Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2024 18:54 Ingibjörg Sigurðardóttir var á sínum stað í vörn íslenska liðsins, eins og gegn Bandaríkjunum á dögunum. Hún gerði hins vegar slæm mistök í kvöld, þegar Danir komust í 2-0. Getty/Michael Wade Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði gegn sterku liði Danmerkur í seinni vináttulandsleik sínum á Pinatar Arena á Spáni, 2-0 í kvöld. Segja má að Signe Bruun, markaskorari úr Real Madrid, hafi gert gæfumuninn fyrir Dani í kvöld en hún skoraði bæði mörk liðsins og var nálægt þrennunni þegar hún skoraði rangstöðumark. Íslenska liðið fer frá Spáni án þess að hafa skorað mark, gegn tveimur afar sterkum mótherjum, en liðið var þó betri aðilinn í leiknum við Kanada á föstudaginn. Ísland vann Danmörku 1-0 í Þjóðadeildinni fyrir ári síðan, í fyrsta landsleik Fanneyjar Ingu Birkisdóttur. Hún fékk hins vegar á sig mark eftir korters leik í kvöld, þegar Danir skoruðu í kjölfar hornspyrnu. Signe Bruun, framherji Real Madrid, náði þá að skalla fallega aftur fyrir sig og í markið. Alexandra Jóhannsdóttir var nálægt því að jafna metin á 35. mínútu, einnig eftir hornspyrnu. Ingibjörg náði skalla í varnarmann og boltinn féll til Alexöndru en skot hennar úr góðu færi var varið. Afglöp Ingibjargar Þess í stað komst Danmörk í 2-0 fimm mínútum fyrir hálfleik, eftir skelfileg mistök Ingibjargar Sigurðardóttur. Engin hætta var á ferð þegar Ingibjörg ætlaði að senda boltann aftur á Fanney Ingu í markinu, en sendingin var laflaus og Bruun skoraði auðveldlega sitt annað mark með laglegri vippu. Signe Bruun var íslenska liðinu erfið í kvöld.Getty/Aitor Alcalde Ísland fékk frábært færi til að minnka muninn snemma í seinni hálfleik, þegar Sveindís Jane Jónsdóttir kom boltanum inn í miðjan teiginn en Katla Tryggvadóttir, í sínum fyrsta byrjunarliðslandsleik, hitti boltann illa og skotið var of laust. Signe Bruune kom boltanum í markið í þriðja sinn þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir, með skoti af stuttu færi, en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og íslensku stelpurnar bíða núna eftir drættinum fyrir EM í Sviss næsta sumar, en dregið verður þann 16. desember. Fimm byrjuðu báða leikina Byrjunarlið Íslands í kvöld var mikið breytt frá 0-0 jafnteflinu við Kanada á föstudaginn, eins og Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hafði þá þegar gefið út. Fimm héldu þó sæti sínu í liðinu og þar af þrjár í vörninni, þær Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir, en einnig Selma Sól Magnúsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Lið Íslands í dag: Fanney Inga Birkisdóttir – Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir – Alexandra Jóhannsdóttir, Katla Tryggvadóttir, Selma Sól Magnúsdóttir – Diljá Ýr Zomers, Hlín Eiríksdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Sjá meira
Segja má að Signe Bruun, markaskorari úr Real Madrid, hafi gert gæfumuninn fyrir Dani í kvöld en hún skoraði bæði mörk liðsins og var nálægt þrennunni þegar hún skoraði rangstöðumark. Íslenska liðið fer frá Spáni án þess að hafa skorað mark, gegn tveimur afar sterkum mótherjum, en liðið var þó betri aðilinn í leiknum við Kanada á föstudaginn. Ísland vann Danmörku 1-0 í Þjóðadeildinni fyrir ári síðan, í fyrsta landsleik Fanneyjar Ingu Birkisdóttur. Hún fékk hins vegar á sig mark eftir korters leik í kvöld, þegar Danir skoruðu í kjölfar hornspyrnu. Signe Bruun, framherji Real Madrid, náði þá að skalla fallega aftur fyrir sig og í markið. Alexandra Jóhannsdóttir var nálægt því að jafna metin á 35. mínútu, einnig eftir hornspyrnu. Ingibjörg náði skalla í varnarmann og boltinn féll til Alexöndru en skot hennar úr góðu færi var varið. Afglöp Ingibjargar Þess í stað komst Danmörk í 2-0 fimm mínútum fyrir hálfleik, eftir skelfileg mistök Ingibjargar Sigurðardóttur. Engin hætta var á ferð þegar Ingibjörg ætlaði að senda boltann aftur á Fanney Ingu í markinu, en sendingin var laflaus og Bruun skoraði auðveldlega sitt annað mark með laglegri vippu. Signe Bruun var íslenska liðinu erfið í kvöld.Getty/Aitor Alcalde Ísland fékk frábært færi til að minnka muninn snemma í seinni hálfleik, þegar Sveindís Jane Jónsdóttir kom boltanum inn í miðjan teiginn en Katla Tryggvadóttir, í sínum fyrsta byrjunarliðslandsleik, hitti boltann illa og skotið var of laust. Signe Bruune kom boltanum í markið í þriðja sinn þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir, með skoti af stuttu færi, en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og íslensku stelpurnar bíða núna eftir drættinum fyrir EM í Sviss næsta sumar, en dregið verður þann 16. desember. Fimm byrjuðu báða leikina Byrjunarlið Íslands í kvöld var mikið breytt frá 0-0 jafnteflinu við Kanada á föstudaginn, eins og Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hafði þá þegar gefið út. Fimm héldu þó sæti sínu í liðinu og þar af þrjár í vörninni, þær Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir, en einnig Selma Sól Magnúsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Lið Íslands í dag: Fanney Inga Birkisdóttir – Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir – Alexandra Jóhannsdóttir, Katla Tryggvadóttir, Selma Sól Magnúsdóttir – Diljá Ýr Zomers, Hlín Eiríksdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Sjá meira