Handbolti

Orri pott­þéttur gegn Berlínarrefunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Orri Freyr Þorkelsson var með hundrað prósent skotnýtingu í kvöld.
Orri Freyr Þorkelsson var með hundrað prósent skotnýtingu í kvöld. epa/GEORGI LICOVSKI

Sporting, sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með, tapaði naumlega fyrir Füchse Berlin, 33-32, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Orri átti góðan leik í vinstra horninu hjá Sporting og skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum. Hann hefur skorað 49 mörk í Meistaradeildinni í vetur.

Sporting er í 3. sæti A-riðils með þrettán stig, einu stigi og einu sæti á undan Füchse Berlin.

Sporting fór illa að ráði sínu í kvöld en liðið skoraði ekki síðustu fimm mínútur leiksins. Füchse Berlin skoraði tvö síðustu mörkin og tryggði sér stigin tvö.

Bræðurnir Kiko og Martim Costa skoruðu sjö mörk hvor fyrir Sporting og Orri kom svo næstur með sex mörk. Tim Freihöfer skoraði tíu mörk fyrir Füchse Berlin og Mathias Gidsel átta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×