Harold með ólæknandi krabbamein Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. desember 2024 13:41 Ian Smith ásamt kollega sínum Stefan Dennis sem fer með hlutverk Paul Robinson í meintum lokaþætti Nágranna árið 2022. Sam Tabone/Getty Images Hin 86 ára gamla Neighbours stjarna Ian Smith sem fer með hlutverk Harold Bishop í þáttunum frægu hefur tilkynnt að hann sé kominn með ólæknandi krabbamein í lungu. Hann hyggst því hætta alfarið að leika. Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian. Ian birtist fyrst á skjánum sem Harold í áströlsku sápuóperunni árið 1987. Þá birtist hann sem nýr kærasti Madge Mitchell, persónu Anne Charleston. Ian hefur reglulega verið fastagestur á skjánum í þáttunum heimsfrægu sem sýndir hafa verið hérlendis á Stöð 2 um árabil, þó með hléum. „Ég komst að því fyrir nokkrum mánuðum að ég væri með krabbamein. Mjög illvígt og ólæknandi krabbamein og þeir búast við því að ég muni deyja,“ segir Ian í tilkynningu. Þar segir hann því ekki um að ræða sína síðustu daga í Nágrönnum heldur almennt í vinnu. Þá segist leikarinn hafa sætt tilraunameðferð af hálfu lækna sem vonist til þess að geta þannig unnið bug á krabbameininu. Smith segist stoltur af sínum verkum á sinni ævi, hann og félagar sínir hafi ekki bara búið til sápuóperu, heldur bestu sápuóperu sem til er. „Ég vona alla daga að ég muni ekki finna fyrir neinum sársauka, því það er upphafið að hinu slæma. Ég hef fylgst með svo mörgum gefa upp öndina. Ég hef orðið vitni að slæmum dauðdögum og góðum. Ég vona að ég fái góðan endi.“ Eins og áður segir hefur Smith verið í þáttunum heimsfrægu með hléum. Þannig lék hann Harold í fjögur ár frá 1987 til 1991. Hann mætti svo aftur á skjáinn fimm árum síðar 1996 og hélst þá sem hluti af nágrannahópnum í Erinsbæ um þrettán ára skeið til 2009. Hann mætti svo aftur árið 2011 í stutta stund. Það var svo ekki fyrr en til stóð að hætta tökum á Nágrönnum sem hann mætti í meintan lokaþátt árið 2022 en hann hefur síðar verið hluti af þáttunum eftir að Amazon Freeve kom þeim til bjargar. Bíó og sjónvarp Ástralía Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian. Ian birtist fyrst á skjánum sem Harold í áströlsku sápuóperunni árið 1987. Þá birtist hann sem nýr kærasti Madge Mitchell, persónu Anne Charleston. Ian hefur reglulega verið fastagestur á skjánum í þáttunum heimsfrægu sem sýndir hafa verið hérlendis á Stöð 2 um árabil, þó með hléum. „Ég komst að því fyrir nokkrum mánuðum að ég væri með krabbamein. Mjög illvígt og ólæknandi krabbamein og þeir búast við því að ég muni deyja,“ segir Ian í tilkynningu. Þar segir hann því ekki um að ræða sína síðustu daga í Nágrönnum heldur almennt í vinnu. Þá segist leikarinn hafa sætt tilraunameðferð af hálfu lækna sem vonist til þess að geta þannig unnið bug á krabbameininu. Smith segist stoltur af sínum verkum á sinni ævi, hann og félagar sínir hafi ekki bara búið til sápuóperu, heldur bestu sápuóperu sem til er. „Ég vona alla daga að ég muni ekki finna fyrir neinum sársauka, því það er upphafið að hinu slæma. Ég hef fylgst með svo mörgum gefa upp öndina. Ég hef orðið vitni að slæmum dauðdögum og góðum. Ég vona að ég fái góðan endi.“ Eins og áður segir hefur Smith verið í þáttunum heimsfrægu með hléum. Þannig lék hann Harold í fjögur ár frá 1987 til 1991. Hann mætti svo aftur á skjáinn fimm árum síðar 1996 og hélst þá sem hluti af nágrannahópnum í Erinsbæ um þrettán ára skeið til 2009. Hann mætti svo aftur árið 2011 í stutta stund. Það var svo ekki fyrr en til stóð að hætta tökum á Nágrönnum sem hann mætti í meintan lokaþátt árið 2022 en hann hefur síðar verið hluti af þáttunum eftir að Amazon Freeve kom þeim til bjargar.
Bíó og sjónvarp Ástralía Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira