Innlent

Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Veðurviðvaranir á sunnudagskvöld.
Veðurviðvaranir á sunnudagskvöld.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular og appelsínugular veðurviðvaranir fyrir næstu daga.

Gular viðvaranir eru í gildi í dag á Austur- og Suðausturlandi í dag. Búist er við 18 til 25 metrum á sekúndu og snörpum vinhviðum upp að þrjátíu metrum á sekúndu. 

Aðfaranótt sunnudags taka appelsínugular viðvaranir gildi í Breiðafirði og á Vestfjörðum. Búast má við hviðum upp að fjörutíu metrum á sekúndu. Veðurstofan minnir íbúa á að tryggja lausamuni. Ekkert ferðaveður verið við Breiðafjörð.

Á sunnudagsmorgun bætist við appelsínugul veðurviðvörun á Norðurlandi vestra. Gul veðurviðvörun verður í gildi á Norðurlandi eystra.

Einnig verða veðurviðvaranir fyrir asahláku í gildi á sunnudag og fram á mánudagsmorgun. Þær verða á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Suðurlandi, Suðausturlandi, við Faxaflóa og Breiðafjörð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×