Það var dramatískt jöfnunarmark Ísabellu Söru Tryggvadóttur á 87.mínútu sem að tryggði Íslandi 1-1 jafntefli og þar með farmiða á næsta stig undankeppninnar en Ísland hafði lent marki undir þremur mínútum áður.
Dregið verður í næsta stig undankeppninnar á föstudaginn næstkomandi en að henni lokinni verður ljóst hvaða sjö lið munu, ásamt gestgjöfum Póllands, á EM.
Ísland endaði í þriðja sæti síns riðils eftir jafntefli gegn landsliðum Belgíu og Norður-Írlands sem og tapi gegn spænska landsliðinu.