„Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. desember 2024 08:35 Kristín sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. „Ég komst í mikið tilfinningalegt uppnám þegar við komumst að kyni barnsins okkar, því ég hélt svo innilega að það væri stelpa, sem breyttust fljótt í gleðitár yfir litlum bróður, Kristín Pétursdóttir, flugfreyja hjá Icelandair og leikkona, sem á von á dreng með kærasta sínum Þorvari Bjarma Harðarsyni handboltadómara. Kristín og Þorvar hafa verið saman í um tvö ár en opinberuðu samband sitt sumarið 2023. Fyrir á Kristín einn dreng, Storm sem er sex ára. Kristín sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Kristín Pétursdóttir. Aldur? 32 ára. Starf? Flugfreyja hjá Icelandair og leikkona. Fjölskylduhagir? Í sambúð og bráðum tveggja drengja móðir. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Ákveðin, hugmyndarík og góðhjörtuð. Hvað er á döfinni? Skreyta heimilið og njóta aðventunnar með góðu fólki, en ég er algjör jólastelpa og elska allt tengt jólunum. Þín mesta gæfa í lífinu? Heilsan og að fæðast inní svona brjálæðislega skemmtilega fjölskyldu, við eyðum miklum tíma saman og það er alltaf mikið stuð og læti í kringum okkur. Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Sko ég veit ekki hvað ég ætla að gera á morgun en ég verð allavega orðin 42 ára, vonandi þroskaðari og gáfaðari og búin að koma mér vel fyrir í fallegri eign með strákunum mínum og vinna við það sem ég elska. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Að leika á stóra sviðinu. Ertu með einhvern bucket-lista? Ég var lengi með fallhlífarstökk, en græjaði það árið 2016 í Ástralíu svo ég læt það gott heita í bili af áhættuatriðum, en mig langar að mennta mig meira og búa í útlöndum. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Amma mín heitin sagði alltaf að það væri ekkert gaman af hlutunum nema þeir væru erfiðir og þyrfti að hafa fyrir þeim, sem ég skildi ekki almennilega fyrr en á fullorðinsárum. Hvað hefur mótað þig mest? Að verða móðir. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Fer uppí bústað og tjilla í pottinum, drekk og borða eitthvað gott, spila við arininn fram á nótt, legg mig svo yfir daginn í sveitaloftinu eftir langan göngutúr - geggjað wholesome. Annars er gott skíða eða sólarfrí allra meina bót! Uppskrift að drauma sunnudegi? Fá að sofa út, kíkja eitthvert í næs bröns, fara í Sundhöllina og enda kvöldið á bíómynd og nammiskál, dream. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Verð að segja rúmið mitt, við skiptum nýlega yfir í stærra og mýkra rúm og ég eyði meiri tíma þar en ég vil viðurkenna. Fallegasti staður á landinu? Skjaldfannardalur í Djúpinu, sveitin hjá ömmu og afa. En í heiminum? Landið okkar. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Pissa og bursta. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Tek rúnt á samfélagsmiðlum, frekar sökkaður ósiður. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Ég tek vítamín og fer í sund og göngutúra, thats about it. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Leikkona eða læknir, ákvað svo að ég gæti bara leikið lækni. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég komst í mikið tilfinningalegt uppnám þegar við komumst að kyni barnsins okkar, því ég hélt svo innilega að það væri stelpa, sem breyttust fljótt í gleðitár yfir litlum bróður. Ertu A eða B týpa? Mikill næturbröltari og hef alltaf verið, verð skúffuð ef kærastinn minn vill fara uppí rúm fyrir miðnætti og neyðir mig með sér, vinnan mín krefst þess þó að ég vakni oft á ókristilegum tíma þannig ég flakka á milli. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku, barnadönsku eftir að hafa alist þar upp fyrstu fimm ár ævinnar, þarfnast þjálfunar. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ekki svo ég viti - en ég hef aldrei brotið bein er það ekki eitthvað? (7,9,13) Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Geta ferðast aftur í tímann og tekið alls konar vandræðalegt til baka, og auðvitað upplifa allskonar skemmtilegar períódur. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „Hahaha ég æli,“ viðbrögð við jólanjálgspósti í skólanum hans Storms. Draumabíllinn þinn? Ég er ekki mikil bíladellukona en við erum að skoða bílakaup fyrir stækkandi fjölskyldu þessa dagana og gæti vel hugsað mér að eignast Volvo jeppa. Hælar eða strigaskór? Strigaskór. Fyrsti kossinn? Man það eiginlega ekki. Óttastu eitthvað? Ég er með mikla innilokunarkennd sem getur brotist fram við ótrúlegustu tilefni, í aftursæti Yaris móður minnar um daginn þegar barnalæsingin var á hurðinni og við systkinin höfðum troðið okkur þangað þrjú. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég er að taka Breaking bad í þriðja sinn, ég á eitthvað erfitt með skuldbindinguna að byrja á nýjum þáttum og horfi oft aftur á gamalt og gott - BB verður til dæmis bara betra. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Er með Jólabylgjuna í botni í bílnum þessa dagana, öskursöng síðast í gær með „Þú komst með jólin til mín,” og komst í ferlega góðan gír. Hin hliðin Ástin og lífið Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Kristín og Þorvar hafa verið saman í um tvö ár en opinberuðu samband sitt sumarið 2023. Fyrir á Kristín einn dreng, Storm sem er sex ára. Kristín sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Kristín Pétursdóttir. Aldur? 32 ára. Starf? Flugfreyja hjá Icelandair og leikkona. Fjölskylduhagir? Í sambúð og bráðum tveggja drengja móðir. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Ákveðin, hugmyndarík og góðhjörtuð. Hvað er á döfinni? Skreyta heimilið og njóta aðventunnar með góðu fólki, en ég er algjör jólastelpa og elska allt tengt jólunum. Þín mesta gæfa í lífinu? Heilsan og að fæðast inní svona brjálæðislega skemmtilega fjölskyldu, við eyðum miklum tíma saman og það er alltaf mikið stuð og læti í kringum okkur. Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Sko ég veit ekki hvað ég ætla að gera á morgun en ég verð allavega orðin 42 ára, vonandi þroskaðari og gáfaðari og búin að koma mér vel fyrir í fallegri eign með strákunum mínum og vinna við það sem ég elska. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Að leika á stóra sviðinu. Ertu með einhvern bucket-lista? Ég var lengi með fallhlífarstökk, en græjaði það árið 2016 í Ástralíu svo ég læt það gott heita í bili af áhættuatriðum, en mig langar að mennta mig meira og búa í útlöndum. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Amma mín heitin sagði alltaf að það væri ekkert gaman af hlutunum nema þeir væru erfiðir og þyrfti að hafa fyrir þeim, sem ég skildi ekki almennilega fyrr en á fullorðinsárum. Hvað hefur mótað þig mest? Að verða móðir. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Fer uppí bústað og tjilla í pottinum, drekk og borða eitthvað gott, spila við arininn fram á nótt, legg mig svo yfir daginn í sveitaloftinu eftir langan göngutúr - geggjað wholesome. Annars er gott skíða eða sólarfrí allra meina bót! Uppskrift að drauma sunnudegi? Fá að sofa út, kíkja eitthvert í næs bröns, fara í Sundhöllina og enda kvöldið á bíómynd og nammiskál, dream. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Verð að segja rúmið mitt, við skiptum nýlega yfir í stærra og mýkra rúm og ég eyði meiri tíma þar en ég vil viðurkenna. Fallegasti staður á landinu? Skjaldfannardalur í Djúpinu, sveitin hjá ömmu og afa. En í heiminum? Landið okkar. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Pissa og bursta. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Tek rúnt á samfélagsmiðlum, frekar sökkaður ósiður. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Ég tek vítamín og fer í sund og göngutúra, thats about it. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Leikkona eða læknir, ákvað svo að ég gæti bara leikið lækni. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég komst í mikið tilfinningalegt uppnám þegar við komumst að kyni barnsins okkar, því ég hélt svo innilega að það væri stelpa, sem breyttust fljótt í gleðitár yfir litlum bróður. Ertu A eða B týpa? Mikill næturbröltari og hef alltaf verið, verð skúffuð ef kærastinn minn vill fara uppí rúm fyrir miðnætti og neyðir mig með sér, vinnan mín krefst þess þó að ég vakni oft á ókristilegum tíma þannig ég flakka á milli. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku, barnadönsku eftir að hafa alist þar upp fyrstu fimm ár ævinnar, þarfnast þjálfunar. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ekki svo ég viti - en ég hef aldrei brotið bein er það ekki eitthvað? (7,9,13) Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Geta ferðast aftur í tímann og tekið alls konar vandræðalegt til baka, og auðvitað upplifa allskonar skemmtilegar períódur. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „Hahaha ég æli,“ viðbrögð við jólanjálgspósti í skólanum hans Storms. Draumabíllinn þinn? Ég er ekki mikil bíladellukona en við erum að skoða bílakaup fyrir stækkandi fjölskyldu þessa dagana og gæti vel hugsað mér að eignast Volvo jeppa. Hælar eða strigaskór? Strigaskór. Fyrsti kossinn? Man það eiginlega ekki. Óttastu eitthvað? Ég er með mikla innilokunarkennd sem getur brotist fram við ótrúlegustu tilefni, í aftursæti Yaris móður minnar um daginn þegar barnalæsingin var á hurðinni og við systkinin höfðum troðið okkur þangað þrjú. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég er að taka Breaking bad í þriðja sinn, ég á eitthvað erfitt með skuldbindinguna að byrja á nýjum þáttum og horfi oft aftur á gamalt og gott - BB verður til dæmis bara betra. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Er með Jólabylgjuna í botni í bílnum þessa dagana, öskursöng síðast í gær með „Þú komst með jólin til mín,” og komst í ferlega góðan gír.
Hin hliðin Ástin og lífið Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira