Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar 3. desember 2024 18:00 Ísland er útflutningsdrifið hagkerfi en áframhaldandi vöxtur útflutningstekna er forsenda þess að hægt sé að fjárfesta áfram í öflugu heilbrigðis- og velferðarkerfi, innviðum og menntun. Stjórnvöld spila stórt hlutverk í að skapa forsendur fyrir verðmætasköpun. Þar spilar margt inn í, löggjöf og regluverk, umgjörð erlendrar fjárfestingar, skilvirkni stofnana sem fara með eftirlit og leyfisveitingar með atvinnustarfsemi og hagsmunagæsla á alþjóðavettvangi, þá sérstaklega gagnvart EES-samningnum og Evrópusambandinu. Það skiptir líka máli að skilaboð stjórnvalda séu skýr og ráðuneyti og stofnanir gangi í takti við ráðherra og þeirra sýn og stefnu. Lífskjör á Íslandi eru framúrskarandi í öllum alþjóðlegum samanburði á flesta mælikvarða. Sterkur og fjölbreyttur útflutningur er undirstaða hagsældar hér á landi. Það eru blikur á lofti varðandi útflutningshagsmuni Íslands en fram undan gætu verið tollahækkanir í Bandaríkjunum og Evrópu. Í því samhengi þarf að stunda virka hagsmunagæslu í samráði við okkar helstu samstarfsríki á alþjóðavettvangi. Þetta verður brýnt verkefni hjá næstu ríkisstjórn. Við eigum ríka hagsmuni af velgengni Evrópu sem efnahagssvæðis og þurfum að gæta hagsmuna okkar bæði til austurs og vesturs. Á sama tíma eru tækifærin óþrjótandi, en það þarf að sækja þau. Það hefur svo sannarlega verið gert á síðustu árum. Samtök iðnaðarins áætla að útflutningstekjur hugverkaiðnaðar verði vel yfir 300 milljörðum króna í ár. Það eru mikil tímamót í íslensku efnahagslífi. Eitt af síðustu verkum Alþingis fyrir kosningar var viðhalda öflugu hvatakerfi fyrir fjárfestingar í nýsköpun og þar með styðja við áframhaldandi vöxt í hugverkaiðnaði. Þetta skiptir máli og skapar grundvöll fyrir stóraukna verðmætasköpun á næstu árum og aukna framleiðni í hagkerfinu. Framleiðni og lífskjör þjóða haldast í hendur. Innan raða Samtaka iðnaðarins eru tvær af fjórum útflutningsstoðum Íslands, en ásamt hugverkaiðnaði eru samtökin málsvari orkusækins iðnaðar. Samanlagt nam útflutningur þessara tveggja greina um 700 milljörðum króna á síðasta ári. Aukið framboð af raforku skiptir máli fyrir verðmætasköpun um allt land og því mikilvægt að ný ríkisstjórn tryggi skilyrði fyrir aukna græna orkuöflun í landinu. Mörg stór og aðkallandi verkefni bíða næstu ríkisstjórnar. Forsenda sterks ríkissjóðs sem hefur bolmagn í að fjárfesta í uppbyggingu mikilvægustu kerfa og innviða samfélagsins er verðmætasköpun. Stóra spurningin er því hvort næsta ríkisstjórn verði ríkisstjórn verðmætasköpunar og nái þar með raunverulegum árangri fyrir samfélagið allt. Höfundur er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sigríður Mogensen Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ísland er útflutningsdrifið hagkerfi en áframhaldandi vöxtur útflutningstekna er forsenda þess að hægt sé að fjárfesta áfram í öflugu heilbrigðis- og velferðarkerfi, innviðum og menntun. Stjórnvöld spila stórt hlutverk í að skapa forsendur fyrir verðmætasköpun. Þar spilar margt inn í, löggjöf og regluverk, umgjörð erlendrar fjárfestingar, skilvirkni stofnana sem fara með eftirlit og leyfisveitingar með atvinnustarfsemi og hagsmunagæsla á alþjóðavettvangi, þá sérstaklega gagnvart EES-samningnum og Evrópusambandinu. Það skiptir líka máli að skilaboð stjórnvalda séu skýr og ráðuneyti og stofnanir gangi í takti við ráðherra og þeirra sýn og stefnu. Lífskjör á Íslandi eru framúrskarandi í öllum alþjóðlegum samanburði á flesta mælikvarða. Sterkur og fjölbreyttur útflutningur er undirstaða hagsældar hér á landi. Það eru blikur á lofti varðandi útflutningshagsmuni Íslands en fram undan gætu verið tollahækkanir í Bandaríkjunum og Evrópu. Í því samhengi þarf að stunda virka hagsmunagæslu í samráði við okkar helstu samstarfsríki á alþjóðavettvangi. Þetta verður brýnt verkefni hjá næstu ríkisstjórn. Við eigum ríka hagsmuni af velgengni Evrópu sem efnahagssvæðis og þurfum að gæta hagsmuna okkar bæði til austurs og vesturs. Á sama tíma eru tækifærin óþrjótandi, en það þarf að sækja þau. Það hefur svo sannarlega verið gert á síðustu árum. Samtök iðnaðarins áætla að útflutningstekjur hugverkaiðnaðar verði vel yfir 300 milljörðum króna í ár. Það eru mikil tímamót í íslensku efnahagslífi. Eitt af síðustu verkum Alþingis fyrir kosningar var viðhalda öflugu hvatakerfi fyrir fjárfestingar í nýsköpun og þar með styðja við áframhaldandi vöxt í hugverkaiðnaði. Þetta skiptir máli og skapar grundvöll fyrir stóraukna verðmætasköpun á næstu árum og aukna framleiðni í hagkerfinu. Framleiðni og lífskjör þjóða haldast í hendur. Innan raða Samtaka iðnaðarins eru tvær af fjórum útflutningsstoðum Íslands, en ásamt hugverkaiðnaði eru samtökin málsvari orkusækins iðnaðar. Samanlagt nam útflutningur þessara tveggja greina um 700 milljörðum króna á síðasta ári. Aukið framboð af raforku skiptir máli fyrir verðmætasköpun um allt land og því mikilvægt að ný ríkisstjórn tryggi skilyrði fyrir aukna græna orkuöflun í landinu. Mörg stór og aðkallandi verkefni bíða næstu ríkisstjórnar. Forsenda sterks ríkissjóðs sem hefur bolmagn í að fjárfesta í uppbyggingu mikilvægustu kerfa og innviða samfélagsins er verðmætasköpun. Stóra spurningin er því hvort næsta ríkisstjórn verði ríkisstjórn verðmætasköpunar og nái þar með raunverulegum árangri fyrir samfélagið allt. Höfundur er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar