Innlent

Net­laust á Skaga­strönd eftir slit

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Skagaströnd.
Frá Skagaströnd. Vísir/Vilhelm

Slit hefur orðið á stofnljósleiðarastreng á Skagaströnd og verður því netlaust þar næstu klukkutímana.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu. Þar segir að slitið hafi áhrif á alla þjónustu á Skagaströnd, en bærinn sé eintengdur, það er það liggur eingöngu einn strengur þangað og því sé rof á allri þjónustu eins og stendur.

Samstarfsaðilar Mílu eru nú á staðnum og er unnið að viðgerð sem áætlað er að gæti tekið sex til átta klukkutíma.

Uppfært 7:43: Í tilkynningu frá Mílu segir að búið sé að staðfesta slitstað í Hrafná við Skagaströnd og sé nú verið er að flytja vinnuvélar á staðinn til viðgerðar. Aðstæður á svæðinu séu erfiðar vegna veðurs, áætlaður viðgerðartími er allt að átta klukkustundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×