Innlent

„Lausa­munir eiga ekki að vera lausir á þessum árs­tíma“

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. vísir/egill

Upplýsingafulltrúi Landsbjargar biðlar til fólks að vera ekki á ferðinni og huga að lausamunum. Björgunarsveitir væru í viðbragðsstöðu víða á landinu og hafi verið nóg um verkefni í dag. 

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, ræddi við Elínu Margréti fréttakonu úti í rigningu og vindhviðum í kvöld um verkefni dagsins. 

„Þetta byrjaði aðeins í nótt á norðanverðu Snæfellsnesi þar sem að ferðafólk lenti í vandræðum, bæði á Fróðárheiði og úti við Búlandshöfða. Síðan fengum við í morgun aðstoðarbeiðni frá hópi fólks sem hafði lent í vandræðum inn að Kerlingarfjöllum, á nokkrum jeppum og höfðu verið föst í talsvert langan tíma. Það verkefni leystist núna eftirmiðdaginn, nokkuð vel.“

Þá hafi björgunarsveitir í Grundarfirði verið beðnar um aðstoð vegna yfirvofandi foktjóns. Jón reiknar með að tjón og hætta vegna foks verði með helstu verkefnum björgunarsveita með kvöldinu. Fólk sé í viðbragðsstöðu.

„Þetta er afar slæm spá og sérstaklega fyrir Norðurland vestra, þar sem að viðvörun er orðin appelsínugul. Þetta er enginn tími til að vera á ferðinni. Lausamunir eiga ekki að vera lausir á þessum árstíma svo að fólk má kíkja í kringum sig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×