Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið topp­sætið af Barcelona

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kylian Mbappé hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið og klúðrar tveimur vítum, en var á skotskónum í dag og skoraði þriðja markið fyrir Madrid.
Kylian Mbappé hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið og klúðrar tveimur vítum, en var á skotskónum í dag og skoraði þriðja markið fyrir Madrid. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images

Þrátt fyrir að skapa fá dauðafæri og nurla saman aðeins 0,97 væntum mörkum tókst Real Madrid að skora þrjú gegn Girona, sem hefur ekki fagnað frábæru gengi á tímabilinu og situr í áttunda sæti. 

Jude Bellingham braut ísinn eftir rúman hálftíma og lagði svo annað mark upp á Arda Guler í byrjun seinni hálfleiks. Kylian Mbappé gulltryggði svo sigurinn með sínu áttunda marki á tímabilinu, eftir stoðsendingu Luka Modric.

Barcelona gerði 2-2 jafntefli við Real Betis fyrr í dag

Robert Lewandowski skoraði opnunarmark leiksins undir lok fyrri hálfleiks. Hann er kominn með sextán mörk á tímabilinu og er markahæstur í deildinni.

Á 66. mínútu jafnaði Betis hins vegar leikinn af vítapunktinum eftir að Frenkie de Jong braut af sér í vítateignum. Hansi Flick, þjálfari Barcelona, var brjálaður yfir dómnum og fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli sín.

Börsungar komust aftur yfir á 80. mínútu og virtust ætla að hafa sigurinn, þar til Betis jafnaði aftur í uppbótartíma.

Barcelona er enn í efsta sæti deildarinnar, en gæti misst það frá sér fljótlega. Real Madrid er nú aðeins tveimur stigum á eftir og á leik til góða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira