Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Jón Þór Stefánsson skrifar 3. desember 2024 13:58 Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur í Sólheimajökulsmálinu, er fyrir miðju myndarinnar og felur andlit sitt með blaði. Vísir/Vilhelm Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur umfangsmikils fíkniefnahóps, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Sólheimajökulsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Haukur Ægir Hauksson og Gunnlaugur J. Skarphéðinsson fengu fimm ára dóm og þeir Pétur Þór Guðmundsson og Árni Stefán Ásgeirsson hvor um sig fjögurra ára dóm. Jafnframt voru Valgerður Sif Sigurðardóttir, Tinna Kristín Gísladóttir, Thelma Rún Ásgeirsdóttir og Andri Þór Guðmundsson dæmd í þriggja ára fangelsi. Sakborningar málsins voru þegar ákæra var gefin út átján talsins, en hlutur nokkurra þeirra var klofinn frá og tekinn fyrir sér. Aðrir sakborningar málsins hlutu í dag vægari dóma en það sem greint var frá hér að ofan. Þeir dómar voru skilorðsbundnir. Í málinu voru Jón Ingi, Pétur, og Árni og sex aðrir ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfelld fíkniefnalagabrot með því að sammælast um sölu og dreifingu fíkniefna hér á landi. Þau hafi verið meðvituð um tiltekna verkaskiptingu sem varðaði geymslu, pökkun, sölu og dreifingu efnanna. Í gögnum málsins hafði þessari verkaskiptingu verið líkt við fyrirtæki. Málið varðaði einnig innflutning fíkniefna til landsins í skemmtiferðarskipinu AIDAsol í apríl á þessu ári, en fjórir voru ákærðir fyrir það. Þar voru 2,177 kíló af kókaíni falin í tveimur pottum í skipinu. Jón Ingi var ákærður fyrir að skipuleggja brotið. Tveir menn, annars vegar Gunnlaugur, voru farþegar skipsins og fluttu fíkniefnin frá meginlandi Evrópu til landsins. Síðan var þriðji maðurinn, Haukur Ægir ákærður fyrir að taka við efnunum. Í málinu voru sakborningar einnig ákærðir fyrir önnur fíkniefnalagabrot og peningaþvætti. „Ég ætla ekki að ræða ólöglegar upptökur“ Aðalmeðferð málsins fór fram um nokkurra daga skeið í Héraðsdómi Reykjavíkur, en þar gaf Jón Ingi þrisvar sinnum skýrslu. Gögn lögreglu byggðu á samskiptum á forritinu Signal og upptökum á símtölum. Jón Ingi vildi meina að einhverra þeirra gagna hefði verið aflað með ólöglegum hætti þar sem heimild hafi ekki legið fyrir um að taka upp símtöl hans á erlendri grundu. „Ég ætla ekki að svara fyrir þetta. Ég ætla ekki að ræða ólöglegar upptökur,“ sagði Jón Ingi. Lögmaður hans, Björgvin Jónsson, tók í sama streng: „Þetta eru ólögleg gögn. Þetta gæti þess vegna verið búið til með aðstoð gervigreindar,“ Spjallhópurinn Sólheimajökull Á samskiptaforritinu Signal var að finna spjallhóp sem hét Sólheimajökull, en málið hefur verið kennt við það. Um var að ræða hóp þar sem árshátíðarferð var skipulögð, en þar var rætt um að fara í ferð á Sólheimajökul. Í framburði lögreglumanns fyrir dómi kom fram að sá hópur væri ekki beinlínis glæpahópurinn sem væri grunaður í málinu. Þó hafi hann innihaldið meira og minna sömu meðlimi. Mikið var fjallað um dulnefni í aðalmeðferðinni. Sakborningarnir munu hafa gengið undir ýmsum nöfnum á Signal. Til að mynda kannaðist Jón Ingi við að hafa notað notendanöfnin Pinocchio, og Gringo, en ekki Caligula. Pinocchio er ítalska nafn spýtustráksins Gosa, Gringo er spænskt orð sem er notað yfir útlending og Caligula var þriðji keisari Rómarveldis. Pétur Þór hins vegar kannaðist við að nota sitt eigið nafn á forritinu, en ekki nöfn listmálaranna Picasso og Da Vinci. „Tek alveg á mig það sem ég gerði“ Varðandi innflutningin í skemmtiferðarskipinu AIDAsol viðurkenndi Jón Ingi að hafa átt þátt í málinu. Hann kannaðist þó ekki við að skipuleggja hann, líkt og hann var ákærður fyrir. Jón Ingi sagðist hafa komið inn í málið þegar sakborningarnir sem voru í skipinu voru farnir erlendis. Honum hafi verið boðið að kaupa helming efnanna sem þarna voru, en hann taldi það vera 750 grömm. Hann vildi ekki segja hver hefði boðið honum það. „Ég tek alveg á mig það sem ég gerði, en hitt er ekki ég,“ sagði hann í aðalmeðferðinni. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavókur í dag.Vísir/Sigurjón Eldra fólk og einstæð móðir sakborningar Líkt og áður segir voru sakborningar málsins á annan tug. Þeir elstu voru kona á sjötugsaldri og karl á áttræðisaldri, en þau voru ákærð fyrir að geyma fíkniefni á heimilum sínum, en börn þeirra voru sakborningar málsins. Maðurinn, sem var ákærður fyrir að hafa vörslum sínum 170 grömm af amfetamíni og 667 grömm af kókaíni, hlaut skilorðsbundinn dóm. Fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa fengið greiðslur frá syni sínum. Konan var ákærð fyrir að geyma 729 grömm af amfetamíni, 716 grömm af kókaíni og 48 grömm af metamfetamínkristöllum. Fyrir dómi sagðist hún ekki hafa vitað af efnunum. Hún var dæmd í skilorðsbundið fangelsi. Dóttir konunnar sem var líka sakborningur í málinu sagði fyrir dómi að hún hafi verið orðin þreytt á að vinna allan liðlangan daginn og hitta aldrei barnið sitt. „Það var annað hvort þetta eða vændi,“ sagði hún. „Þetta var skárri kosturinn. Þetta stofnaði ekki lífi mínu í hættu.“ Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Sólheimajökulsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Haukur Ægir Hauksson og Gunnlaugur J. Skarphéðinsson fengu fimm ára dóm og þeir Pétur Þór Guðmundsson og Árni Stefán Ásgeirsson hvor um sig fjögurra ára dóm. Jafnframt voru Valgerður Sif Sigurðardóttir, Tinna Kristín Gísladóttir, Thelma Rún Ásgeirsdóttir og Andri Þór Guðmundsson dæmd í þriggja ára fangelsi. Sakborningar málsins voru þegar ákæra var gefin út átján talsins, en hlutur nokkurra þeirra var klofinn frá og tekinn fyrir sér. Aðrir sakborningar málsins hlutu í dag vægari dóma en það sem greint var frá hér að ofan. Þeir dómar voru skilorðsbundnir. Í málinu voru Jón Ingi, Pétur, og Árni og sex aðrir ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfelld fíkniefnalagabrot með því að sammælast um sölu og dreifingu fíkniefna hér á landi. Þau hafi verið meðvituð um tiltekna verkaskiptingu sem varðaði geymslu, pökkun, sölu og dreifingu efnanna. Í gögnum málsins hafði þessari verkaskiptingu verið líkt við fyrirtæki. Málið varðaði einnig innflutning fíkniefna til landsins í skemmtiferðarskipinu AIDAsol í apríl á þessu ári, en fjórir voru ákærðir fyrir það. Þar voru 2,177 kíló af kókaíni falin í tveimur pottum í skipinu. Jón Ingi var ákærður fyrir að skipuleggja brotið. Tveir menn, annars vegar Gunnlaugur, voru farþegar skipsins og fluttu fíkniefnin frá meginlandi Evrópu til landsins. Síðan var þriðji maðurinn, Haukur Ægir ákærður fyrir að taka við efnunum. Í málinu voru sakborningar einnig ákærðir fyrir önnur fíkniefnalagabrot og peningaþvætti. „Ég ætla ekki að ræða ólöglegar upptökur“ Aðalmeðferð málsins fór fram um nokkurra daga skeið í Héraðsdómi Reykjavíkur, en þar gaf Jón Ingi þrisvar sinnum skýrslu. Gögn lögreglu byggðu á samskiptum á forritinu Signal og upptökum á símtölum. Jón Ingi vildi meina að einhverra þeirra gagna hefði verið aflað með ólöglegum hætti þar sem heimild hafi ekki legið fyrir um að taka upp símtöl hans á erlendri grundu. „Ég ætla ekki að svara fyrir þetta. Ég ætla ekki að ræða ólöglegar upptökur,“ sagði Jón Ingi. Lögmaður hans, Björgvin Jónsson, tók í sama streng: „Þetta eru ólögleg gögn. Þetta gæti þess vegna verið búið til með aðstoð gervigreindar,“ Spjallhópurinn Sólheimajökull Á samskiptaforritinu Signal var að finna spjallhóp sem hét Sólheimajökull, en málið hefur verið kennt við það. Um var að ræða hóp þar sem árshátíðarferð var skipulögð, en þar var rætt um að fara í ferð á Sólheimajökul. Í framburði lögreglumanns fyrir dómi kom fram að sá hópur væri ekki beinlínis glæpahópurinn sem væri grunaður í málinu. Þó hafi hann innihaldið meira og minna sömu meðlimi. Mikið var fjallað um dulnefni í aðalmeðferðinni. Sakborningarnir munu hafa gengið undir ýmsum nöfnum á Signal. Til að mynda kannaðist Jón Ingi við að hafa notað notendanöfnin Pinocchio, og Gringo, en ekki Caligula. Pinocchio er ítalska nafn spýtustráksins Gosa, Gringo er spænskt orð sem er notað yfir útlending og Caligula var þriðji keisari Rómarveldis. Pétur Þór hins vegar kannaðist við að nota sitt eigið nafn á forritinu, en ekki nöfn listmálaranna Picasso og Da Vinci. „Tek alveg á mig það sem ég gerði“ Varðandi innflutningin í skemmtiferðarskipinu AIDAsol viðurkenndi Jón Ingi að hafa átt þátt í málinu. Hann kannaðist þó ekki við að skipuleggja hann, líkt og hann var ákærður fyrir. Jón Ingi sagðist hafa komið inn í málið þegar sakborningarnir sem voru í skipinu voru farnir erlendis. Honum hafi verið boðið að kaupa helming efnanna sem þarna voru, en hann taldi það vera 750 grömm. Hann vildi ekki segja hver hefði boðið honum það. „Ég tek alveg á mig það sem ég gerði, en hitt er ekki ég,“ sagði hann í aðalmeðferðinni. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavókur í dag.Vísir/Sigurjón Eldra fólk og einstæð móðir sakborningar Líkt og áður segir voru sakborningar málsins á annan tug. Þeir elstu voru kona á sjötugsaldri og karl á áttræðisaldri, en þau voru ákærð fyrir að geyma fíkniefni á heimilum sínum, en börn þeirra voru sakborningar málsins. Maðurinn, sem var ákærður fyrir að hafa vörslum sínum 170 grömm af amfetamíni og 667 grömm af kókaíni, hlaut skilorðsbundinn dóm. Fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa fengið greiðslur frá syni sínum. Konan var ákærð fyrir að geyma 729 grömm af amfetamíni, 716 grömm af kókaíni og 48 grömm af metamfetamínkristöllum. Fyrir dómi sagðist hún ekki hafa vitað af efnunum. Hún var dæmd í skilorðsbundið fangelsi. Dóttir konunnar sem var líka sakborningur í málinu sagði fyrir dómi að hún hafi verið orðin þreytt á að vinna allan liðlangan daginn og hitta aldrei barnið sitt. „Það var annað hvort þetta eða vændi,“ sagði hún. „Þetta var skárri kosturinn. Þetta stofnaði ekki lífi mínu í hættu.“
Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira