Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Kristján Már Unnarsson skrifar 7. desember 2024 20:40 Flugvélin Esja með fjallið Esju í baksýn. Þessi fyrsta Airbus-þota Icelandair flaug yfir Reykjavíkurflugvöll síðastliðinn þriðjudag áður en lent var á Keflavíkurflugvelli. Matthías Sveinbjörnsson Hin nýja Airbus-þota Icelandair, Esja, heldur í fyrramálið, á sunnudagsmorgni, í flug frá Keflavík til æfingalendinga á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Aðaltilgangur flugsins er að þjálfa flugmenn þotunnar en flugáhugamönnum bæði norðanlands og austan gefst um leið tækifæri til að sjá hana lenda og taka á loft. Flugáætlun TF-IAA gerir ráð fyrir brottför frá Keflavíkurflugvelli klukkan 9:30 í fyrramálið. Lending á Akureyrarflugvelli er áætluð klukkan 10:15, samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Þar munu starfsmenn máta landgöngustiga flugvallarins við flugvélina sem og annan tækjabúnað vallarins. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur fram að flugáætlun geti breyst, eins og oft sé með þjálfunarflug. Best sé að fylgjast með á FlightRadar og slá þá inn flugnúmerið FI5100. Uppfært klukkan 10:20. Flugtak frá Keflavík var klukkan 10:12 og er lending á Akureyri áætluð klukkan 10:44. Fyrsta flugtak Airbus A321neo-þotu Icelandair á flugvelli Airbus-verksmiðjanna í Hamborg í Þýskalandi þann 19. nóvember síðastliðinn.Airbus/Icelandair Á Akureyrarflugvelli er gert ráð fyrir einni lendingu og um það bil 45 mínútna stoppi. Flugtak frá Akureyri er áætlað klukkan 11:00. Þaðan verður flogið til Egilsstaða þar sem ein lending er áætluð klukkan 11:30. Þar verður sömuleiðis áð í um það bil 45 mínútur til að starfsmönnum flugvallarins gefist færi á að prófa afgreiðslu þotunnar. Flugtak frá Egilsstöðum er áætlað klukkan klukkan 12:15. Lokaleggur hringferðarinnar verður svo til Keflavíkur. Þar er lending áætluð klukkan 13:00 á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu flugvélarinnar til Íslands síðastliðinn þriðjudag: Flugið til Akureyrar og Egilsstaða verður síðasta þjálfunarflugið áður en þotan verður sett inn á áætlunarleiðir Icelandair. Fyrsta farþegaflugið er ráðgert á þriðjudagsmorgni 10. desember. Það verður frá Keflavík til Stokkhólms og til baka. Síðdegis sama dag er svo áformað að þotan fljúgi til Kaupmannahafnar og til baka um kvöldið til Íslands. Icelandair Airbus Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Akureyri Múlaþing Tengdar fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Flugáætlun TF-IAA gerir ráð fyrir brottför frá Keflavíkurflugvelli klukkan 9:30 í fyrramálið. Lending á Akureyrarflugvelli er áætluð klukkan 10:15, samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Þar munu starfsmenn máta landgöngustiga flugvallarins við flugvélina sem og annan tækjabúnað vallarins. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur fram að flugáætlun geti breyst, eins og oft sé með þjálfunarflug. Best sé að fylgjast með á FlightRadar og slá þá inn flugnúmerið FI5100. Uppfært klukkan 10:20. Flugtak frá Keflavík var klukkan 10:12 og er lending á Akureyri áætluð klukkan 10:44. Fyrsta flugtak Airbus A321neo-þotu Icelandair á flugvelli Airbus-verksmiðjanna í Hamborg í Þýskalandi þann 19. nóvember síðastliðinn.Airbus/Icelandair Á Akureyrarflugvelli er gert ráð fyrir einni lendingu og um það bil 45 mínútna stoppi. Flugtak frá Akureyri er áætlað klukkan 11:00. Þaðan verður flogið til Egilsstaða þar sem ein lending er áætluð klukkan 11:30. Þar verður sömuleiðis áð í um það bil 45 mínútur til að starfsmönnum flugvallarins gefist færi á að prófa afgreiðslu þotunnar. Flugtak frá Egilsstöðum er áætlað klukkan klukkan 12:15. Lokaleggur hringferðarinnar verður svo til Keflavíkur. Þar er lending áætluð klukkan 13:00 á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu flugvélarinnar til Íslands síðastliðinn þriðjudag: Flugið til Akureyrar og Egilsstaða verður síðasta þjálfunarflugið áður en þotan verður sett inn á áætlunarleiðir Icelandair. Fyrsta farþegaflugið er ráðgert á þriðjudagsmorgni 10. desember. Það verður frá Keflavík til Stokkhólms og til baka. Síðdegis sama dag er svo áformað að þotan fljúgi til Kaupmannahafnar og til baka um kvöldið til Íslands.
Icelandair Airbus Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Akureyri Múlaþing Tengdar fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53
Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43
Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24