Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 10:33 Bestu kvenkylfingar heims keppa á LPGA mótaröðinni en nú hafa strangari reglur verið settar um þátttökurétt á mótunum. Getty/David Cannon Kylfingar sem ætla að taka þátt í mótum á LPGA mótaröðinni eða á USGA mótaröð kvenna í golfi verða hér eftir, að hafa fæðst sem konur eða orðið að konum áður en þær urðu kynþroska, til að fá keppnisleyfi. Nýju kynjareglurnar taka gildi á árinu 2025. Þetta var tilkynnt í gær sem og að þessar reglur eru settar eftir eins árs rannsókn á þessum málum. Þar kom fram að skoðaðar hafi verið rækilega læknislegar, vísindalegar og þjálffræðilegar hliðar málsins sem og öll ríkjandi kynjalög. Þessar nýju reglur útiloka að minnsta kosti eina konu frá þátttöku. Hún heitir Hailey Davidson og var aðeins einu höggi frá því að vinna sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu í ár. Davidson hóf hormónameðferð eftir tvítugt eða árið 2015. Hún fór síðan í kynleiðréttingaraðgerð árið 2021. Samkvæmt gömlu reglunum hjá LPGA þá þurfti hún að gangast undir þessa kynleiðréttingaraðgerð til að fá keppnisleyfi á mótaröðunum. Nú mun hún ekki fá keppnisleyfi á næsta ári. Davidson fagnaði sigri á móti á lítilli mótaröð á Flórída snemma á árinu, mótaröð sem kallast NXXT Golf. Eftir það ákváðu forráðamenn NXXT Golf að setja nýja reglur. Þar var komin þessi sama „kona við fæðingu“ klásúla eins og stóru mótaraðirnar tvær taka nú upp. LPGA sagðist hafa sótt sér upplýsingar frá sérfræðingum úr öllum helstu sviðum tengdum kynjunum og kynleiðréttingum. Samkvæmt þeim þá hafa konur, sem urðu kynþroska sem karlmenn, forskot á aðra kvenkynskylfinga. Þeim er því meinuð þátttaka frá og með næsta ári. NEWS: The LPGA and USGA updated their gender policies for competition eligibility, allowing only athletes assigned female at birth or assigned male at birth who did not undergo male puberty to compete in LPGA and USGA events.https://t.co/L8h8BUW0Qn— The Athletic (@TheAthletic) December 4, 2024 Golf Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Körfubolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Nýju kynjareglurnar taka gildi á árinu 2025. Þetta var tilkynnt í gær sem og að þessar reglur eru settar eftir eins árs rannsókn á þessum málum. Þar kom fram að skoðaðar hafi verið rækilega læknislegar, vísindalegar og þjálffræðilegar hliðar málsins sem og öll ríkjandi kynjalög. Þessar nýju reglur útiloka að minnsta kosti eina konu frá þátttöku. Hún heitir Hailey Davidson og var aðeins einu höggi frá því að vinna sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu í ár. Davidson hóf hormónameðferð eftir tvítugt eða árið 2015. Hún fór síðan í kynleiðréttingaraðgerð árið 2021. Samkvæmt gömlu reglunum hjá LPGA þá þurfti hún að gangast undir þessa kynleiðréttingaraðgerð til að fá keppnisleyfi á mótaröðunum. Nú mun hún ekki fá keppnisleyfi á næsta ári. Davidson fagnaði sigri á móti á lítilli mótaröð á Flórída snemma á árinu, mótaröð sem kallast NXXT Golf. Eftir það ákváðu forráðamenn NXXT Golf að setja nýja reglur. Þar var komin þessi sama „kona við fæðingu“ klásúla eins og stóru mótaraðirnar tvær taka nú upp. LPGA sagðist hafa sótt sér upplýsingar frá sérfræðingum úr öllum helstu sviðum tengdum kynjunum og kynleiðréttingum. Samkvæmt þeim þá hafa konur, sem urðu kynþroska sem karlmenn, forskot á aðra kvenkynskylfinga. Þeim er því meinuð þátttaka frá og með næsta ári. NEWS: The LPGA and USGA updated their gender policies for competition eligibility, allowing only athletes assigned female at birth or assigned male at birth who did not undergo male puberty to compete in LPGA and USGA events.https://t.co/L8h8BUW0Qn— The Athletic (@TheAthletic) December 4, 2024
Golf Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Körfubolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira