Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar 29. nóvember 2024 15:59 Leigjendasamtökin hafa undanfarið verið á fullu og hitt framboðin, bæði á fundum og í útsendingum á Samstöðinni, til að leggja áherslu á réttlæti fyrir leigjendur. Í dag, daginn fyrir kosningar, búa um það bil 25% landsmanna í leiguíbúðum – en húsnæðisvandinn hefur áhrif á alla landsmenn, hvort sem þeir eru leigjendur, eigendur eða ungt fólk sem enn bíður eftir að komast inn á markaðinn. Við hvetjum alla til að líta við á Facebook-síðu samtakanna, þar sem hægt er að kynna sér okkar dóm á framboðunum. Þetta er opin umræða sem hefur farið víða og vakið athygli, og við hvetjum fólk eindregið til að taka þátt og tjá sig. Vert er að taka fram að einungis 2 flokkar átta sig á skaðsemi óheftrar græðgi á fasteignamarkaði og hafa vilja til þess að tengja leiguverð við kostnað - í stað þess að leiguverð miðist eingöngu og alfarið við neyð/þörf leigjandans. En það sem gerðist í dag, degi fyrir kjördag, er merkilegt – og undirstrikar nauðsyn þess að taka húsnæðismálin alvarlega. Tvær greinar birtust sem lýsa stöðunni mjög vel og styrkja röksemdarfærslur samtakanna í aðdraganda kosninga: Grein sem staðfestir að húsaleiguhækkanir séu nú helsta ástæða þess að verðbólgan lækkaði minna en spáð var. Þetta sýnir hvernig hækkun húsaleigu hefur víðtæk áhrif á efnahagslífið og veldur því að lífskjör versna hjá fólki um allt land. Skýrsla frá HMS sem birtist í dag, sem staðfestir að húsnæðisskorturinn sé miklu verri en áður var talið. Þetta er alvarleg áminning um að það vantar miklu fleiri íbúðir en stjórnvöld hafa hingað til gert ráð fyrir – og það mun taka lengri tíma en búist var við að leysa vandann. Þetta eru staðreyndir sem hafa áhrif á okkur öll. Þetta er ekki bara spurning um loforð, heldur um að kjósa framtíð þar sem fólk getur átt öruggt og viðráðanlegt húsnæði.Hvar stendur þitt framboð í þessum málum? Þetta er spurning sem allir ættu að spyrja sig í dag. Þetta þarf að kjósa um. Höfundur er félagi í Leigjendasamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Leigjendasamtökin hafa undanfarið verið á fullu og hitt framboðin, bæði á fundum og í útsendingum á Samstöðinni, til að leggja áherslu á réttlæti fyrir leigjendur. Í dag, daginn fyrir kosningar, búa um það bil 25% landsmanna í leiguíbúðum – en húsnæðisvandinn hefur áhrif á alla landsmenn, hvort sem þeir eru leigjendur, eigendur eða ungt fólk sem enn bíður eftir að komast inn á markaðinn. Við hvetjum alla til að líta við á Facebook-síðu samtakanna, þar sem hægt er að kynna sér okkar dóm á framboðunum. Þetta er opin umræða sem hefur farið víða og vakið athygli, og við hvetjum fólk eindregið til að taka þátt og tjá sig. Vert er að taka fram að einungis 2 flokkar átta sig á skaðsemi óheftrar græðgi á fasteignamarkaði og hafa vilja til þess að tengja leiguverð við kostnað - í stað þess að leiguverð miðist eingöngu og alfarið við neyð/þörf leigjandans. En það sem gerðist í dag, degi fyrir kjördag, er merkilegt – og undirstrikar nauðsyn þess að taka húsnæðismálin alvarlega. Tvær greinar birtust sem lýsa stöðunni mjög vel og styrkja röksemdarfærslur samtakanna í aðdraganda kosninga: Grein sem staðfestir að húsaleiguhækkanir séu nú helsta ástæða þess að verðbólgan lækkaði minna en spáð var. Þetta sýnir hvernig hækkun húsaleigu hefur víðtæk áhrif á efnahagslífið og veldur því að lífskjör versna hjá fólki um allt land. Skýrsla frá HMS sem birtist í dag, sem staðfestir að húsnæðisskorturinn sé miklu verri en áður var talið. Þetta er alvarleg áminning um að það vantar miklu fleiri íbúðir en stjórnvöld hafa hingað til gert ráð fyrir – og það mun taka lengri tíma en búist var við að leysa vandann. Þetta eru staðreyndir sem hafa áhrif á okkur öll. Þetta er ekki bara spurning um loforð, heldur um að kjósa framtíð þar sem fólk getur átt öruggt og viðráðanlegt húsnæði.Hvar stendur þitt framboð í þessum málum? Þetta er spurning sem allir ættu að spyrja sig í dag. Þetta þarf að kjósa um. Höfundur er félagi í Leigjendasamtökunum.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar