Sport

Settu leik­mann í bann fyrir að neita að spila

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diontae Johnson fór í fýlu í síðasta leik Baltimore Ravens og félagið ákvað að setja hann í agabann.
Diontae Johnson fór í fýlu í síðasta leik Baltimore Ravens og félagið ákvað að setja hann í agabann. Getty/Kevin Sabitus

NFL félagið Baltimore Ravens hefur sett útherjann Diontae Johnson í agabann í næsta leik liðsins fyrir að hegðun sem var skaðleg liðinu.

Eric DeCosta, framkvæmdastjóri félagsins, staðfesti að bannið sé komið til vegna þess að Johnson neitaði að fara inn á völlinn í leik á móti Philadelphia Eagles.

Baltimore er í fríi í þessari viku og tekur Johnson því bannið sitt út í fimmtándu viku á móti New York Giants um þar næstu helgi.

Johnson kom til félagsins fyrr í vetur í leikmannaskiptum við Carolina Panthers. Hann var þar í stóru hlutverki en hefur aðeins gripið einn bolta í fjórum fyrstu leikjum sínum með Ravens.

Johnson þykir vera góður útherji en hefur ekki fundið sig hjá nýju félagi. Hegðun hans í síðasta leik ber vott um mikla óánægju af hans hálfu.

Svona ófagmennska og eigingirni mun eflaust skaða orðstír hans þegar kemur að því að finna sér nýtt lið á næstu leiktíð.

Hann verður líka af launum fyrir leikinn sem hann missir af. Það verður eflaust vel fylgst með því hvernig hann kemur til baka úr þessu agabanni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×