„Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 7. desember 2024 18:38 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, einbeittur á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvík tók á móti ríkjandi bikarmeisturum Keflavík í 16-liða úrslitum VÍS bikarsins. Það var ljóst að um mikinn baráttuleik yrði að ræða og voru það stelpurnar í Njarðvík sem slógu út nágranna sína í Keflavík með minnsta mun 76-75. „[Tilfinningin] er ljúf fyrir okkur þjálfarana en ég get ekki ímyndað mér hvernig hún er fyrir stelpurnar sem eru búnar að tapa fyrir þeim níu sinnum í röð eða hvað það er svo ég er ótrúlega glaður fyrir þeirra hönd.“ Sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í dag. Útlitið var um tíma ekkert alltof bjart fyrir Njarðvíkurliðið en þær sýndu mikla þrautseigju og náðu að landa mikilvægum sigri sem sló út bikarmeistara síðasta árs. „Ég held þetta hafi bara verið þrautseigjan. Við vorum aldrei að fara gefast upp. Í réttum mómentum hérna í restina, risa varnarleikur hjá Enu Viso og Brittany Dinkins sem að gera það að verkum að við siglum þessu.“ „Á hinum endanum þá auðvitað er Brittany Dinkins að gera rosalega mikið fyrir okkur. Við fáum rosalega stórar körfur frá Enu Viso og Bo Guttormsdóttur-Frost á lokakaflanum sem að var akkúrat það sem við þurftum. Við þurftum fleiri til að „chippa inn“ og þetta var bara liðssigur.“ Með því að slá út svona sterkt lið hlýtur það að gefa Njarðvík mikinn kraft fyrir komandi verkefni. „Engin spurning. Það má ekki gleyma því að við ákváðum að spila á sjö stelpum í dag og þrjár þeirra eru sextán ára, þær eru fæddar 2008. Þær eru ekkert í litlum hlutverkum. Þær eru að dekka hérna landsliðsmenn. Hulda María á kafla dekkar Jasmine Dickey hérna og Bo líka. Þær eru með risa hlutverk og ég veit sem er að þetta eru stelpur sem eiga bara eftir að verða betri eftir því sem líður á.“ „Við erum með þekktar stærðir í okkar erlendu leikmönnum og við vitum bara sem er að það er ekkert einhver ein að fara afgreiða þetta lið afþví að þetta lið er með fimm öfluga leikmenn á gólfinu. Mér fannst bara það sem við lögðum upp með í dag ganga fáránlega vel.“ VÍS-bikarinn UMF Njarðvík Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
„[Tilfinningin] er ljúf fyrir okkur þjálfarana en ég get ekki ímyndað mér hvernig hún er fyrir stelpurnar sem eru búnar að tapa fyrir þeim níu sinnum í röð eða hvað það er svo ég er ótrúlega glaður fyrir þeirra hönd.“ Sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í dag. Útlitið var um tíma ekkert alltof bjart fyrir Njarðvíkurliðið en þær sýndu mikla þrautseigju og náðu að landa mikilvægum sigri sem sló út bikarmeistara síðasta árs. „Ég held þetta hafi bara verið þrautseigjan. Við vorum aldrei að fara gefast upp. Í réttum mómentum hérna í restina, risa varnarleikur hjá Enu Viso og Brittany Dinkins sem að gera það að verkum að við siglum þessu.“ „Á hinum endanum þá auðvitað er Brittany Dinkins að gera rosalega mikið fyrir okkur. Við fáum rosalega stórar körfur frá Enu Viso og Bo Guttormsdóttur-Frost á lokakaflanum sem að var akkúrat það sem við þurftum. Við þurftum fleiri til að „chippa inn“ og þetta var bara liðssigur.“ Með því að slá út svona sterkt lið hlýtur það að gefa Njarðvík mikinn kraft fyrir komandi verkefni. „Engin spurning. Það má ekki gleyma því að við ákváðum að spila á sjö stelpum í dag og þrjár þeirra eru sextán ára, þær eru fæddar 2008. Þær eru ekkert í litlum hlutverkum. Þær eru að dekka hérna landsliðsmenn. Hulda María á kafla dekkar Jasmine Dickey hérna og Bo líka. Þær eru með risa hlutverk og ég veit sem er að þetta eru stelpur sem eiga bara eftir að verða betri eftir því sem líður á.“ „Við erum með þekktar stærðir í okkar erlendu leikmönnum og við vitum bara sem er að það er ekkert einhver ein að fara afgreiða þetta lið afþví að þetta lið er með fimm öfluga leikmenn á gólfinu. Mér fannst bara það sem við lögðum upp með í dag ganga fáránlega vel.“
VÍS-bikarinn UMF Njarðvík Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira