„Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. desember 2024 09:01 Andri Már Eggertsson, Nablinn, fékk að smakka saltfisk hjá Gauta Dagbjartssyni. Vísir/Stöð 2 Sport Keflavík og Grindavík áttust við í stórleik Bónus-deildar karla í körfubolta síðasta föstudag. Andri Már Eggertsson, Nablinn, skellti sér í matarboð fyrir leik í tilefni af því. Grindvíkingar unnu sterkan átta stiga sigur er liðið heimsótti Keflavík í Bónus-deild karla síðastliðið föstudagskvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum, en eftir sigurinn situr Grindavík í þriðja sæti deildarinnar en Keflavík í því fimmta. Fyrir leik fór Nablinn hins vegar á stúfana og tók púlsinn á spenntum stuðningsmönnum liðanna. Hann kíkti í matarboð til Gauta Dagbjartssonar, Grindvíkings sem búsettur er í Keflavík, þar sem dýrindis saltfiskur var á boðstólnum. „Þetta kemur nú þannig til að við Grindvíkingar erum búnir að vera óttalegir flóttamenn og enduðum víða, ansi mörg hér í Keflavík.“ „Þetta kemur eiginlega til af því að ég var beðinn um að vera ræðumaður á leikmannakvöldi Keflavíkur snemma í haust fyrir fyrsta leik. Nema það breyttist og ég var orðinn ræðumaður, veislustjóri og svo þurfti ég að sjá um uppboð líka. Þetta var pínu erfitt því ég held nefnilega með Grindavík ennþá. En við ákváðum félagarnir að bjóða upp að við myndum boðið í veislu sem yrði annaðhvort haldin heima hjá viðkomandi eða hér heima hjá mér. Svona keppnisdæmi. Við reiknuðum ekki með að þetta myndi seljast, en þetta seldist og hér erum við,“ sagði Gauti. Þá segist Gauti ekki hafa búist við því að flytja nokkurntíma til Keflavíkur. „Það stóð aldrei til, en hér er mjög gott að búa. Það er rosalega gott fyrir svona meðalgreindan mann eins og mig að vera innan um þessa vitleysinga,“ sagði Gauti léttur. Klippa: „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér úr“ Að lokum fékk Nablinn svo að smakka saltfiskinn sem Gauti var búinn að elda og var hann hrifinn af því sem kom upp úr pottunum. Gauti sagðist svo vera með mjög einfalda reglu þegar hann býður í mat. „Ég er mjög einfalda reglu þegar ég elda matinn. Ef að gestunum líkar maturinn þá segja þeir kokkinum frá því. Ef þeim líkar ekki maturinn þá geta þeir bara drullað sér út.“ Körfuboltakvöld Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Grindvíkingar unnu sterkan átta stiga sigur er liðið heimsótti Keflavík í Bónus-deild karla síðastliðið föstudagskvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum, en eftir sigurinn situr Grindavík í þriðja sæti deildarinnar en Keflavík í því fimmta. Fyrir leik fór Nablinn hins vegar á stúfana og tók púlsinn á spenntum stuðningsmönnum liðanna. Hann kíkti í matarboð til Gauta Dagbjartssonar, Grindvíkings sem búsettur er í Keflavík, þar sem dýrindis saltfiskur var á boðstólnum. „Þetta kemur nú þannig til að við Grindvíkingar erum búnir að vera óttalegir flóttamenn og enduðum víða, ansi mörg hér í Keflavík.“ „Þetta kemur eiginlega til af því að ég var beðinn um að vera ræðumaður á leikmannakvöldi Keflavíkur snemma í haust fyrir fyrsta leik. Nema það breyttist og ég var orðinn ræðumaður, veislustjóri og svo þurfti ég að sjá um uppboð líka. Þetta var pínu erfitt því ég held nefnilega með Grindavík ennþá. En við ákváðum félagarnir að bjóða upp að við myndum boðið í veislu sem yrði annaðhvort haldin heima hjá viðkomandi eða hér heima hjá mér. Svona keppnisdæmi. Við reiknuðum ekki með að þetta myndi seljast, en þetta seldist og hér erum við,“ sagði Gauti. Þá segist Gauti ekki hafa búist við því að flytja nokkurntíma til Keflavíkur. „Það stóð aldrei til, en hér er mjög gott að búa. Það er rosalega gott fyrir svona meðalgreindan mann eins og mig að vera innan um þessa vitleysinga,“ sagði Gauti léttur. Klippa: „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér úr“ Að lokum fékk Nablinn svo að smakka saltfiskinn sem Gauti var búinn að elda og var hann hrifinn af því sem kom upp úr pottunum. Gauti sagðist svo vera með mjög einfalda reglu þegar hann býður í mat. „Ég er mjög einfalda reglu þegar ég elda matinn. Ef að gestunum líkar maturinn þá segja þeir kokkinum frá því. Ef þeim líkar ekki maturinn þá geta þeir bara drullað sér út.“
Körfuboltakvöld Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira