Enski boltinn

Fulham upp í sjötta sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fulham hefur gert góða hluti á tímabilinu og er bara fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti.
Fulham hefur gert góða hluti á tímabilinu og er bara fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti. getty/Ryan Pierse

Alex Iwobi skoraði tvö mörk þegar Fulham sigraði Brighton, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Með sigrinum komst Fulham upp í 6. sæti deildarinnar. Liðið er með 22 stig, einu stigi minna en Brighton sem er í 5. sætinu.

Iwobi kom Fulham yfir strax á 4. mínútu eftir að slæm mistök Barts Verbruggen, markvarðar Brighton.

Carlos Baleba jafnaði fyrir Brighton eftir góðan undirbúning frá Joao Pedro á 56. mínútu en Fulham náði aftur forystunni á 79. mínútu. Matt O'Riley skoraði þá sjálfsmark.

Iwobi gulltryggði svo sigur heimamanna þegar hann skoraði annað mark sitt þremur mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 3-1, Fulham í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×