@LConeCNN) December 10, 2024 Tugir þúsunda hafa horfið Ríkisstjórn Assads stundaði það lengi að láta fólk hverfa en slíkum tilfellum fjölgaði mjög um 2011, þegar andóf gegn ríkisstjórninni jókst. Pyntingar voru tíðar og eins og áður hefur komið fram hefur mikið af þessu fólki horfið alfarið. Wall Street Journal hefur eftir mannréttindasamtökunum Syrian Network for Human Rights að frá 2011 sé talið að rúmlega 96 þúsund manns hafi horfið í fangelsakerfi Sýrlands. Þar af margir í Saydnaya. Fólk hefur gramsað í skjölum í fangelsinu og lesið veggjakrot, í leit að upplýsingum.AP/Hussein Malla Þá hefur mörgum verið sleppt úr fangelsum á undanförnum dögum og hafa nokkrir þeirra verið áratugi í fangelsi. Í minnst einu tilfelli hafði maður setið í fangelsi í 43 ár en hann var handtekinn þegar Hafez al-Assad, faðir Bashar, var við völd. BBC segir frá tveimur mönnum sem fundust í Saydnaya sem gátu ekki svarað spurningum fólks um hvað þeir hétu né hversu lengi þeir hefðu verið í haldi. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Al Jazeera frá því gærkvöldi um leit fólks að fjölskyldumeðlimum í Saydnaya og öðrum fangelsum. 🚨🚨🚨🚨One of the Syrian detainees released in recent days spent 40 years in prison. He has lost his memory and suffers from mental issues due to the extreme and horrific torture he endured. Share this tweet and let the world know why we have not backed down an inch in… pic.twitter.com/VCyRFj3z3o— Omar Abu Layla (@OALD24) December 9, 2024 Sýrland Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Saydnaya hefur um árabil gengið undir nafninu „Sláturhúsið“ en þar er talið að Assad-liðar hafi látið tugi þúsunda manna „hverfa“. Aðgerðasinnar og andstæðingar Assad-fjölskyldunnar hafa verið fluttir þangað, og til annarra alræmdra fangelsa í Sýrlandi, í massavís í gegnum árin þar sem þeir hafa verið pyntaðir og myrtir í dýflissum, sem grafnar voru djúpt í jörðu. Mannréttindasamtökin Amnesty International telja að allt að þrettán þúsund manns hafi verið hengdir í Saydnaya frá árunum 2011 til 2015. Fréttakona CNN ræddi við Maysoon Labut sem fór til Saydnaya á mánudaginn í leit að þremur bræðrum sínum og tengdasyni. Orðrómur var þá á kreiki um að enn væri ekki búið að opna dýpstu kima fangelsisins og þar mætti finna fjölda fólks sem hefði verið handtekið af Assad-liðum í gegnum árin. Ekkert slíkt svæði hefur fundist og hefur öllum föngum verið sleppt. Einn aðgerðasinni sagði í samtali við CNN að áætlað væri að um þrjú þúsund manns hafi verið sleppt úr fangelsinu. Margra er þó enn saknað og leitar fólk í von og óvon að upplýsingum um þá í gagnasöfnum fangelsisins. Fólk hefur einnig lesið veggjakrot í klefum fangelsisins í leit að nöfnum fjölskyldumeðlima. CNN's @clarissaward reports from inside Syria's Saydnaya prison, dubbed the 'human slaughterhouse' by Amnesty International, as family members desperately search for records of loved ones.Watch her full report here https://t.co/KfwOqDmaso pic.twitter.com/TXYgjxdDUS— Lauren Cone (@LConeCNN) December 10, 2024 Tugir þúsunda hafa horfið Ríkisstjórn Assads stundaði það lengi að láta fólk hverfa en slíkum tilfellum fjölgaði mjög um 2011, þegar andóf gegn ríkisstjórninni jókst. Pyntingar voru tíðar og eins og áður hefur komið fram hefur mikið af þessu fólki horfið alfarið. Wall Street Journal hefur eftir mannréttindasamtökunum Syrian Network for Human Rights að frá 2011 sé talið að rúmlega 96 þúsund manns hafi horfið í fangelsakerfi Sýrlands. Þar af margir í Saydnaya. Fólk hefur gramsað í skjölum í fangelsinu og lesið veggjakrot, í leit að upplýsingum.AP/Hussein Malla Þá hefur mörgum verið sleppt úr fangelsum á undanförnum dögum og hafa nokkrir þeirra verið áratugi í fangelsi. Í minnst einu tilfelli hafði maður setið í fangelsi í 43 ár en hann var handtekinn þegar Hafez al-Assad, faðir Bashar, var við völd. BBC segir frá tveimur mönnum sem fundust í Saydnaya sem gátu ekki svarað spurningum fólks um hvað þeir hétu né hversu lengi þeir hefðu verið í haldi. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Al Jazeera frá því gærkvöldi um leit fólks að fjölskyldumeðlimum í Saydnaya og öðrum fangelsum. 🚨🚨🚨🚨One of the Syrian detainees released in recent days spent 40 years in prison. He has lost his memory and suffers from mental issues due to the extreme and horrific torture he endured. Share this tweet and let the world know why we have not backed down an inch in… pic.twitter.com/VCyRFj3z3o— Omar Abu Layla (@OALD24) December 9, 2024
Sýrland Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira