Ísland ekki sent fleiri til leiks á HM síðan 2016 Aron Guðmundsson skrifar 9. desember 2024 12:02 Íslenska sundfólkið ásamt teyminu sem þeim fylgir út til Búdapest að Hrafnhildi Lúthersdóttur undanskilinni en hún mun sjá um fjölmiðlaumfjöllun af hópnum á meðan á mótinu stendur. Mynd: Sundsamband Íslands Heimsmeistaramótið í 25m laug hefst á morgun í Búdapest í Ungverjalandi og stendur yfir þar til í lok vikunnar. Sundsamband Íslands sendir að þessu sinni átta keppendur til leiks. Reynslubolta í bland við efnilegt sundfólk. Keppendur frá Íslandi hafa ekki verið fleiri á Heimsmeistaramóti í sundi síðan árið 2016. Ísland á HM í 25 metra laug í sundi: Keppendur á mótinu eru: Birnir Freyr Hálfdánarson SH Einar Margeir Ágústsson ÍA Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH Símon Elías Statkevicius SH Snorri Dagur Einarsson SH Snæfríður Sól Jórunnardóttir Alaborg Vala Dís Cicero SH Með þeim eru: Eyleifur Jóhannesson yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ Dadó Fennrir Jasmínuson þjálfari hjá SH Kjell Wormdal þjálfari ÍA Hlynur Sigurðsson sjúkraþjálfari/nuddari Hrafnhildur Lúthersdóttir mun sjá um fjölmiðlaumfjöllun Á Heimsmeistaramóti í 25 metra laug er keppt í undanrásum að morgni í öllum greinum. Sextán bestu sundmennirnir komast í undanúrslit í 50m og 100m greinum en aðeins átta sundmenn komast í úrslit í lengri greinum á borð við 200m, 400m, 800m og 1500 metra sundgreinum. Landsliðsfólk Íslands sem mætir til leiks á HM25 í Búdapest. Keppendur frá Íslandi á HM ekki verið fleiri frá árinu 2016.Mynd: Sundsamband Íslands Fyrir fram er Snæfríður Sól Jórunnardóttur talin næst því að komast í undanúrslit eða úrslit á HM í ár. Samkvæmt útgefnum keppendalistum er Snæfríður með átjánda besta tímann í 100m skriðsundi og áttunda besta tímann inn í 200m skriðsundi og er þannig næst því að komast í undanúrslit eða úrslit af íslensku keppendunum. Á síðasta HM25 árið 2022 varð hún í 11 sæti í 200m skriðsundi. Þá segir í tilkynningu frá sundsambandinu að það verði ekki síður spennandi að fylgjast með Snorra Degi Einarssyni stinga sér til sunds á mótinu. Snorri komst í undanúrslit í 50m bringusundi á Evrópumeistaramótinu í sumar í 50m laug. Þá var Einar Margeir alveg við það að komast í undanúrslit á EM50 í sumar. Þeir Birnir Freyr og Guðmundur Leó eru ungir og efnilegir og hafa báðir náð að komast í undanúrslit á Evrópumeistaramóti unglinga. Það verður því gaman að fylgjast með þeim á stóra sviðinu og hið sama má segja um Völu Dís Cicero, unga sundkonu sem er að stíga sín fyrstu skref á sviði þeirra bestu. Vala Dís er aðeins 16 ára gömul og hefur verið að bæta sig mikið undanfarið ár. Hún gæti komið á óvart á heimsmeistaramótinu í ár en hún mun hefja keppni fyrst af Íslenska sundhópnum og synda 400m skriðsund sem er fyrsta grein mótsins á þriðjudaginn. Strax á eftir henni mun Guðmundur Leó synda 100m baksund og síðan koma þau Símon Elías og Jóhanna Elín, en þau synda bæði 50m flugsund. Símon Elías setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 50 m skriðsundi á ÍM25 í nóvember síðastliðnum Þá keppir Birnir Freyr einnig á þriðjudaginn, en hann syndir 200m fjórsund. Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Keppendur frá Íslandi hafa ekki verið fleiri á Heimsmeistaramóti í sundi síðan árið 2016. Ísland á HM í 25 metra laug í sundi: Keppendur á mótinu eru: Birnir Freyr Hálfdánarson SH Einar Margeir Ágústsson ÍA Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH Símon Elías Statkevicius SH Snorri Dagur Einarsson SH Snæfríður Sól Jórunnardóttir Alaborg Vala Dís Cicero SH Með þeim eru: Eyleifur Jóhannesson yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ Dadó Fennrir Jasmínuson þjálfari hjá SH Kjell Wormdal þjálfari ÍA Hlynur Sigurðsson sjúkraþjálfari/nuddari Hrafnhildur Lúthersdóttir mun sjá um fjölmiðlaumfjöllun Á Heimsmeistaramóti í 25 metra laug er keppt í undanrásum að morgni í öllum greinum. Sextán bestu sundmennirnir komast í undanúrslit í 50m og 100m greinum en aðeins átta sundmenn komast í úrslit í lengri greinum á borð við 200m, 400m, 800m og 1500 metra sundgreinum. Landsliðsfólk Íslands sem mætir til leiks á HM25 í Búdapest. Keppendur frá Íslandi á HM ekki verið fleiri frá árinu 2016.Mynd: Sundsamband Íslands Fyrir fram er Snæfríður Sól Jórunnardóttur talin næst því að komast í undanúrslit eða úrslit á HM í ár. Samkvæmt útgefnum keppendalistum er Snæfríður með átjánda besta tímann í 100m skriðsundi og áttunda besta tímann inn í 200m skriðsundi og er þannig næst því að komast í undanúrslit eða úrslit af íslensku keppendunum. Á síðasta HM25 árið 2022 varð hún í 11 sæti í 200m skriðsundi. Þá segir í tilkynningu frá sundsambandinu að það verði ekki síður spennandi að fylgjast með Snorra Degi Einarssyni stinga sér til sunds á mótinu. Snorri komst í undanúrslit í 50m bringusundi á Evrópumeistaramótinu í sumar í 50m laug. Þá var Einar Margeir alveg við það að komast í undanúrslit á EM50 í sumar. Þeir Birnir Freyr og Guðmundur Leó eru ungir og efnilegir og hafa báðir náð að komast í undanúrslit á Evrópumeistaramóti unglinga. Það verður því gaman að fylgjast með þeim á stóra sviðinu og hið sama má segja um Völu Dís Cicero, unga sundkonu sem er að stíga sín fyrstu skref á sviði þeirra bestu. Vala Dís er aðeins 16 ára gömul og hefur verið að bæta sig mikið undanfarið ár. Hún gæti komið á óvart á heimsmeistaramótinu í ár en hún mun hefja keppni fyrst af Íslenska sundhópnum og synda 400m skriðsund sem er fyrsta grein mótsins á þriðjudaginn. Strax á eftir henni mun Guðmundur Leó synda 100m baksund og síðan koma þau Símon Elías og Jóhanna Elín, en þau synda bæði 50m flugsund. Símon Elías setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 50 m skriðsundi á ÍM25 í nóvember síðastliðnum Þá keppir Birnir Freyr einnig á þriðjudaginn, en hann syndir 200m fjórsund.
Ísland á HM í 25 metra laug í sundi: Keppendur á mótinu eru: Birnir Freyr Hálfdánarson SH Einar Margeir Ágústsson ÍA Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH Símon Elías Statkevicius SH Snorri Dagur Einarsson SH Snæfríður Sól Jórunnardóttir Alaborg Vala Dís Cicero SH Með þeim eru: Eyleifur Jóhannesson yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ Dadó Fennrir Jasmínuson þjálfari hjá SH Kjell Wormdal þjálfari ÍA Hlynur Sigurðsson sjúkraþjálfari/nuddari Hrafnhildur Lúthersdóttir mun sjá um fjölmiðlaumfjöllun
Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira