Innlent

Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig

Árni Sæberg skrifar
Drónaflug er vinsælt við gosstöðvar, allavega þegar það er leyfilegt. Þessi mynd er síðan árið 2021 þegar gaus í Fagradalsfjalli.
Drónaflug er vinsælt við gosstöðvar, allavega þegar það er leyfilegt. Þessi mynd er síðan árið 2021 þegar gaus í Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm

Allir drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig á þar til gerðri vefsíðu og flugmenn dróna sem vega meira en 250 grömm þurfa að taka próf og fá hæfnivottorð.

Í tilkynningu frá Samgöngustofu segir að stjórnvöld hafi innleitt nýjar reglur Evrópusambandsins um drónaflug með útgáfu reglugerða. Reglurnar skipti starfsemi dróna í eftirfarandi þrjá flokkar.

  • Opinn flokkur: Fyrir einfalt flug áhugamanna og atvinnufólks, með áherslu á öryggi.
  • Sérstakur flokkur: Fyrir flóknari starfsemi, til dæmis flug utan sjónlínu, þar sem gerð er krafa um áhættumat og heimild.
  • Vottaður flokkur: Fyrir stærri dróna og flug með meiri áhættu, þar sem kröfur líkjast þeim sem gerðar eru í mönnuðu flugi.

Allir drónanotendur þurfi nú að skrá sig á www.flydrone.is. Flugmenn með dróna yfir 250 grömmum þurfi að taka próf og fá hæfnivottorð. Próf séu ýmist netpróf eða próf hjá Samgöngustofu fyrir stærri dróna.

Markmið nýju reglnanna sé aukið öryggi og samræmi við reglur annarra Evrópuþjóða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×