Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. desember 2024 11:52 Útlit er fyrir að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fækki um tvo eftir kosningarnar. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segist klóra sér í hausnum yfir velgengni Flokks fólksins sem fjármálaráðherra til langs tíma. Margt sem flokkurinn hafi talað fyrir myndi kosta ríkissjóð verulega. Bjarni segir æskilegt að hægt yrði að sjá nánara niðurbrot atkvæða í kjördæmunum. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi þau úrslit sem fyrir liggja í Sprengisandi. „Í öllu falli erum við að fara fram úr öllum spám og að því leytinu til segjum við að við höfum háð árangursríka baráttu,“ segir Bjarni. Skoðanakannanir hafi í upphafi spáð þeim um fjórtán prósentum en sem stendur er Sjálfstæðisflokkurinn í rúmum nítján prósentum. Hann segir styrk Flokks fólksins koma sér mest á óvart í kosningunum. Flokkurinn hlaut til að mynda fleiri atkvæði en Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi. „Þetta er ein af ástæðum þess, sérstaklega þegar við erum komin með svona stór kjördæmi, sem ég myndi vilja fá, frá kjörstöðunum, meira niðurbrot atkvæða. Maður vill skilja hvað er að gerast.“ Hann segir Suðurkjördæmið stórt og í því séu nokkrir ákveðnir kjarnar. „Ég skil alveg sjónarmiðin frá fyrri tíðum um að menn vilji ekki greina úrslitin þannig að þau séu persónugreinanleg. En fyrir kjósendur í landinu og þroskaða stjórnmálaumræðu væri auðvitað mjög æskilegt að geta séð atkvæðin eins og þau lágu fyrir hjá hverjum kjörstað.“ Hann spyrji sig hvernig atkvæðin liggi eftir mismunandi bæjarfélögum. Stjórnmálaumræðan væri skemmtilegri væri hægt að taka hana frá dýpri grunni. Sem fjármálaráðherra til langs tíma segist hann klóra sér í hausnum yfir velgengni Flokks fólksins. „Því mér finnst margt sem þau hafa verið að segja myndi kosta ríkissjóð verulega, bæði til skamms tíma og langs tíma. Frumvörpin sem þau hafa lagt fram í þinginu hafa af fjármálaráðuneytinu í einstaka tilvikum verið metin einstök frumvörp. Upp á að lágmarki tugi milljarða og allt yfir hundrað milljarða.“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sprengisandur Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi þau úrslit sem fyrir liggja í Sprengisandi. „Í öllu falli erum við að fara fram úr öllum spám og að því leytinu til segjum við að við höfum háð árangursríka baráttu,“ segir Bjarni. Skoðanakannanir hafi í upphafi spáð þeim um fjórtán prósentum en sem stendur er Sjálfstæðisflokkurinn í rúmum nítján prósentum. Hann segir styrk Flokks fólksins koma sér mest á óvart í kosningunum. Flokkurinn hlaut til að mynda fleiri atkvæði en Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi. „Þetta er ein af ástæðum þess, sérstaklega þegar við erum komin með svona stór kjördæmi, sem ég myndi vilja fá, frá kjörstöðunum, meira niðurbrot atkvæða. Maður vill skilja hvað er að gerast.“ Hann segir Suðurkjördæmið stórt og í því séu nokkrir ákveðnir kjarnar. „Ég skil alveg sjónarmiðin frá fyrri tíðum um að menn vilji ekki greina úrslitin þannig að þau séu persónugreinanleg. En fyrir kjósendur í landinu og þroskaða stjórnmálaumræðu væri auðvitað mjög æskilegt að geta séð atkvæðin eins og þau lágu fyrir hjá hverjum kjörstað.“ Hann spyrji sig hvernig atkvæðin liggi eftir mismunandi bæjarfélögum. Stjórnmálaumræðan væri skemmtilegri væri hægt að taka hana frá dýpri grunni. Sem fjármálaráðherra til langs tíma segist hann klóra sér í hausnum yfir velgengni Flokks fólksins. „Því mér finnst margt sem þau hafa verið að segja myndi kosta ríkissjóð verulega, bæði til skamms tíma og langs tíma. Frumvörpin sem þau hafa lagt fram í þinginu hafa af fjármálaráðuneytinu í einstaka tilvikum verið metin einstök frumvörp. Upp á að lágmarki tugi milljarða og allt yfir hundrað milljarða.“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sprengisandur Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira