Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2024 17:04 Justin Kluivert var öruggur á vítapunktinum í dag. James Gill - Danehouse/Getty Images Af fimm leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er nú fjórum lokið. Kevin Schade skoraði þrennu fyrir Brentford og Justin Kluivert skoraði þrívegis af vítapunktinum fyrir Bournemouth. Leikmenn Brentford lentu heldur óvænt undir á 21. mínútu er liðið tók á móti Leicester á Gtech Community vellinum í Brentford í dag. Faucundo Buonanotte kom boltanum þá í netið eftir stoðsendingu frá Jamie Vardy. Yoane Wissa jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn fjórum mínútum síðar eftir undirbúning Kevin Schade, áður en Þjóðverjinn skoraði sjálfur eftir tæplega hálftíma leik. Schade bætti svo öðru marki sínu, og þriðja marki heimamanna, við þegar komið var átta mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og sá til þess að Brentford fór með 3-1 forystu inn í hálfleikshléið. Þýski framherjinn var þó ekki hættur og fullkomnaði hann þrennu sína á 59. mínútu. Reyndist það síðasta mark leiksins og niðurstaðan því öruggur 4-1 sigur Brentford sem nú situr í áttunda sæti deildarinnar með 20 stig, tíu stigum meira en Leicester sem situr í 16. sæti. How many is that today, @kevinschade_ 🔥🔥🔥 pic.twitter.com/u5XeaZq8ua— Brentford FC (@BrentfordFC) November 30, 2024 Þá var einnig skoruð þrenna í leik Wolves og Bournemouth þar sem gestirnir unnu 4-2 sigur. Justin Kluivert kom gestunum í Bournemouth yfir strax á þriðju mínútu með marki úr vítaspyrnu áður en Jorgen Strand Larssen jafnaði metin fyrir Úlfanna tveimur mínútum síðar. Milos Kerkez endurheimti forystu gestanna með marki á áttundu mínútu og á 18. mínútu skoraði Kluivert annað mark sitt úr vítaspyrnu eftir klaufalegt brot Jose Sá innan vítateigs. Jorgen Stran Larssen minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en fimm mínútum síðar fengu gestirnir sína þriðju vítaspyrnu. Justin Kluivert fór enn eina ferðina á punktinn og niðurstaðan varð sú sama og áður. Lokatölur 4-2, Bournamouth í vil. Önnur úrslit Crystal Palace 1-1 Newcastle Nottingham Forest 1-0 Ipswich Enski boltinn Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Enski boltinn Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport „Einn besti markmaður heims“ Fótbolti McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport Fleiri fréttir Fulham - Liverpool | Komast meistararnir aftur á sigurbraut? Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Sjá meira
Leikmenn Brentford lentu heldur óvænt undir á 21. mínútu er liðið tók á móti Leicester á Gtech Community vellinum í Brentford í dag. Faucundo Buonanotte kom boltanum þá í netið eftir stoðsendingu frá Jamie Vardy. Yoane Wissa jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn fjórum mínútum síðar eftir undirbúning Kevin Schade, áður en Þjóðverjinn skoraði sjálfur eftir tæplega hálftíma leik. Schade bætti svo öðru marki sínu, og þriðja marki heimamanna, við þegar komið var átta mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og sá til þess að Brentford fór með 3-1 forystu inn í hálfleikshléið. Þýski framherjinn var þó ekki hættur og fullkomnaði hann þrennu sína á 59. mínútu. Reyndist það síðasta mark leiksins og niðurstaðan því öruggur 4-1 sigur Brentford sem nú situr í áttunda sæti deildarinnar með 20 stig, tíu stigum meira en Leicester sem situr í 16. sæti. How many is that today, @kevinschade_ 🔥🔥🔥 pic.twitter.com/u5XeaZq8ua— Brentford FC (@BrentfordFC) November 30, 2024 Þá var einnig skoruð þrenna í leik Wolves og Bournemouth þar sem gestirnir unnu 4-2 sigur. Justin Kluivert kom gestunum í Bournemouth yfir strax á þriðju mínútu með marki úr vítaspyrnu áður en Jorgen Strand Larssen jafnaði metin fyrir Úlfanna tveimur mínútum síðar. Milos Kerkez endurheimti forystu gestanna með marki á áttundu mínútu og á 18. mínútu skoraði Kluivert annað mark sitt úr vítaspyrnu eftir klaufalegt brot Jose Sá innan vítateigs. Jorgen Stran Larssen minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en fimm mínútum síðar fengu gestirnir sína þriðju vítaspyrnu. Justin Kluivert fór enn eina ferðina á punktinn og niðurstaðan varð sú sama og áður. Lokatölur 4-2, Bournamouth í vil. Önnur úrslit Crystal Palace 1-1 Newcastle Nottingham Forest 1-0 Ipswich
Enski boltinn Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Enski boltinn Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport „Einn besti markmaður heims“ Fótbolti McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport Fleiri fréttir Fulham - Liverpool | Komast meistararnir aftur á sigurbraut? Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Sjá meira