Fótbolti

Hildur skoraði fyrsta markið fyrir Madrídinga

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hildur gekk til liðs Madrid CFF frá Fortuna Sittard í sumar.
Hildur gekk til liðs Madrid CFF frá Fortuna Sittard í sumar.

Hildur Antonsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Madrid CFF í 2-1 sigri gegn Levante í spænsku úrvalsdeildinni.

Hildur skoraði fyrsta mark leiksins á 38. mínútu þegar hún stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu frá Allegru Poljak. 

Hildur var svo tekin af velli á 74. mínútu.

Kamilla Melgard bætti öðru marki Madídarliðsins við á 79. mínútu, gestunum tókst að minnka muninn aðeins tveimur mínútum síðar en heimakonur héldu út 2-1 sigur.

Þetta var fyrsta mark Hildar síðan hún gekk til liðs við Madrid CFF í sumar. Hún hefur stimplað sig vel inn og er strax orðin lykilleikmaður sem hefur spilað ellefu af tólf deildarleikjum liðsins.

Madrid CFF er í níunda sæti deildarinnar með sextán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×