Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2024 21:36 Feðgarnir Baldur Fritz Bjarnason og Bjarni Fritzson. Bjarni er þjálfari ÍR en Baldur markahæsti leikmaður liðsins í vetur. Hann skoraði átta mörk gegn Gróttu. vísir/bjarni Grótta og ÍR gerðu jafntefli, 29-29, í hörkuleik í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. FH og Fram unnu hins vegar örugga sigra á HK og Fjölni. Baldur Fritz Bjarnason skoraði átta mörk fyrir ÍR-inga sem hafa náð í þrjú stig í síðustu tveimur leikjum sínum. Þeir eru í ellefta og næstsíðasta sæti deildarinnar með átta stig. Róbert Snær Örvarsson skoraði sex mörk fyrir ÍR, þar á meðal jöfnunarmarkið rúmri mínútu fyrir leikslok. Hann gat tryggt ÍR-ingum sigurinn en lokaskot hans geigaði. Gamla brýnið Arnór Freyr Stefánsson átti góða innkomu í mark Breiðhyltinga og varði átta af þeim fjórtán skotum sem hann fékk á sig (57 prósent). Seltirningar eru í 8. sæti deildarinnar með tíu stig en þeir hafa ekki unnið leik síðan 3. október. Grótta var tveimur mörkum yfir þegar tvær mínútur voru eftir en kastaði sigrinum frá sér. Sæþór Atlason var markahæstur í liði Gróttumanna með sjö mörk. Jón Ómar Gíslason skoraði fimm mörk. Birkir lokaði markinu FH vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið lagði HK örugglega að velli, 30-21. HK-ingar unnu fyrri leikinn gegn FH-ingum en sáu ekki til sólar í kvöld. FH er á toppi deildarinnar með 21 stig en HK er í 10. sætinu með átta stig. Símon Michael Guðjónsson skoraði átta mörk fyrir FH og Jóhannes Berg Andrason sex. Birkir Fannar Bragason átti frábæra innkomu í markið hjá FH-ingum og varði fjórtán skot (53,8 prósent). Hjörtur Ingi Halldórsson og Kári Tómas Hauksson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir HK sem tapaði boltanum fimmtán sinnum í leiknum og var aðeins með fimmtíu prósent skotnýtingu. Reynir kom að fimmtán mörkum Fram komst aftur á sigurbraut eftir tapið fyrir FH og vann botnlið Fjölnis, 28-36. Framarar eru í 3. sæti deildarinnar með sextán stig en Fjölnismenn eru áfram með sín sex stig. Reynir Þór Stefánsson og Theodór Sigurðsson skoruðu báðir sjö mörk fyrir Fram. Sá fyrrnefndi gaf einnig átta stoðsendingar. Arnór Máni Daðason og Breki Hrefn Árnason vörðu samtals sautján skot í marki Framara (37,8 prósent). Óðinn Freyr Heiðmarsson og Björgvin Páll Rúnarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Fjölni sem hefur tapað fimm leikjum í röð. Olís-deild karla Grótta ÍR FH HK Fjölnir Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Afturelding bar sigurorð af Val, 29-25, í stórleiknum í Olís-deild karla í kvöld. 5. desember 2024 21:05 Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
Baldur Fritz Bjarnason skoraði átta mörk fyrir ÍR-inga sem hafa náð í þrjú stig í síðustu tveimur leikjum sínum. Þeir eru í ellefta og næstsíðasta sæti deildarinnar með átta stig. Róbert Snær Örvarsson skoraði sex mörk fyrir ÍR, þar á meðal jöfnunarmarkið rúmri mínútu fyrir leikslok. Hann gat tryggt ÍR-ingum sigurinn en lokaskot hans geigaði. Gamla brýnið Arnór Freyr Stefánsson átti góða innkomu í mark Breiðhyltinga og varði átta af þeim fjórtán skotum sem hann fékk á sig (57 prósent). Seltirningar eru í 8. sæti deildarinnar með tíu stig en þeir hafa ekki unnið leik síðan 3. október. Grótta var tveimur mörkum yfir þegar tvær mínútur voru eftir en kastaði sigrinum frá sér. Sæþór Atlason var markahæstur í liði Gróttumanna með sjö mörk. Jón Ómar Gíslason skoraði fimm mörk. Birkir lokaði markinu FH vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið lagði HK örugglega að velli, 30-21. HK-ingar unnu fyrri leikinn gegn FH-ingum en sáu ekki til sólar í kvöld. FH er á toppi deildarinnar með 21 stig en HK er í 10. sætinu með átta stig. Símon Michael Guðjónsson skoraði átta mörk fyrir FH og Jóhannes Berg Andrason sex. Birkir Fannar Bragason átti frábæra innkomu í markið hjá FH-ingum og varði fjórtán skot (53,8 prósent). Hjörtur Ingi Halldórsson og Kári Tómas Hauksson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir HK sem tapaði boltanum fimmtán sinnum í leiknum og var aðeins með fimmtíu prósent skotnýtingu. Reynir kom að fimmtán mörkum Fram komst aftur á sigurbraut eftir tapið fyrir FH og vann botnlið Fjölnis, 28-36. Framarar eru í 3. sæti deildarinnar með sextán stig en Fjölnismenn eru áfram með sín sex stig. Reynir Þór Stefánsson og Theodór Sigurðsson skoruðu báðir sjö mörk fyrir Fram. Sá fyrrnefndi gaf einnig átta stoðsendingar. Arnór Máni Daðason og Breki Hrefn Árnason vörðu samtals sautján skot í marki Framara (37,8 prósent). Óðinn Freyr Heiðmarsson og Björgvin Páll Rúnarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Fjölni sem hefur tapað fimm leikjum í röð.
Olís-deild karla Grótta ÍR FH HK Fjölnir Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Afturelding bar sigurorð af Val, 29-25, í stórleiknum í Olís-deild karla í kvöld. 5. desember 2024 21:05 Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Afturelding bar sigurorð af Val, 29-25, í stórleiknum í Olís-deild karla í kvöld. 5. desember 2024 21:05