Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 08:32 Caitlin Clark mætt á háskólakörfuboltaleik með NBA leikmanninum Tyrese Haliburton sem spilar fyrir Indiana Pacers. Hann fær miklu miklu miklu hærri laun en hún hjá Indiana Fever. Getty/Justin Casterline Körfuboltakonan Caitlin Clark er ein vinsælasta íþróttakona Bandaríkjanna en það kostar greinilega sitt að fá hana til að koma og flytja fyrirlestur. Don Steinbrugge, framkvæmdastjóri Agecroft Partners, komst að því þegar hann sóttist eftir því að fá Clark til sín til að flytja tölu á ráðstefnu hjá sér. Steinbrugge leitaði til Clark í sumar þegar hlé var gert á WNBA deildinni vegna Ólympíuleikanna. Clark var ekki valin í bandaríska landsliðið og átti því að eiga lausan tíma til að koma. Steinbrugge fékk hins vegar það svar að körfuboltakonan tæki hundrað þúsund dollara fyrir þrjátíu mínútna fyrirlestur en það gerir 13,8 milljónir króna. Steinbrugge afþakkaði en glöggir aðdáendur Clark voru fljótir að finna út að hún hafi haldið sex fyrirlestra á síðasta ári. Ef þetta er rétt þá Steinbrugge þá hefur Clark fengið sex hundruð þúsund Bandaríkjadali fyrir þessa fyrirlestra sína eða rétt tæpar 83 milljónir króna. Þetta er mjög sérstakt þegar talan er borin saman við heildarlaun hennar á fyrsta tímabilinu í WNBA. Clark fékk rúma 76 þúsund dollara í laun fyrir allt tímabilið og fékk því mun meira fyrir hálftíma fyrirlestur en að spila allt tímabilið sem tók sex mánuði frá apríl til september. Heildarlaun hennar sem leikmanns voru 76.535 dollarar eða 10,6 milljónir króna. Clark er reyndar með mjög stóra auglýsingasamninga og fær því mun meira borgað en bara þessi leikmannalaun sín. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) WNBA Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Don Steinbrugge, framkvæmdastjóri Agecroft Partners, komst að því þegar hann sóttist eftir því að fá Clark til sín til að flytja tölu á ráðstefnu hjá sér. Steinbrugge leitaði til Clark í sumar þegar hlé var gert á WNBA deildinni vegna Ólympíuleikanna. Clark var ekki valin í bandaríska landsliðið og átti því að eiga lausan tíma til að koma. Steinbrugge fékk hins vegar það svar að körfuboltakonan tæki hundrað þúsund dollara fyrir þrjátíu mínútna fyrirlestur en það gerir 13,8 milljónir króna. Steinbrugge afþakkaði en glöggir aðdáendur Clark voru fljótir að finna út að hún hafi haldið sex fyrirlestra á síðasta ári. Ef þetta er rétt þá Steinbrugge þá hefur Clark fengið sex hundruð þúsund Bandaríkjadali fyrir þessa fyrirlestra sína eða rétt tæpar 83 milljónir króna. Þetta er mjög sérstakt þegar talan er borin saman við heildarlaun hennar á fyrsta tímabilinu í WNBA. Clark fékk rúma 76 þúsund dollara í laun fyrir allt tímabilið og fékk því mun meira fyrir hálftíma fyrirlestur en að spila allt tímabilið sem tók sex mánuði frá apríl til september. Heildarlaun hennar sem leikmanns voru 76.535 dollarar eða 10,6 milljónir króna. Clark er reyndar með mjög stóra auglýsingasamninga og fær því mun meira borgað en bara þessi leikmannalaun sín. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints)
WNBA Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira